Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru kakkalakkar hættulegir?

Jón Már Halldórsson

Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu.

Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að komast að þeim tímgast þeir hratt. Þeir halda sig oftar en ekki á dimmum stöðum þar sem raki er mikill, til dæmis á bak við milliveggi í eldhúsum nærri vöskum.



Myndin sýnir fjórar af þeim rúmlega 3.500 tegunum kakkalakka sem finnast í heiminum. Höfundi er ekki kunnugt um íslenskt heiti á tegundinni Supella longipalpa en á ensku kallast hún brown-banded cockroach.

Kakkalakkar eru ekki hættulegir mönnum á þann hátt að þeir bíti eða stingi. Hins vegar geta þeir geta breitt út ýmsa hættulega sýkla og mengað matvæli. Algengasta bakterían sem þeir geta borið með sér er salmonella en hún getur valdið svæsnum veikindum sem lýsa sér meðal annars í miklum verkjum í kviðarholi, ógleði, uppköstum og niðurgangi.

Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að kakkalakkar geta borið allt að 23 tegundir baktería, 17 tegundir sveppa, þrjár tegundir frumdýra og tvær tegundir veira sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Því er ljóst að mikilvægt er að halda kakkalökkum frá mannabústöðum og ekki síst matvælum.

Ekki hefur verið hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti að bein tengsl séu á milli kakkalakka og faraldra. Hins vegar hafa komið upp sýkingar, til dæmis í Suður-Kaliforníu, Norður-Írlandi og Hong Kong, þar sem fólk bjó mjög þétt og óvenju mikið var um kakkalakka og leikur grunur á að kakkalakkarnir hafi ekki verið saklausir í þeim sýkingarmálum.

Mynd: Pesticide Education Resources @ University of Nebraska-Lincoln.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.6.2005

Spyrjandi

Júlíana Sigfúsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru kakkalakkar hættulegir?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5060.

Jón Már Halldórsson. (2005, 14. júní). Eru kakkalakkar hættulegir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5060

Jón Már Halldórsson. „Eru kakkalakkar hættulegir?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5060>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru kakkalakkar hættulegir?
Kakkalakkar eru meðal algengari meindýra í híbýlum fólks víða um heim og valda oftar en ekki miklum hugaræsingi hjá þeim sem þurfa að búa við þessa skordýraplágu.

Yfirleitt eru kakkalakkar tengdir við óþrifnað en svo þarf ekki endilega að vera. Berist þeir á svæði í híbýlum þar sem erfitt getur reynst að komast að þeim tímgast þeir hratt. Þeir halda sig oftar en ekki á dimmum stöðum þar sem raki er mikill, til dæmis á bak við milliveggi í eldhúsum nærri vöskum.



Myndin sýnir fjórar af þeim rúmlega 3.500 tegunum kakkalakka sem finnast í heiminum. Höfundi er ekki kunnugt um íslenskt heiti á tegundinni Supella longipalpa en á ensku kallast hún brown-banded cockroach.

Kakkalakkar eru ekki hættulegir mönnum á þann hátt að þeir bíti eða stingi. Hins vegar geta þeir geta breitt út ýmsa hættulega sýkla og mengað matvæli. Algengasta bakterían sem þeir geta borið með sér er salmonella en hún getur valdið svæsnum veikindum sem lýsa sér meðal annars í miklum verkjum í kviðarholi, ógleði, uppköstum og niðurgangi.

Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að kakkalakkar geta borið allt að 23 tegundir baktería, 17 tegundir sveppa, þrjár tegundir frumdýra og tvær tegundir veira sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Því er ljóst að mikilvægt er að halda kakkalökkum frá mannabústöðum og ekki síst matvælum.

Ekki hefur verið hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti að bein tengsl séu á milli kakkalakka og faraldra. Hins vegar hafa komið upp sýkingar, til dæmis í Suður-Kaliforníu, Norður-Írlandi og Hong Kong, þar sem fólk bjó mjög þétt og óvenju mikið var um kakkalakka og leikur grunur á að kakkalakkarnir hafi ekki verið saklausir í þeim sýkingarmálum.

Mynd: Pesticide Education Resources @ University of Nebraska-Lincoln....