Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 264 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hverjir voru musterisriddararnir sem talað er um í bókinni Da Vinci lykillinn?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hverjir voru musterisriddararnir og hver var tilgangur þeirra? Eru þeir ennþá til? Hvað er vitað um riddararegluna sem kennd er við musteri Salómons? Árið 1118, tuttugu árum eftir að krossfarar unnu Jerúsalem, komu nokkrir franskir riddarar á fund patríarkans í borginni, en hann...

category-iconHugvísindi

Hvað er kontrapunktur?

Orðið kontrapunktur er dregið úr latínu „punctus contra punctum“ eða nóta á móti nótu. Skylt hugtak er pólýfónía eða fjölröddun. Í stórum dráttum má segja að tónlist sem samin er eftir aðferðum kontrapunkts byggi á láréttri hugsun fremur en lóðréttri, það er að sjálfstæðum laglínum er teflt saman í stað þess að la...

category-iconFornleifafræði

Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag. Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann k...

category-iconMannfræði

Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað?

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt. Kr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?

Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...

category-iconJarðvísindi

Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?

Fjörumór er, eins og nafnið bendir til, mór niðri í fjöru, nefnilega fjarri náttúrlegu umhverfi slíkra myndana. Mór, sem um aldir og allt fram á 20. öld var mikilvægt eldsneyti Íslendinga, myndast þannig: Á hverju hausti falla jurtir og trjálauf og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar, kolvetnasambönd oxast...

category-iconVísindi almennt

Eru skrímsli til?

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...

category-iconLífvísindi: almennt

Er endurheimt votlendis gagnleg og viðurkennd aðferð til að vinna gegn hlýnun jarðar?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hvernig virkar endurheimt votlendis og er það besta leiðin til að berjast gegn loftslagsvánni? Af hverju að breyta ræktuðu landi í mýrlendi aftur? Hvernig getur mýrlendi "mengað" minna en graslendi sem er þurrt? Er endurheimt votlendis inni í Parísarsamkomulaginu? Er hún ...

category-iconStærðfræði

Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?

Upphafleg spurning var þannig: Er hægt og hvernig þá, að spila í nokkurn tíma í venjulegri rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða? Svarið við þessari spurningu er nei og einfaldast er að rökstyðja það og útskýra með því að vísa í sjálft eðli spilavítisins og líkindafræðinnar. Ef þetta væri hægt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað mundi gerast ef Norður-Atlantshafsstraumurinn stöðvaðist eða breytti um stefnu?

Eins og Norður-Atlantshafsstraumurinn er nú á dögum flytur hann hlýjan sjó og varma frá miðlægum breiddargráðum alla leið norður í Barentshaf og Íshaf. Á leiðinni miðlar yfirborðssjórinn varmanum til loftsins. Fyrir vikið er sjórinn í Norður-Atlantshafi tiltölulega hlýr og veðurfar í Vestur Evrópu og á Íslandi mil...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconHugvísindi

Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?

Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl?

Þegar fjallað er um hversu þéttbýl svæði eru er venjan að tala um fólksfjölda á flatarmálseiningu. Í okkar heimshluta er gjarnan miðað við ferkílómetra (km2) en í Norður-Ameríku er yfirleitt talað um fólksfjölda á fermílu. Það fer alveg eftir því við hvað er miðað hvort við teljum Suður-Ameríku vera þéttbýla eð...

category-iconHeimspeki

Hvað er siðferðilega rétt ákvörðun?

Þessi spurning hefur vafist fyrir mannkyninu um aldir. Þótt margir helstu hugsuðir sögunnar hafi glímt við þessa spurningu er erfitt að setja fram skýrt svar við henni. Líklega er hún oftast borin upp þegar fólk vill gagnrýna ákvarðanir annars fólks. En spurningin er engu síður mikilvæg við mat á eigin ákvörðunum....

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?

Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...

Fleiri niðurstöður