Eins og aðrir skíðishvalir sem finnast í hafinu umhverfis Ísland er sandreyðurin fardýr. Hún kemur hingað snemma á vorin og nýtir sér næringaríkan sjóinn þegar mergð er af átu í honum, en hverfur suður í höf á haustin. Á fæðustöðvunum umhverfis Ísland og öðrum hafsvæðum rétt sunnan við nyðri heimskautsbaug eða rétt norðan við syðri heimskautsbaug, getur hún innbyrgt gríðarlegt magn af fæðu á einum sólahring eða 800-1.000 kg af árfætlum (eða krabbaflóm, Copepoda), ljósátu (Euphausiacea), marflóm (Amphipoda) og ýmsum smáfiski sem heldur sig í efstu lögum sjávar. Algengt er að sjá smáa kálfa sem bornir voru suður í höfum, með mæðrum sínum í „hlaðborðinu“ sem Norður-Atlantshafið hefur upp á að bjóða á vorin og sumrin.
Flokkunareining | Flokkur | Fjöldi tegunda |
Ríki (Regnum) | Dýraríki (Animalia) | taldar í milljónum |
Fylking (Phylum) | Seildýr (Chordata) | taldar í tugum þúsunda |
Undirfylking (Subphylum) | Hryggdýr (Vertebrata) | rúmlega 42.000 |
Flokkur (Classis) | Spendýr (Mammalia) | um það bil 4.625 |
Ættbálkur (Ordo) | Hvalir (Cetacea) | 78 |
Undirættbálkur (Subordo) | Skíðishvalir (Mysticeti) | 10 |
Ætt (Familia) | Reyðarhvalir (Balaenopteridae) | 5 |
Ættkvísl (Genus) | Reyðar (Balaenoptera) | 5 |
Tegund (Species) | Sandreyður (Balaenoptera borealis) | 1 |
- Nowak, R.M. 1991. Walker's mammals of the world. 5. útg. John Hopkins University Press, Baltimore
- Greinar á vefsetri Encyclopædia Britannica um steypireyði ("sei whale") og spendýr ("mammal")
- Cetacea
- Whale watching in the Arctic
- Technical file: Balaenoptera borealis - sei whale af vefsíðunni Espaço Talassa: The Azorean Whale Watching Base