Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 275 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru til svona margar dýrategundir?

Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni. Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hvaða tveimur efnum eru litningar og hvaða hlutverki gegna efnin?

Litningar eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumna og eru einungis sjáanlegir á meðan fruma er að skipta sér. Litningar eru gerðir úr kjarnsýrunni DNA og prótínum. DNA er skammstöfun og stendur fyrir ensku orðin deoxyribo nucleic acid en á íslensku er stundum notuð skammstöfunin DKS sem stendur fyrir deoxýríbó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Auðleyst flúorsambönd sogast fljótt og nær algjörlega frá meltingarvegi og finnast eftir ...

category-iconEfnafræði

Er kvikasilfur hættulegt fyrir heilsuna og hvernig berst það í líkamann?

Kvikasilfur er frumefni og tilheyrir hópi mjúkra málma. Eins og við á um flest önnur frumefni finnst það oftast sem efnasamband. Kvikasilfur er að finna í jarðskorpunni, í jarðvegi, bergi og vatni og jafnvel að einhverju leyti í andrúmsloftinu. Það kemur fyrir sem frumefnið kvikasilfur sem er fljótandi málmur eða ...

category-iconLæknisfræði

Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...

category-iconNæringarfræði

Er nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu og í hvaða fæðutegundum er hann?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu? Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju breytist maðkur í tvo maðka ef maður klípur hann í sundur? Gildir þetta um alla orma?

Ánamaðkar og aðrir ormar verða stundum fyrir slysum eins og að kubbast í sundur. Oft er þetta vegna þess að annar endinn er einfaldlega bitinn af og étinn. Hinn endinn getur þá lokast og myndað nýjan enda í stað þess sem klipptur var af. Þetta gerist með svokallaðri endurmyndun eða endurvexti. Endurmyndun er ábera...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex hárið?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Alma Vignisdóttir (fædd 1990): Hvað eru mörg hár á höfðinu á mér? Anna Jóhannsdóttir: Hvað vex hárið á höfðinu marga cm á mánuði? Rósa G. Bergþórsdóttir: Hvers vegna vaxa hár í handakrikunum á konum? Stefán Önundarson: Hvernig stendur á því að við fáu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?

Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast. Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil...

category-iconSálfræði

Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?

Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins. Kannski mundu m...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?

Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?

Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?

Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...

category-iconLæknisfræði

Hvað er taugaveiki?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir taugaveiki sér og hvert er enska og latneska heitið yfir sjúkdóminn? Ég er eð leita að upplýsingum um taugaveiki. Hvaðan hún kemur og hvernig hún hefur áhrif á líkamann? Taugaveiki eða typhoid fever eins og hún kallast á ensku, smitast með bakteríu sem heiti...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Getur sullur borist í fólk sem neytir lambakjöts ef afurðin hefur verið fryst áður en til neyslu hennar kemur? Í stuttu máli: Drepst sullur (bandormur) við frystingu eða suðu? Bandormar eru sníkjudýr með flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið (bandormurinn) lifir í þörmum ...

Fleiri niðurstöður