Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.
Auðvelt er að finna meðalhraða plánetanna ef við vitum hversu lengi þær eru að fara kringum sólu og hve löng braut þeirra er.
Hér er mynd af öllum plánetunum í sólkerfinu. Lengst til vinstri er sólin, næst Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó.
Tökum jörðina sem dæmi. Braut hennar er um það bil 940 milljón kílómetrar á lengd og hún fer umhverfis sólina á 365,25 dögum eða 8.766 klukkutímum. Til að finna út meðalhraða jarðarinnar deilum við einfaldlega í lengd sporbaugsins með umferðartímanum:
940.000.000 km / (8.766 klst.) = u.þ.b. 108.000 km/klst.
Á sama hátt er hægt að reikna hraða hinna plánetanna en hér fyrir neðan látum við fylgja lista með meðalhraða þeirra:
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. „Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3873.
Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. (2003, 19. nóvember). Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3873
Arnþór Elíasson og Helgi Kristjánsson. „Hversu hratt fara pláneturnar í sólkerfi okkar á sporbraut sinni um sólu í km/klst?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3873>.