Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt. Kristín hefur unnið rannsóknir sínar meðal annars á Íslandi, Belgíu og í Níger í Vestur Afríku, og nýtt sér fjölþættar aðferðir og gögn.

Rannsóknir Kristínar á Íslandi hafa sérstaklega beint sjónum að mikilvægi þess að skoða Ísland í samhengi við sögu kynþáttafordóma og endursköpun þeirra í samtímanum. Þær hafa þannig verið mikilvægar til að kynna sjónarhorn eftirlendufræða og varpa upp gagnrýnum spurningum um „hvítleika“. Rannsóknir Kristínar á íslenska efnahagshruninu leggja áherslu á víðara samhengi hrunsins út frá spurningum sem vöknuðu á Íslandi um að vera þjóð meðal þjóða, auk þess að velta upp gagnrýnum spurningum um merkingu þess að vera Evrópubúi.

Rannsóknir Kristínar á Íslandi hafa sérstaklega beint sjónum að mikilvægi þess að skoða Ísland í samhengi við sögu kynþáttafordóma og endursköpun þeirra í samtímanum.

Skrif Kristínar hafa birst í yfir 110 tímaritsgreinum og bókaköflum og meðal annars í viðurkenndum erlendum tímaritum svo sem Identities, National Identities, Ethnos, Tourist Studies, European Journal of Women Studies og Journal of Ethnic and Migration Studies. Kristín hefur ritstýrt sex bókum, þeirra á meðal Messy Europe: Crisis, Race and Nation-State in a Postcolonial World (Berhahn Press, 2018). Kristín hefur tekið þátt í og stýrt alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og tengslanetum og var meðal annars verkefnisstjóri Icelandic Identity in Crisis og einn af þremur verkefnisstjórum öndvegisverkefnisins Mobility and Transnational Iceland. Kristín fékk árið 2014 viðurkenningu frá Háskóla Íslands fyrir fræðistörf sín.

Kristín hefur miðlað rannsóknum sínum á fjölþættan hátt til íslensks samfélags. Bók hennar Konan sem fékk spjót í höfuðið fjallar á aðgengilegan hátt um rannsóknaraðferð mannfræðinnar, þar sem hún veitir innsýn í líf hirðingja og farandverkafólks í Afríku, og hlaut hún Fjöruverðlaunin árið 2011. Kristín var annar af höfundum sýningarinnar Ísland í heiminum og heimurinn í Íslandi, sem unnin var í samstarfi við aðra fræðimenn við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands 2016-2017. Sýningin varpaði ljósi á það hvernig saga og samtími Íslands hefur einkennst af þverþjóðlegum tengslum. Einnig var dregið fram hvernig Íslendingar hafa um aldir verið hluti af sögu kynþáttafordóma í Evrópu.

Kristín Loftsdóttir er fædd árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborg árið 1989, BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1992 og útskrifaðist með meistarapróf við Arizona-háskóla í Tucson Arizona árið 1994. Hún kláraði doktorspróf við sama háskóla árið 2000 en doktorsrannsókn hennar fól meðal annars í sér tveggja ára rannsóknardvöl í Níger, þar sem hún vann verkefnið með hirðingjum og farandverkamönnum. Doktorsritgerðin hennar ber titilinn „The Bush is Sweet: Identity and Desire among WoDaaBe in Niger.“

Mynd:
  • Úr safni KL.

Útgáfudagur

19.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75299.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75299

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75299>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað?
Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt. Kristín hefur unnið rannsóknir sínar meðal annars á Íslandi, Belgíu og í Níger í Vestur Afríku, og nýtt sér fjölþættar aðferðir og gögn.

Rannsóknir Kristínar á Íslandi hafa sérstaklega beint sjónum að mikilvægi þess að skoða Ísland í samhengi við sögu kynþáttafordóma og endursköpun þeirra í samtímanum. Þær hafa þannig verið mikilvægar til að kynna sjónarhorn eftirlendufræða og varpa upp gagnrýnum spurningum um „hvítleika“. Rannsóknir Kristínar á íslenska efnahagshruninu leggja áherslu á víðara samhengi hrunsins út frá spurningum sem vöknuðu á Íslandi um að vera þjóð meðal þjóða, auk þess að velta upp gagnrýnum spurningum um merkingu þess að vera Evrópubúi.

Rannsóknir Kristínar á Íslandi hafa sérstaklega beint sjónum að mikilvægi þess að skoða Ísland í samhengi við sögu kynþáttafordóma og endursköpun þeirra í samtímanum.

Skrif Kristínar hafa birst í yfir 110 tímaritsgreinum og bókaköflum og meðal annars í viðurkenndum erlendum tímaritum svo sem Identities, National Identities, Ethnos, Tourist Studies, European Journal of Women Studies og Journal of Ethnic and Migration Studies. Kristín hefur ritstýrt sex bókum, þeirra á meðal Messy Europe: Crisis, Race and Nation-State in a Postcolonial World (Berhahn Press, 2018). Kristín hefur tekið þátt í og stýrt alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og tengslanetum og var meðal annars verkefnisstjóri Icelandic Identity in Crisis og einn af þremur verkefnisstjórum öndvegisverkefnisins Mobility and Transnational Iceland. Kristín fékk árið 2014 viðurkenningu frá Háskóla Íslands fyrir fræðistörf sín.

Kristín hefur miðlað rannsóknum sínum á fjölþættan hátt til íslensks samfélags. Bók hennar Konan sem fékk spjót í höfuðið fjallar á aðgengilegan hátt um rannsóknaraðferð mannfræðinnar, þar sem hún veitir innsýn í líf hirðingja og farandverkafólks í Afríku, og hlaut hún Fjöruverðlaunin árið 2011. Kristín var annar af höfundum sýningarinnar Ísland í heiminum og heimurinn í Íslandi, sem unnin var í samstarfi við aðra fræðimenn við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands 2016-2017. Sýningin varpaði ljósi á það hvernig saga og samtími Íslands hefur einkennst af þverþjóðlegum tengslum. Einnig var dregið fram hvernig Íslendingar hafa um aldir verið hluti af sögu kynþáttafordóma í Evrópu.

Kristín Loftsdóttir er fædd árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborg árið 1989, BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1992 og útskrifaðist með meistarapróf við Arizona-háskóla í Tucson Arizona árið 1994. Hún kláraði doktorspróf við sama háskóla árið 2000 en doktorsrannsókn hennar fól meðal annars í sér tveggja ára rannsóknardvöl í Níger, þar sem hún vann verkefnið með hirðingjum og farandverkamönnum. Doktorsritgerðin hennar ber titilinn „The Bush is Sweet: Identity and Desire among WoDaaBe in Niger.“

Mynd:
  • Úr safni KL.

...