Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju breytist maðkur í tvo maðka ef maður klípur hann í sundur? Gildir þetta um alla orma?

Arnþór Garðarsson (1938-2021)

Ánamaðkar og aðrir ormar verða stundum fyrir slysum eins og að kubbast í sundur. Oft er þetta vegna þess að annar endinn er einfaldlega bitinn af og étinn. Hinn endinn getur þá lokast og myndað nýjan enda í stað þess sem klipptur var af. Þetta gerist með svokallaðri endurmyndun eða endurvexti. Endurmyndun er áberandi hjá mörgum mjúkholda og einföldum hryggleysingjum, svo sem svömpum, holdýrum, flatormum, liðormum og sumum skrápdýrum (til dæmis krossfiskum). Endurmyndunin er ýmist hluti af kynlausri fjölgun þessara dýra eða aðferð þeirra til þess að draga úr skaða af völdum rándýra.

Ef ánamaðkur er klipptur í sundur, gerist það fyrst að hringvöðvar undir húðinni á maðkinum herpast saman, og maðkurinn kemur þannig í veg fyrir að líkamsvökvarnir leki út. Ef ormurinn er ungur og fremri hlutinn er úr sæmilega mörgum (kringum 20) liðum, getur hann myndað nýjan afturenda. Það gerist með talsvert mikilli endurskipulagningu. Frumur nærri sárinu missa sérhæfingu sína og skipta sér ört og sérhæfast síðan aftur í þá vefi og líffæri sem mynda þarf. Afturhluti ánamaðka getur ekki myndað nýjan framhluta.

Á sjávarbotni búa margar tegundir burstaorma, sem eru frændur ánamaðksins. Margt er líkt með endurmyndun burstaorma og ánamaðka, en sumar tegundir burstaorma geta þó myndað nýjan framenda, til dæmis ef fiskur bítur upphaflega hausinn af.

Sjá einnig:

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

21.2.2000

Spyrjandi

Þórdís Edda Skúladóttir

Tilvísun

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Af hverju breytist maðkur í tvo maðka ef maður klípur hann í sundur? Gildir þetta um alla orma?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=134.

Arnþór Garðarsson (1938-2021). (2000, 21. febrúar). Af hverju breytist maðkur í tvo maðka ef maður klípur hann í sundur? Gildir þetta um alla orma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=134

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Af hverju breytist maðkur í tvo maðka ef maður klípur hann í sundur? Gildir þetta um alla orma?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=134>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju breytist maðkur í tvo maðka ef maður klípur hann í sundur? Gildir þetta um alla orma?
Ánamaðkar og aðrir ormar verða stundum fyrir slysum eins og að kubbast í sundur. Oft er þetta vegna þess að annar endinn er einfaldlega bitinn af og étinn. Hinn endinn getur þá lokast og myndað nýjan enda í stað þess sem klipptur var af. Þetta gerist með svokallaðri endurmyndun eða endurvexti. Endurmyndun er áberandi hjá mörgum mjúkholda og einföldum hryggleysingjum, svo sem svömpum, holdýrum, flatormum, liðormum og sumum skrápdýrum (til dæmis krossfiskum). Endurmyndunin er ýmist hluti af kynlausri fjölgun þessara dýra eða aðferð þeirra til þess að draga úr skaða af völdum rándýra.

Ef ánamaðkur er klipptur í sundur, gerist það fyrst að hringvöðvar undir húðinni á maðkinum herpast saman, og maðkurinn kemur þannig í veg fyrir að líkamsvökvarnir leki út. Ef ormurinn er ungur og fremri hlutinn er úr sæmilega mörgum (kringum 20) liðum, getur hann myndað nýjan afturenda. Það gerist með talsvert mikilli endurskipulagningu. Frumur nærri sárinu missa sérhæfingu sína og skipta sér ört og sérhæfast síðan aftur í þá vefi og líffæri sem mynda þarf. Afturhluti ánamaðka getur ekki myndað nýjan framhluta.

Á sjávarbotni búa margar tegundir burstaorma, sem eru frændur ánamaðksins. Margt er líkt með endurmyndun burstaorma og ánamaðka, en sumar tegundir burstaorma geta þó myndað nýjan framenda, til dæmis ef fiskur bítur upphaflega hausinn af.

Sjá einnig:...