Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið?

Guðni Th. Jóhannesson

Saga landhelgismálsins og þorskastríðanna getur talist löng eða stutt, eftir því hvernig á það er litið. Þorskastríðin voru í raun þrjú og áttu sér stað á árunum eftir seinni heimsstyrjöld.

Á hinn bóginn hefur öldum saman verið deilt um landhelgi og fiskveiðiréttindi hér við land. Þegar Ísland komst undir vald Noregskonungs á 13. öld gerði hann tilkall til yfirráða á öllu norðanverðu Atlantshafinu. Undir lok 14. aldar tóku enskir sjómenn að sækja á Íslandsmið og hélst sú ásókn næstu aldir, þrátt fyrir andbárur Danaveldis sem þá hafði náð Noregi undir sitt vald, og þar með Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Á 19. öld óx flotaveldi Breta til mikilla muna og á síðasta áratugi aldarinnar hófu þeir togveiðar á Íslandsmiðum. Íslendingar mótmæltu þeim veiðiskap en fengu lítt við ráðið og árið 1901 gerðu Danmörk og Bretland samning um þriggja mílna landhelgi umhverfis Ísland og Færeyjar.

Straumhvörf urðu svo í seinni heimsstyrjöld. Þá helguðu Bandaríkin sér auðæfi á eigin landgrunni og áskildu sér einnig rétt til að stjórna fiskveiðum yfir landgrunnsbotninum. Þetta frumkvæði Bandaríkjanna varð fyrirmynd Landgrunnslaganna svokölluðu sem sett voru á Íslandi árið 1948. Þau kváðu á um einkarétt Íslands til eigin landgrunns og auðæfa hafsins ofan þess. Á grundvelli þessara laga var fiskveiðilögsaga Íslendinga síðan færð út frá þremur mílum til 200 mílna lögsögunnar sem nú er í gildi.


Varðskipið Þór tók þátt í öllum þorskastríðum Íslendinga og Breta.

Útfærslan fór fram í nokkrum skrefum. Fyrst var farið úr þremur mílum í fjórar úti fyrir Norðurlandi árið 1950 og tveimur árum síðar tók sú útfærsla gildi umhverfis allt landið. Miklu skipti einnig að flóar og firðir töldust nú innan línu. Breytingin var að mestu í samræmi við óljós alþjóðalög þess tíma en Bretar ákváðu engu að síður að mótmæla henni. Með þegjandi samþykki stjórnvalda í London settu togaraeigendur ytra löndunarbann á íslenskan ísfisk og afléttu því ekki fyrr en árið 1956.

Tveimur árum síðar var fiskveiðilögsagan færð út í 12 mílur og brugðust Bretar þá við með því að senda herskip á Íslandsmið til að vernda togara sína gegn löggæsluaðgerðum íslenskra varðskipa. Þetta er í raun fyrsta þorskastríðið en það orð fundu breskir blaðamenn upp við upphaf átakanna. Árið 1961 létu Bretar undan og viðurkenndu 12 mílna línuna.

Sama var upp á teningnum árin 1972-73 og 1975-76. Þá var lögsagan stækkuð í 50 mílur og svo 200 og í bæði skiptin var breski sjóherinn sendur á vettvang, auk dráttarbáta og annarra verndarskipa. Íslendingar höfðu nú tekið í notkun togvíraklippur sem komu að góðum notum en harðir árekstrar urðu milli varðskipa annars vegar og herskipa og dráttarbáta hins vegar, einkum í síðustu átökunum. Aftur urðu Bretar að láta undan og fallast á vilja Íslendinga. Sama gerðu Vestur-Þjóðverjar um síðir en varðskip klipptu einnig á togvíra vestur-þýskra togara á þessum árum.

Nokkrir þættir réðu því að Ísland hafði betur í öllum þorskastríðunum þremur:
  • Í fyrsta lagi gátu íslenskir ráðamenn bent á að ef Bretar beittu sér af öllu afli gegn Íslendingum mætti jafnvel búast við að Ísland segði sig úr Atlantshafsbandalaginu og ræki Bandaríkjaher úr landi. Þetta var sterkt vopn.
  • Í öðru lagi var þróun alþjóðalaga okkur í hag og úti í heimi höfðu margir samúð með litla Íslandi og baráttu þess gegn hinu gamla heimsveldi.
  • Loks var ljóst að togveiðar undir herskipavernd gengu aldrei til lengdar.
Í lokin má benda á að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þótt full yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðum umhverfis landið hafi verið afar brýn voru þorskastríðin ekki óumflýjanleg. Í hvert sinn hefði verið hægt að fallast á þokkalega málamiðlun en íslensk innanlandspólitík réð talsverðu um það að ráðamenn ákváðu frekar að berjast við Breta en semja við þá. Sú afstaða olli því svo að Bretar reiddust við og sendu herskip á vettvang. Það voru meginmistök og þegar Bretar höfðu brugðist þannig við var auðvitað sjálfsagt að verjast með því að beita varðskipum eftir bestu getu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðni Th. Jóhannesson

forseti Íslands og prófessor í sagnfræði

Útgáfudagur

1.11.2004

Spyrjandi

Bjarni Björnsson, 16 ára.

Tilvísun

Guðni Th. Jóhannesson. „Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4588.

Guðni Th. Jóhannesson. (2004, 1. nóvember). Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4588

Guðni Th. Jóhannesson. „Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4588>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið?
Saga landhelgismálsins og þorskastríðanna getur talist löng eða stutt, eftir því hvernig á það er litið. Þorskastríðin voru í raun þrjú og áttu sér stað á árunum eftir seinni heimsstyrjöld.

Á hinn bóginn hefur öldum saman verið deilt um landhelgi og fiskveiðiréttindi hér við land. Þegar Ísland komst undir vald Noregskonungs á 13. öld gerði hann tilkall til yfirráða á öllu norðanverðu Atlantshafinu. Undir lok 14. aldar tóku enskir sjómenn að sækja á Íslandsmið og hélst sú ásókn næstu aldir, þrátt fyrir andbárur Danaveldis sem þá hafði náð Noregi undir sitt vald, og þar með Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Á 19. öld óx flotaveldi Breta til mikilla muna og á síðasta áratugi aldarinnar hófu þeir togveiðar á Íslandsmiðum. Íslendingar mótmæltu þeim veiðiskap en fengu lítt við ráðið og árið 1901 gerðu Danmörk og Bretland samning um þriggja mílna landhelgi umhverfis Ísland og Færeyjar.

Straumhvörf urðu svo í seinni heimsstyrjöld. Þá helguðu Bandaríkin sér auðæfi á eigin landgrunni og áskildu sér einnig rétt til að stjórna fiskveiðum yfir landgrunnsbotninum. Þetta frumkvæði Bandaríkjanna varð fyrirmynd Landgrunnslaganna svokölluðu sem sett voru á Íslandi árið 1948. Þau kváðu á um einkarétt Íslands til eigin landgrunns og auðæfa hafsins ofan þess. Á grundvelli þessara laga var fiskveiðilögsaga Íslendinga síðan færð út frá þremur mílum til 200 mílna lögsögunnar sem nú er í gildi.


Varðskipið Þór tók þátt í öllum þorskastríðum Íslendinga og Breta.

Útfærslan fór fram í nokkrum skrefum. Fyrst var farið úr þremur mílum í fjórar úti fyrir Norðurlandi árið 1950 og tveimur árum síðar tók sú útfærsla gildi umhverfis allt landið. Miklu skipti einnig að flóar og firðir töldust nú innan línu. Breytingin var að mestu í samræmi við óljós alþjóðalög þess tíma en Bretar ákváðu engu að síður að mótmæla henni. Með þegjandi samþykki stjórnvalda í London settu togaraeigendur ytra löndunarbann á íslenskan ísfisk og afléttu því ekki fyrr en árið 1956.

Tveimur árum síðar var fiskveiðilögsagan færð út í 12 mílur og brugðust Bretar þá við með því að senda herskip á Íslandsmið til að vernda togara sína gegn löggæsluaðgerðum íslenskra varðskipa. Þetta er í raun fyrsta þorskastríðið en það orð fundu breskir blaðamenn upp við upphaf átakanna. Árið 1961 létu Bretar undan og viðurkenndu 12 mílna línuna.

Sama var upp á teningnum árin 1972-73 og 1975-76. Þá var lögsagan stækkuð í 50 mílur og svo 200 og í bæði skiptin var breski sjóherinn sendur á vettvang, auk dráttarbáta og annarra verndarskipa. Íslendingar höfðu nú tekið í notkun togvíraklippur sem komu að góðum notum en harðir árekstrar urðu milli varðskipa annars vegar og herskipa og dráttarbáta hins vegar, einkum í síðustu átökunum. Aftur urðu Bretar að láta undan og fallast á vilja Íslendinga. Sama gerðu Vestur-Þjóðverjar um síðir en varðskip klipptu einnig á togvíra vestur-þýskra togara á þessum árum.

Nokkrir þættir réðu því að Ísland hafði betur í öllum þorskastríðunum þremur:
  • Í fyrsta lagi gátu íslenskir ráðamenn bent á að ef Bretar beittu sér af öllu afli gegn Íslendingum mætti jafnvel búast við að Ísland segði sig úr Atlantshafsbandalaginu og ræki Bandaríkjaher úr landi. Þetta var sterkt vopn.
  • Í öðru lagi var þróun alþjóðalaga okkur í hag og úti í heimi höfðu margir samúð með litla Íslandi og baráttu þess gegn hinu gamla heimsveldi.
  • Loks var ljóst að togveiðar undir herskipavernd gengu aldrei til lengdar.
Í lokin má benda á að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þótt full yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðum umhverfis landið hafi verið afar brýn voru þorskastríðin ekki óumflýjanleg. Í hvert sinn hefði verið hægt að fallast á þokkalega málamiðlun en íslensk innanlandspólitík réð talsverðu um það að ráðamenn ákváðu frekar að berjast við Breta en semja við þá. Sú afstaða olli því svo að Bretar reiddust við og sendu herskip á vettvang. Það voru meginmistök og þegar Bretar höfðu brugðist þannig við var auðvitað sjálfsagt að verjast með því að beita varðskipum eftir bestu getu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: ...