Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?

Ágúst Kvaran

Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund).

Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir (frumeindir eða sameindir) efnisins. Þegar hluti hins sýnilega ljóss gleypist í efni kemst einungis takmarkaður hluti þess í gegnum efnið. Sá sem horfir á ljós sem skín í gegnum slíkt efni sér því einungis þann hluta ljóssins sem kemst óhindraður í gegn og skynjar því lit og ógegnsæi.

Andrúmsloftið í neðri hluta gufuhvolfsins samanstendur að mestu úr lofttegundunum köfnunarefni (N2) og súrefni (O2). Við yfirborð jarðar er til að mynda köfnunarefni um 78% andrúmsloftsins og súrefni um 21%. Í efri hlutum gufuhvolfsins minnkar magnvægi þessara lofttegunda en vægi frumeinda þeirra (N og O) eykst. Auk þeirra fyrirfinnst lítið magn ýmissa annarra lofttegunda, á borð við argon (Ar), óson (O3) og nituroxíða (einkum NO) í andrúmsloftinu, og er magn þeirra breytilegt eftir fjarlægð frá yfirborði jarðar. Þessum lofttegundum er það sammerkt að sameindir þeirra gleypa ekki sýnilegt ljós sem gerir það að verkum að andrúmsloftið er gegnsætt.

Þó skal þess getið að sólarljós sem skín í gegnum andrúmsloftið getur sveigt af braut. Slík sveigja er mismikil, háð lit ljóssins. Þannig sveigir bláa ljósið meira en aðrir litir þess sem skýrir einmitt af hverju himinninn er blár.

Heimildir og lesefni:

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

28.7.2004

Spyrjandi

Hugi Leifsson, f. 1990

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2004, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4427.

Ágúst Kvaran. (2004, 28. júlí). Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4427

Ágúst Kvaran. „Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2004. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4427>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?
Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund).

Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir (frumeindir eða sameindir) efnisins. Þegar hluti hins sýnilega ljóss gleypist í efni kemst einungis takmarkaður hluti þess í gegnum efnið. Sá sem horfir á ljós sem skín í gegnum slíkt efni sér því einungis þann hluta ljóssins sem kemst óhindraður í gegn og skynjar því lit og ógegnsæi.

Andrúmsloftið í neðri hluta gufuhvolfsins samanstendur að mestu úr lofttegundunum köfnunarefni (N2) og súrefni (O2). Við yfirborð jarðar er til að mynda köfnunarefni um 78% andrúmsloftsins og súrefni um 21%. Í efri hlutum gufuhvolfsins minnkar magnvægi þessara lofttegunda en vægi frumeinda þeirra (N og O) eykst. Auk þeirra fyrirfinnst lítið magn ýmissa annarra lofttegunda, á borð við argon (Ar), óson (O3) og nituroxíða (einkum NO) í andrúmsloftinu, og er magn þeirra breytilegt eftir fjarlægð frá yfirborði jarðar. Þessum lofttegundum er það sammerkt að sameindir þeirra gleypa ekki sýnilegt ljós sem gerir það að verkum að andrúmsloftið er gegnsætt.

Þó skal þess getið að sólarljós sem skín í gegnum andrúmsloftið getur sveigt af braut. Slík sveigja er mismikil, háð lit ljóssins. Þannig sveigir bláa ljósið meira en aðrir litir þess sem skýrir einmitt af hverju himinninn er blár.

Heimildir og lesefni:

...