Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lög gilda á úthafinu?

Árni Helgason

Almennt er litið svo á að úthafið, svipað og geimurinn, sé svokölluð almenningseign. Á latínu er þetta nefnt res communes, en það merkir það sem öllum er sameiginlegt. Þetta á við um svæði eða rými sem eru utan yfirráðasvæða einstakra ríkja og eru öllum frjáls til umferðar og nota. Ekkert ríki á betri eða meiri rétt en annað ríki á slíku svæði, andstætt því sem gildir til að mynda um landhelgina þar sem viðkomandi þjóð hefur fullveldisrétt. Öllum ríkjum heims er heimilt að stunda veiðar á úthafinu en skylt er þó að nota það í friðsamlegum tilgangi.

Um úthafið gilda þó ákveðnar reglur, sem koma fram í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Con­vention on the Law of the Sea) sem Ísland undirritaði í desember árið 1982. Samningurinn var full­giltur af okkar hálfu 21. júní 1985 og öðlaðist svo gildi 16. nóv­em­ber 1994.


Almennt er litið svo á að úthafið sé svokölluð almenningseign.

Í 7. hluta samningsins er fjallað um úthafið, sem er skilgreint sem allir hlutar hafsins „sem teljast ekki til sérefnahagslög­sögu, landhelgi né innsævis ríkis ellegar eyjaklasahafs eyjaklasaríkis“.

Hnykkt er á því að úthafið sé opið öllum ríkjum hvort sem þau eru strandríki eða landlukt ríki, að úthafið skuli eingöngu notað í friðsamlegum tilgangi og að ekkert ríki geti með réttu krafist þess að hluti úthafsins verði felldur undir fullveldisrétt sinn.

Kveðið er á um reglur um þjóðerni skipa og fána þeirra, skyldu til að veita aðstoð þeim sem eru í neyð. Þá er sett bann við þrælaflutningi auk þess sem ýmsar reglur eru um sjórán og skyldu ríkja til að starfa saman að svo miklu leyti sem unnt er við að bæla niður sjórán og margt fleira.

Veiðar á úthafinu eru heimilar, samkvæmt sáttmálanum, en í samræmi við samningsbundnar skyldur ríkjanna. Ekki er kveðið á um það í sáttmálanum hvernig heildarafli er ákvarðaður eða honum úthlutað, heldur er gert ráð fyrir að ríki leysi málin sín á milli.

Samkvæmt 119. gr. samningsins skulu ríkin við ákvörðun leyfilegs heildarafla og við aðrar verndunarráðstafanir:
gera ráðstafanir sem miða að því, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem hlutaðeigandi ríkjum eru tiltækar, að stofnum nýttra tegunda sé haldið í eða komið aftur upp í stærð sem getur gefið af sér hámarkslangtímaafla, með þeim takmörkunum sem felast í viðkomandi umhverfis- og efnahagsaðstæðum, m.a. sérþörfum þróunar­ríkja, og skal hafa hliðsjón af veiðiháttum, innbyrðis tengslum stofna og almennt viður­kenndum alþjóðlegum lágmarksreglum hvort sem þær ná til undirsvæðis, svæðis eða heimsins;
Og ennfremur segir í sömu grein að ríkin skuli:
taka tillit til áhrifa þeirra á tegundir sem eru tengdar eða háðar nýttum tegundum svo að stofnum þessara tengdu eða háðu tegunda sé haldið ofan við eða komið aftur upp fyrir mörk þar sem viðkomu þeirra kann að verða alvarlega ógnað.

Heimildir:
  • Réttur strandríkja til landgrunns samkvæmt þjóðarétti. Dagný Rut Haraldsdóttir. Háskólinn á Akureyri. Félagsvísinda- og lagadeild. Lögfræði. 2007.

Mynd:

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

5.5.2009

Spyrjandi

Gunnar Torfi Benediktsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvaða lög gilda á úthafinu?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31311.

Árni Helgason. (2009, 5. maí). Hvaða lög gilda á úthafinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31311

Árni Helgason. „Hvaða lög gilda á úthafinu?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31311>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lög gilda á úthafinu?
Almennt er litið svo á að úthafið, svipað og geimurinn, sé svokölluð almenningseign. Á latínu er þetta nefnt res communes, en það merkir það sem öllum er sameiginlegt. Þetta á við um svæði eða rými sem eru utan yfirráðasvæða einstakra ríkja og eru öllum frjáls til umferðar og nota. Ekkert ríki á betri eða meiri rétt en annað ríki á slíku svæði, andstætt því sem gildir til að mynda um landhelgina þar sem viðkomandi þjóð hefur fullveldisrétt. Öllum ríkjum heims er heimilt að stunda veiðar á úthafinu en skylt er þó að nota það í friðsamlegum tilgangi.

Um úthafið gilda þó ákveðnar reglur, sem koma fram í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Con­vention on the Law of the Sea) sem Ísland undirritaði í desember árið 1982. Samningurinn var full­giltur af okkar hálfu 21. júní 1985 og öðlaðist svo gildi 16. nóv­em­ber 1994.


Almennt er litið svo á að úthafið sé svokölluð almenningseign.

Í 7. hluta samningsins er fjallað um úthafið, sem er skilgreint sem allir hlutar hafsins „sem teljast ekki til sérefnahagslög­sögu, landhelgi né innsævis ríkis ellegar eyjaklasahafs eyjaklasaríkis“.

Hnykkt er á því að úthafið sé opið öllum ríkjum hvort sem þau eru strandríki eða landlukt ríki, að úthafið skuli eingöngu notað í friðsamlegum tilgangi og að ekkert ríki geti með réttu krafist þess að hluti úthafsins verði felldur undir fullveldisrétt sinn.

Kveðið er á um reglur um þjóðerni skipa og fána þeirra, skyldu til að veita aðstoð þeim sem eru í neyð. Þá er sett bann við þrælaflutningi auk þess sem ýmsar reglur eru um sjórán og skyldu ríkja til að starfa saman að svo miklu leyti sem unnt er við að bæla niður sjórán og margt fleira.

Veiðar á úthafinu eru heimilar, samkvæmt sáttmálanum, en í samræmi við samningsbundnar skyldur ríkjanna. Ekki er kveðið á um það í sáttmálanum hvernig heildarafli er ákvarðaður eða honum úthlutað, heldur er gert ráð fyrir að ríki leysi málin sín á milli.

Samkvæmt 119. gr. samningsins skulu ríkin við ákvörðun leyfilegs heildarafla og við aðrar verndunarráðstafanir:
gera ráðstafanir sem miða að því, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem hlutaðeigandi ríkjum eru tiltækar, að stofnum nýttra tegunda sé haldið í eða komið aftur upp í stærð sem getur gefið af sér hámarkslangtímaafla, með þeim takmörkunum sem felast í viðkomandi umhverfis- og efnahagsaðstæðum, m.a. sérþörfum þróunar­ríkja, og skal hafa hliðsjón af veiðiháttum, innbyrðis tengslum stofna og almennt viður­kenndum alþjóðlegum lágmarksreglum hvort sem þær ná til undirsvæðis, svæðis eða heimsins;
Og ennfremur segir í sömu grein að ríkin skuli:
taka tillit til áhrifa þeirra á tegundir sem eru tengdar eða háðar nýttum tegundum svo að stofnum þessara tengdu eða háðu tegunda sé haldið ofan við eða komið aftur upp fyrir mörk þar sem viðkomu þeirra kann að verða alvarlega ógnað.

Heimildir:
  • Réttur strandríkja til landgrunns samkvæmt þjóðarétti. Dagný Rut Haraldsdóttir. Háskólinn á Akureyri. Félagsvísinda- og lagadeild. Lögfræði. 2007.

Mynd:...