Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Axlar-Björn?

Gísli Sigurðsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Axlar-Björn er þekktasti raðmorðingi Íslandssögunnar, kenndur við bæinn Öxl í grennd við Búðir á Snæfellsnesi. Um hann skráði séra Sveinn Níelsson langa frásögn "eptir gömlum manni og greindum, innlendum", og er hún uppistaðan í þætti sem Jón Árnason tók saman um Axlar-Björn í Íslenskum þjóðsögum.

Djöfullegt eðli morðingjans Axlar-Bjarnar kom strax fram í móðurkviði en þegar hann eltist drap hann ferðamenn sem áttu leið um hlaðið hjá honum og rændi þá fötum, peningum og hestum. Í þættinum er vel sagt frá mörgu og sum atriðin minna á þekktar hryllingsmyndir 20. aldar eins og þegar tveir vinnumenn ríks bónda koma til Axlarmorðingjans:
En þegar þeir komu að Öxl og Björn sá, að þeir voru vel útbúnir, og höfðu væna hesta, bauð hann þeim með sér út í fjós. Þar var myrkt, en þó sér annar þeirra glampa á eitthvað í hendinni á Birni...
Björn myrðir 18 manns áður en upp um hann kemst þegar annað tveggja systkina sleppur lifandi frá honum og segir til hans.

Fyrsta fórnarlamb sitt dysjaði hann í flórnum á Knerri en öllum hinum var sökkt í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. Axlar-Björn var dæmdur til dauða og tekinn af lífi árið 1596 að Laugarbrekku; fyrst beinbrotinn á útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og þar á eftir brytjaður niður og einstakir hlutar úr líkama hans festir upp á stengur.

Ónáttúra Björns gekk í erfðir því að sonur hans Sveinn skotti var hengdur árið 1648 eftir að húsfreyjan í Rauðsdal á Barðaströnd gat látið binda hann þegar hann kom og vildi nauðga henni.

Um Axlar-Björn hefur Úlfar Þormóðsson ritað sögulega skáldsögu, Þrjár sólir svartar (1988), og aðalpersónurnar í verki Megasar, Björn og Sveinn (1994), heita Axlar-Björn og Sveinn skotti. Ebba Guðný Guðmundsdóttir ritaði námsritgerð árið 1999 um Axlar-Björn í heimildum og þjóðsögum og er hún aðgengileg í Þjóðarbókhlöðu.

Höfundur

rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

4.12.2001

Spyrjandi

Hörður Friðriksson, f. 1982

Tilvísun

Gísli Sigurðsson. „Hver var Axlar-Björn?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1987.

Gísli Sigurðsson. (2001, 4. desember). Hver var Axlar-Björn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1987

Gísli Sigurðsson. „Hver var Axlar-Björn?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1987>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Axlar-Björn?
Axlar-Björn er þekktasti raðmorðingi Íslandssögunnar, kenndur við bæinn Öxl í grennd við Búðir á Snæfellsnesi. Um hann skráði séra Sveinn Níelsson langa frásögn "eptir gömlum manni og greindum, innlendum", og er hún uppistaðan í þætti sem Jón Árnason tók saman um Axlar-Björn í Íslenskum þjóðsögum.

Djöfullegt eðli morðingjans Axlar-Bjarnar kom strax fram í móðurkviði en þegar hann eltist drap hann ferðamenn sem áttu leið um hlaðið hjá honum og rændi þá fötum, peningum og hestum. Í þættinum er vel sagt frá mörgu og sum atriðin minna á þekktar hryllingsmyndir 20. aldar eins og þegar tveir vinnumenn ríks bónda koma til Axlarmorðingjans:
En þegar þeir komu að Öxl og Björn sá, að þeir voru vel útbúnir, og höfðu væna hesta, bauð hann þeim með sér út í fjós. Þar var myrkt, en þó sér annar þeirra glampa á eitthvað í hendinni á Birni...
Björn myrðir 18 manns áður en upp um hann kemst þegar annað tveggja systkina sleppur lifandi frá honum og segir til hans.

Fyrsta fórnarlamb sitt dysjaði hann í flórnum á Knerri en öllum hinum var sökkt í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. Axlar-Björn var dæmdur til dauða og tekinn af lífi árið 1596 að Laugarbrekku; fyrst beinbrotinn á útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og þar á eftir brytjaður niður og einstakir hlutar úr líkama hans festir upp á stengur.

Ónáttúra Björns gekk í erfðir því að sonur hans Sveinn skotti var hengdur árið 1648 eftir að húsfreyjan í Rauðsdal á Barðaströnd gat látið binda hann þegar hann kom og vildi nauðga henni.

Um Axlar-Björn hefur Úlfar Þormóðsson ritað sögulega skáldsögu, Þrjár sólir svartar (1988), og aðalpersónurnar í verki Megasar, Björn og Sveinn (1994), heita Axlar-Björn og Sveinn skotti. Ebba Guðný Guðmundsdóttir ritaði námsritgerð árið 1999 um Axlar-Björn í heimildum og þjóðsögum og er hún aðgengileg í Þjóðarbókhlöðu....