Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?

JGÞ

Skammstöfunin et al. er latína og er hún notuð á tvo vegu. Annar vegar er et al. stytting á 'et alibi' en það þýðir 'og annars staðar'. Þegar et al. kemur á eftir ákveðinni tilvísun getur því verið átt við að tilvísunina sé einnig að finna annars staðar, þótt ekki sé tilgreint nákvæmlega hvar.

Hins vegar er skammstöfunin et al. í merkingunni 'og aðrir'. 'Et' er samtengingin og en 'al.' er fornafnið 'annar' eða 'alius' á latínu. Í skammstöfuninni getur það komið fyrir í öllum kynjum fleirtölu:
  • alii - aðrir (kk. ft.)
  • aliae - aðrar (kvk. ft.)
  • alia - önnur (hk. ft.)

Við skráningu þessarar heimildar hefði verið hægt að spara sér prentarablek og lyklaborðsáslátt með því að skrifa 'Mock, C. N. et al.' í stað þess að telja upp alla sex höfundana.

Et al. merkir þess vegna: og aðrir, aðrar eða önnur. Algengt er að sjá skammstöfunina í heimildaskrám, og einnig stundum í tilvísunum, þar sem fleiri en einn höfundur eða ritstjórar koma að sama verki. Þá er látið nægja að geta til dæmis fyrsta höfundar og láta svo fylgja: et al. - og aðrir. Þannig er hægt að spara sér að tiltaka fjölmörg höfundanöfn.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.9.2005

Síðast uppfært

11.7.2018

Spyrjandi

Gunnþórunn Steinarsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?“ Vísindavefurinn, 9. september 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5256.

JGÞ. (2005, 9. september). Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5256

JGÞ. „Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5256>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?
Skammstöfunin et al. er latína og er hún notuð á tvo vegu. Annar vegar er et al. stytting á 'et alibi' en það þýðir 'og annars staðar'. Þegar et al. kemur á eftir ákveðinni tilvísun getur því verið átt við að tilvísunina sé einnig að finna annars staðar, þótt ekki sé tilgreint nákvæmlega hvar.

Hins vegar er skammstöfunin et al. í merkingunni 'og aðrir'. 'Et' er samtengingin og en 'al.' er fornafnið 'annar' eða 'alius' á latínu. Í skammstöfuninni getur það komið fyrir í öllum kynjum fleirtölu:
  • alii - aðrir (kk. ft.)
  • aliae - aðrar (kvk. ft.)
  • alia - önnur (hk. ft.)

Við skráningu þessarar heimildar hefði verið hægt að spara sér prentarablek og lyklaborðsáslátt með því að skrifa 'Mock, C. N. et al.' í stað þess að telja upp alla sex höfundana.

Et al. merkir þess vegna: og aðrir, aðrar eða önnur. Algengt er að sjá skammstöfunina í heimildaskrám, og einnig stundum í tilvísunum, þar sem fleiri en einn höfundur eða ritstjórar koma að sama verki. Þá er látið nægja að geta til dæmis fyrsta höfundar og láta svo fylgja: et al. - og aðrir. Þannig er hægt að spara sér að tiltaka fjölmörg höfundanöfn.

Mynd:...