Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hvalir með langa þarma?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur?

Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar eða um 6 metrar. Smágirni reyðarhvala eru hins vegar 5-6 sinnum lengri en sem nemur líkamslengd þeirra. Þetta segir okkur að steypireyður sem er um 26 metra löng getur verið með allt að 156 metra langa þarma.


Steypireyður (Balaenoptera musculus).

Við miðbaug er ummál jarðar um 40 þúsund km. Til þess að afla þarma sem mundu nægja til að mynda keðju umhverfis jörðina við miðbaug þyrfti því að veiða alls 256.410 steypireyðar. Þetta væri þó afar óraunhæft markmið því heildarstofnstærð steypireyða er ekki einu sinni 1/10 af öllum þessum fjölda. Því yrði að snúa sér að öðrum stórvöxnum hvölum á borð við langreyði eða sléttbak en þar sem þessir hvalir eru minni en steypireyður þyrfti að veiða mun fleiri dýr en ef við miðum bara við steypireyðar.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um hvali, til dæmis:

Fleiri svör um hvali má nálgast með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Mynd: Norður-Sigling

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.4.2005

Spyrjandi

Trausti Sigurðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru hvalir með langa þarma?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4881.

Jón Már Halldórsson. (2005, 12. apríl). Hvað eru hvalir með langa þarma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4881

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru hvalir með langa þarma?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4881>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hvalir með langa þarma?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur?

Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar eða um 6 metrar. Smágirni reyðarhvala eru hins vegar 5-6 sinnum lengri en sem nemur líkamslengd þeirra. Þetta segir okkur að steypireyður sem er um 26 metra löng getur verið með allt að 156 metra langa þarma.


Steypireyður (Balaenoptera musculus).

Við miðbaug er ummál jarðar um 40 þúsund km. Til þess að afla þarma sem mundu nægja til að mynda keðju umhverfis jörðina við miðbaug þyrfti því að veiða alls 256.410 steypireyðar. Þetta væri þó afar óraunhæft markmið því heildarstofnstærð steypireyða er ekki einu sinni 1/10 af öllum þessum fjölda. Því yrði að snúa sér að öðrum stórvöxnum hvölum á borð við langreyði eða sléttbak en þar sem þessir hvalir eru minni en steypireyður þyrfti að veiða mun fleiri dýr en ef við miðum bara við steypireyðar.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um hvali, til dæmis:

Fleiri svör um hvali má nálgast með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Mynd: Norður-Sigling...