Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 570 svör fundust
Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?
Spurningin í heild var sem hér segir:Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins á norðurhveli jarðar skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?Miðja norðurljósanna er ekki alltaf skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en getur verið það. Eins og fram kom í svari Aðalbjarnar Þóról...
Í hverju bjuggu víkingar?
Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...
Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?
Orðasambandið um úlfaldann og nálaraugað á rætur að rekja til Nýja testamentisins. Í samstofna guðsjöllunum Matteusarguðspjalli (19.24), Markúsarguðspjalli (10.25) og Lúkasarguðspjalli (18.25) stendur í biblíuútgáfunni frá 1981:Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn...
Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar?
Fyrst má nefna það sem stendur okkur næst, manninn, en á hverju ári eru veidd hundruð þúsunda tonna af síld. Til að mynda veiddu Íslendingar yfir 300 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. En maðurinn er ekki eini "óvinur" síldarinnar. Fjölmargar tegundir sjávardýra éta síld á öllum aldursstigum hennar. Margar fi...
Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?
Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar. Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt s...
Eru mörgæsir í útrýmingarhættu?
Stofnar núlifandi mörgæsa eru misvel á sig komnir. Sumar tegundir, til dæmis macaronimörgæsin, telja nokkrar milljónir einstaklinga en öðrum tegundum hefur hrakað svo að þær eru komnar á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Í opinberum gagnabanka um dýr í útrýmingarhættu (e. Red Data Book) eru 12 mörgæsategundir...
Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?
Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins...
Hvað er lotukerfið?
Í lotukerfinu (periodic system) er öllum frumeindum eða atómum sem til eru skipað í kerfi sem hægt er að sýna í töflu. Taflan sýnir innbyrðis skyldleika frumeindanna eftir massa þeirra, sætistölu og rafeindaskipan. Lotukerfið sýnir um leið efnafræðilegan skyldleika frumefna (elements), það er efna sem samsett eru ...
Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?
Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...
Hver var Bjarni Sæmundsson og hvert var hans framlag til náttúrufræða á Íslandi?
Bjarni Sæmundsson (1867 - 1940) var brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands. Hann fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík þann 15. apríl 1867 og voru foreldrar hans Sæmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigríður Bjarnadóttir. Snemma kom í ljós að Bjarni var gæddur miklum gáfum og var hann einnig mjög hagur. Það lá ...
Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?
Litróf efniseinda (frumeinda og sameinda) koma ýmist fram í útgeislun frá efnum eða í ljósgleypni þeirra. Fyrrnefndu litrófin nefnast útgeislunarróf (e. emission spectra) en þau síðarnefndu gleypiróf (e. absorption spectra). Sem dæmi eru litróf vetnisfrumeindarinnar sýnd á meðfylgjandi mynd. Mynd 1. Litróf ve...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson rannsakað?
Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður að mennt en gegnir nú störfum þingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hann situr í Utanríkismálanefnd Alþingis, Umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Þingvallanefndar og þingmannanefndar um norðurslóðir. Ari Trausti hefur aðallega hel...
Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?
Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...
Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað eru samsætur?
Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni...