Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?

Einar Örn Þorvaldsson



Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn!

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:
Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ára. Er skýið féll saman varð þrýstingurinn í miðju þess stöðugt meiri og að lokum nógu mikill til að atómkjarnar byrjuðu að renna saman; það var upphafið að sólinni okkar. Skýið hafði í upphafi verið á örlitlum snúningi og hann magnaðist þegar skýið féll saman, rétt eins og skautadansari snýst hraðar þegar hann dregur að sér hendurnar; þetta kallast varðveisla hverfiþunga. Þess vegna safnaðist ekki allt efnið saman í miðjunni heldur myndaði dálítill hluti þess flatan disk umhverfis miðjuna. Í þessum efnisdisk, sem var á hægum snúningi um frumsólina, mynduðust reikistjörnur sólkerfisins.
Snúning jarðarinnar má sem sagt rekja til varðveislu þess hverfiþunga sem efnið sem hana myndaði hafði.

Fyrsta lögmál Newtons segir okkur að hlutir á hreyfingu leitist við að halda hreyfingu sinni nema ytri kraftar breyti því ástandi. Jörðin leitast því við að halda hreyfingu sinni, en þó eru kraftar sem hægja á þeirri hreyfingu. Þessir kraftar, svo sem núningur, eru þó veikir þannig að langan tíma tekur að hægja á jörðinni. Lesa má nánar um hverfiþunga jarðarinnar og tunglsins í svari Þorsteins Vilhjálmssonar um sjávarfallakrafta.



Mynd af Jörð: NASA - Webquest

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.6.2002

Spyrjandi

Sveinbjörg Anna

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2492.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 14. júní). Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2492

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2492>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?


Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn!

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:
Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ára. Er skýið féll saman varð þrýstingurinn í miðju þess stöðugt meiri og að lokum nógu mikill til að atómkjarnar byrjuðu að renna saman; það var upphafið að sólinni okkar. Skýið hafði í upphafi verið á örlitlum snúningi og hann magnaðist þegar skýið féll saman, rétt eins og skautadansari snýst hraðar þegar hann dregur að sér hendurnar; þetta kallast varðveisla hverfiþunga. Þess vegna safnaðist ekki allt efnið saman í miðjunni heldur myndaði dálítill hluti þess flatan disk umhverfis miðjuna. Í þessum efnisdisk, sem var á hægum snúningi um frumsólina, mynduðust reikistjörnur sólkerfisins.
Snúning jarðarinnar má sem sagt rekja til varðveislu þess hverfiþunga sem efnið sem hana myndaði hafði.

Fyrsta lögmál Newtons segir okkur að hlutir á hreyfingu leitist við að halda hreyfingu sinni nema ytri kraftar breyti því ástandi. Jörðin leitast því við að halda hreyfingu sinni, en þó eru kraftar sem hægja á þeirri hreyfingu. Þessir kraftar, svo sem núningur, eru þó veikir þannig að langan tíma tekur að hægja á jörðinni. Lesa má nánar um hverfiþunga jarðarinnar og tunglsins í svari Þorsteins Vilhjálmssonar um sjávarfallakrafta.



Mynd af Jörð: NASA - Webquest...