Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3478 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvert liggur batavegur? Af hverju er talað um að vera á batavegi?

Orðið batavegur merkir 'áframhaldandi bati' og er einkum notað í sambandinu að vera á batavegi 'vera að batna einhver sjúkleiki'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 19. öld. Fyrri hluti orðsins bati er notað um bötnun, betrun eitthvað sem er betra en það var áður. Til dæmis er sagt að einhver hafi...

category-iconHeimspeki

Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?

Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Santería?

Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...

category-iconHugvísindi

Hvenær lærðu Íslendingar að prjóna og af hverjum?

Eftir því sem best er vitað hefur prjón borist til Íslands með kaupmönnum, þýskum, enskum eða hollenskum, á fyrri hluta 16. aldar. Líklegast þykir að þýskir kaupmenn hafi átt mestan hlut að máli. Elsta varðveitta prjónles eða prjónaði fatnaður sem til er á Íslandi og af íslenskum uppruna, mun vera sléttprjónaður b...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?

Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...

category-iconFornfræði

Hvers vegna þróaðist lýðræði í Aþenu til forna?

Erfitt er að gefa ákveðið svar við þessari spurningu og raunar eru fræðimenn ekki allir á eitt sáttir um nákvæmlega hvenær aþenska lýðræðið varð til, hvað þá hvers vegna. Ef til vill er rétt að byrja þá sögu á Sóloni sem kom á ýmsum breytingum á stjórnkerfi og samfélagi Aþeninga snemma á 6. öld f.Kr. Það er ómögul...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp hnífapörin?

Hér er einnig svarað spurningu Þorbjargar:Hvar og hvenær voru hnífapörin fundin upp og hvenær fór almenningur að nota þau? Yfirleitt er átt við hníf og gaffal þegar talað er um hnífapör, þó skeiðar séu stundum taldar með eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju tölum við um hnífapör...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru forfeður Trójumanna?

Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta a...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna er hin gamla lögbók Íslendinga kölluð Grágás?

Einnig var spurt:Hvaðan kemur nafnið Grágás og hvað þýðir það? Nafnið Grágás er haft um elstu lögbók Íslendinga, þá sem var í gildi á þjóðveldistímanum og nokkur ár fram yfir hann en gekk úr gildi þegar hér var lögtekin bók sem hefur (af óþekktri ástæðu) fengið nafnið Járnsíða. Það gerðist á árunum 1271–73. Engin...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað?

Árni Heimir Ingólfsson stundar rannsóknir á sviði tónlistarfræði. Árni Heimir hefur aðallega fengist við að rannsaka íslenska tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld. Viðamikill þáttur í rannsóknum hans eru íslensk nótnahandrit fyrri alda (frá um 1200–1800) og sá vitnisburður sem þau veita um tónlist sem...

category-iconSálfræði

Hvaða gildi hafa dagdraumar?

Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp regnhlífina?

Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á ameríska og evrópska vísundinum?

Flestir dýrafræðingar telja ameríska og evrópska vísundinn vera sitt hvora tegundina. Sá ameríski nefnist Bison bison en sá evrópski Bison bonasus. Tegundirnar eiga sameiginlegan forföður en hafa verið aðskildar í langan tíma. Amerískir og evrópskir vísundar geta átt saman frjó afkvæmi og þess vegna telja sumir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'pæling' og 'að pæla'?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan eru orðið pæling og sögnin að pæla upprunnin og hvenær koma þessi orð fyrst fram í íslenskri tungu? Hafa þau alltaf haft sömu merkingu? Sögnin að pæla hefur tvær aðalmerkingar í íslensku. Annars vegar er hún notuð um að stinga mold upp með pál eða skóflu en páll er s...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru byssur til?

Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis ...

Fleiri niðurstöður