Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður að mennt en gegnir nú störfum þingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hann situr í Utanríkismálanefnd Alþingis, Umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Þingvallanefndar og þingmannanefndar um norðurslóðir.
Ari Trausti hefur aðallega helgað sig upplýsingamiðlun til almennings um náttúruna, margs konar vísindi og tækni, nýsköpun, jarðvísindi og umhverfismál, en þó einkum eldvirkni og jökla Íslands. Eftir vinnu með námi við jarðhitarannsóknir á Orkustofnun, sinnti hann að kennslu í raungreinum við Menntaskólann við Tjörnina/Sund, frá 1975 til 1989. Upp úr 1980 hófst samvinna hans við Ríkisútvarpið, bæði sjónvarp og hljóðvarp. Hann hefur samið og stýrt fjölmörgum þáttum, þáttaröðum og heimildarmyndum. Samhliða hefur hann unnið sem ráðgjafi á sviði jarðvísinda, umhverfismála, málefna norðurslóða og ferðamála, skrifað bækur, stundað leiðsögn, kennslu og fyrirlestrahald, hér á landi og erlendis, verið veðurfréttamaður á Stöð 2 og unnið að gerð sýninga og safna.
Ari Trausti í Grímsvötnum.
Ari Trausti hefur verið ötull fjallamaður heima og heiman og gert sér far um að ferðast til sjaldfarinna staða á heimskautasvæðunum, í Suður-Ameríku, Mið-Asíu og víðar.
Ari Trausti hefur birt greinar í Náttúrufræðingnum og Jökli, auk ótal blaða og tímaritsgreina, en mest af skrifum hans hafa birst í um 40 bókum unnum upp úr heimildum vísindamanna og eftir ferðir um landið. Meðal ritanna eru yfirlitsrit um eldvirkni, til dæmis Íslenskar eldstöðvar, Magma (á ensku) og Eldgos 1913 - 2011 og um jarðfræðifyrirbæri meðfram hringveginum (Á ferð um hringveginn). Ari Trausti hefur skrifað texta við ljósmyndabækur á ýmsum tungum, auk yfirlitsrita um jarðfræði Íslands á ensku og þýsku og til dæmis leiðsögubækur um fjallamennsku og útivist. Nýjust bóka er Veröld í vanda, um umhvefismál.
Ari Trausti hefur aðallega helgað sig upplýsingamiðlun til almennings, meðal annars um eldvirkni og jökla Íslands.
Ari Trausti er höfundur fjögurra skáldsagna, stuttsögusafns og sjö ljóðabóka og hann hefur þýtt nokkrar bækur, meðal annars Vísindabókina. Meðal sýninga og safna sem hann á þátt í eru sýning um Eyjafjallajökulsgosið á Þorvaldseyri, Heklusetrið að Leirubakka, Orkuverið jörð í Reykjanesvirkjun, Jarðvarmasýning í Kröflu, Bresentret í Noregi, Snæfellsstofa að Skriðuklaustri, Kötlusetur í Vík og Iceland revealed í Smithsoninan-stofnuninni. Sú nýjasta er LAVA á Hvolsvelli. Hann hefur einnig haldið nokkrar óopinberar myndlistarsýningar.
Ari Trausti lauk prófi (cand. mag.) í jarðeðlisfræði/jarðfræði frá Háskólanum í Osló eftir nám 1968-1972, prófi í forspjallsvísindum heimspekideildar Háskóla Íslands 1971, stundaði þar framhaldsnám í tektóník, vatnafræði, jöklafræði og jarðhitafræði 1983-1984 og sótti námskeið í fornveðurfræði og jöklajarðfræði hjá Endurmenntunarstofnun 1991.
Myndir:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75811.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75811
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75811>.