Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Er til einhver saga um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Hljóðfæri, dans og söngur? Hvaða upplýsingar sem er myndi ég vel þiggja.Við rannsóknir fræðimanna á miðöldum koma sífellt í ljós meiri samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir á meginlandinu. Það á ekki síður við um tónlist en aðrar greinar. Á þessum tíma var kirkjan ráðandi afl og því er sá tónlistararfur sem varðveist hefur á skinnbrotum að mestu eða öllu leyti síður úr niðurskornum messusöngsbókum þessa tíma. Eftir siðaskiptin voru þessar síður iðulega notaðar í bókband.

Svonefnt Rysum-orgel er elsta varðveitta pípuorgel sem enn er hægt að leika á. Það var smíðað árið 1457 af Meister Harmannus frá Groningen í Hollandi. Rysum-orgelið er í þorpinu Rysum í Þýskalandi.

Síða úr Hamborgarbréfinu frá 1542. Þar er minnst á orgel sem Hinrik Martens seldi Ögmundi biskupi í Skálholti. Bréfið er geymt í Ríkisskjalasafninu í Hamborg. Neðst í svarinu er mynd af seinni síðu bréfsins og mynd af forsíðu möppunnar sem geymir bréfið.
Leikur sá var kær mönnum, áður en hinn heilagi Jón varð biskup, að kveða skyldi karlmaður til konu í dans blautleg kvæði og regileg og kona til karlmanns mansöngsvísur. Þennan leik lét hann af taka og bannaði styrklega. Mansöngskvæði vildi hann eigi heyra né kveða láta, en fékk hann því eigi af komið með öllu.[3]Tilraunir í þessa átt gengu ekki eftir að fullu enda dansskemmtanir haldnar á Íslandi alla tíð og alþýða manna kom saman frá fyrstu stund og „sló dans“ þegar við átti. Rétt er að benda þeim lesendum sem hafa áhuga á að kynna sér íslenska tónlistarsögu nánar á þau tvö rafrænu rit sem gefin eru upp hér fyrir neðan. Frekara lesefni:
- Íslensk tónlistarsaga | Tónlistarsafn Íslands. (Sótt 29.11.2017).
- Tónlistarsaga Reykjavíkur | Tónlistarsafn Íslands. (Sótt 29.11.2017). Einnig aðgengileg hér: Tónlistarsaga Reykjavíkur. (Sótt 29.11.2017).
- Höfundur svarsins útvegaði myndir af Hamborgarbréfinu. Þær koma frá Ríkissjalasafninu í Hamborg. Hamborgarbréfið hefur ekki birst áður.
- File:Rysumorgan.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 1.12.2017).