Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Árni Heimir Ingólfsson stundar rannsóknir á sviði tónlistarfræði. Árni Heimir hefur aðallega fengist við að rannsaka íslenska tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld. Viðamikill þáttur í rannsóknum hans eru íslensk nótnahandrit fyrri alda (frá um 1200–1800) og sá vitnisburður sem þau veita um tónlist sem hér var iðkuð, auk þess sem hið alþjóðlega samhengi tónlistarinnar hefur verið honum hugleikið.

Meðal þeirra handrita sem Árni Heimir hefur kannað sérstaklega er Melódía (handrit skrifað um 1660) sem hefur að geyma 226 lög af ýmsum toga og hefur hann rakið fyrirmyndir allmargra þeirra til söngva frá meginlandi Evrópu, meðal annars frá Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Rannsóknir Árna Heimis á íslenskum sönghandritum hafa leitt af sér fjölda greina og fyrirlestra en einnig útgáfu þriggja geisladiska þar sem tónlist úr íslenskum handritum fær að hljóma: Tvísöngur (2004), Melódía (2007) og Hymnodia sacra (2010), og hlutu hinir tveir síðari Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar tónlistar.

Árni Heimir hefur aðallega fengist við að rannsaka íslenska tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld

Árni Heimir hefur einnig ritað nokkrar bækur um tónlist. Þar má fyrsta telja ævisögu Jóns Leifs (Jón Leifs – Líf í tónum, 2009) sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Í henni leitast höfundur við að setja ævistarf Jóns í samhengi íslenskrar tónlistarsögu en einnig hræringa á sviði tónlistar, fagurfræði og stjórnmála erlendis, ekki síst í Þýskalandi á árunum 1920–45. Ensk útgáfa bókarinnar kemur út á næsta ári hjá Indiana University Press undir heitinu Jón Leifs and the Musical Invention of Iceland. Þá skrifaði Árni Heimir bókina Saga tónlistarinnar, sem kom út 2016 og hlaut einnig tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Á næsta ári er væntanleg hjá forlaginu Crymogeu ný bók Árna Heimis sem nefnist Íslensk nótnahandrit, 1100–1800.

Árni Heimir er fæddur í Reykjavík árið 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1993 og BM-prófi í píanóleik og tónlistarsögu frá Oberlin-tónlistarháskólanum í Ohio árið 1997. Árni Heimir hóf framhaldsnám í tónlistarfræði við Harvardháskóla í Cambridge, Massachusetts 1997 og lauk doktorsritgerð sinni 2003. Hann var fastráðinn kennari og síðar dósent við Listaháskóla Íslands (LHÍ) frá 2002–2007 og tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) 2007–2011, en hefur á síðustu árum verið gestaprófessor við LHÍ og listrænn ráðgjafi SÍ. Hann hefur einnig gegnt rannsóknarstöðum erlendis til skemmri tíma, var til dæmis gestafræðimaður við Oxfordháskóla 2008, við Bostonháskóla 2010 og við Villa I Tatti – The Harvard Center for Italian Renaissance Studies 2013.

Úr handritinu Melódía, eða Rask 98 (um 1660), sem varðveitt er á Árnasafni í Kaupmannahöfn. Árni Heimir hefur rannsakað þetta handrit ítarlega og rakið uppruna allmargra laga þess til erlendra söngbóka.

Rannsóknir Árna Heimis hafa meðal annars verið styrktar af Rannsóknasjóði og nú vinnur hann ásamt dr. Svanhildi Óskarsdóttur að verkefninu Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og samhengi Gregorssöngs á Íslandi 1500–1700 sem miðar að því að kanna samspil tónlistar og helgihalds á Íslandi á 16. og 17. öld. Árni Heimir hefur haldið fyrirlestra um íslenska tónlistarsögu á ráðstefnum og málþingum víða um heim, meðal annars í Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Írlandi, Bandaríkjunum og Japan. Þá hafa greinar hans birst í fjölda bóka og fræðirita, til að mynda í Griplu, Sögu, Skírni og New Grove-tónlistarorðabókinni. Nýjasta grein hans, sem fjallar um íslenska sönghandritið Hymnodia sacra, er gefin út í bókinni Mirrors of Virtue: Manuscript and Print in Late Pre-Modern Iceland (Museum Tusculanum Press, 2017).

Myndir:
  • Styrmir Kári.
  • Úr safni AHI.

Útgáfudagur

10.7.2018

Síðast uppfært

18.1.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76089.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. júlí). Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76089

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76089>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað?
Árni Heimir Ingólfsson stundar rannsóknir á sviði tónlistarfræði. Árni Heimir hefur aðallega fengist við að rannsaka íslenska tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld. Viðamikill þáttur í rannsóknum hans eru íslensk nótnahandrit fyrri alda (frá um 1200–1800) og sá vitnisburður sem þau veita um tónlist sem hér var iðkuð, auk þess sem hið alþjóðlega samhengi tónlistarinnar hefur verið honum hugleikið.

Meðal þeirra handrita sem Árni Heimir hefur kannað sérstaklega er Melódía (handrit skrifað um 1660) sem hefur að geyma 226 lög af ýmsum toga og hefur hann rakið fyrirmyndir allmargra þeirra til söngva frá meginlandi Evrópu, meðal annars frá Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Rannsóknir Árna Heimis á íslenskum sönghandritum hafa leitt af sér fjölda greina og fyrirlestra en einnig útgáfu þriggja geisladiska þar sem tónlist úr íslenskum handritum fær að hljóma: Tvísöngur (2004), Melódía (2007) og Hymnodia sacra (2010), og hlutu hinir tveir síðari Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar tónlistar.

Árni Heimir hefur aðallega fengist við að rannsaka íslenska tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld

Árni Heimir hefur einnig ritað nokkrar bækur um tónlist. Þar má fyrsta telja ævisögu Jóns Leifs (Jón Leifs – Líf í tónum, 2009) sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Í henni leitast höfundur við að setja ævistarf Jóns í samhengi íslenskrar tónlistarsögu en einnig hræringa á sviði tónlistar, fagurfræði og stjórnmála erlendis, ekki síst í Þýskalandi á árunum 1920–45. Ensk útgáfa bókarinnar kemur út á næsta ári hjá Indiana University Press undir heitinu Jón Leifs and the Musical Invention of Iceland. Þá skrifaði Árni Heimir bókina Saga tónlistarinnar, sem kom út 2016 og hlaut einnig tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Á næsta ári er væntanleg hjá forlaginu Crymogeu ný bók Árna Heimis sem nefnist Íslensk nótnahandrit, 1100–1800.

Árni Heimir er fæddur í Reykjavík árið 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1993 og BM-prófi í píanóleik og tónlistarsögu frá Oberlin-tónlistarháskólanum í Ohio árið 1997. Árni Heimir hóf framhaldsnám í tónlistarfræði við Harvardháskóla í Cambridge, Massachusetts 1997 og lauk doktorsritgerð sinni 2003. Hann var fastráðinn kennari og síðar dósent við Listaháskóla Íslands (LHÍ) frá 2002–2007 og tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) 2007–2011, en hefur á síðustu árum verið gestaprófessor við LHÍ og listrænn ráðgjafi SÍ. Hann hefur einnig gegnt rannsóknarstöðum erlendis til skemmri tíma, var til dæmis gestafræðimaður við Oxfordháskóla 2008, við Bostonháskóla 2010 og við Villa I Tatti – The Harvard Center for Italian Renaissance Studies 2013.

Úr handritinu Melódía, eða Rask 98 (um 1660), sem varðveitt er á Árnasafni í Kaupmannahöfn. Árni Heimir hefur rannsakað þetta handrit ítarlega og rakið uppruna allmargra laga þess til erlendra söngbóka.

Rannsóknir Árna Heimis hafa meðal annars verið styrktar af Rannsóknasjóði og nú vinnur hann ásamt dr. Svanhildi Óskarsdóttur að verkefninu Hið sveigjanlega helgihald: Hefðir og samhengi Gregorssöngs á Íslandi 1500–1700 sem miðar að því að kanna samspil tónlistar og helgihalds á Íslandi á 16. og 17. öld. Árni Heimir hefur haldið fyrirlestra um íslenska tónlistarsögu á ráðstefnum og málþingum víða um heim, meðal annars í Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Írlandi, Bandaríkjunum og Japan. Þá hafa greinar hans birst í fjölda bóka og fræðirita, til að mynda í Griplu, Sögu, Skírni og New Grove-tónlistarorðabókinni. Nýjasta grein hans, sem fjallar um íslenska sönghandritið Hymnodia sacra, er gefin út í bókinni Mirrors of Virtue: Manuscript and Print in Late Pre-Modern Iceland (Museum Tusculanum Press, 2017).

Myndir:
  • Styrmir Kári.
  • Úr safni AHI.

...