Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2513 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...

category-iconEvrópuvefur

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar flugur eru bananaflugur og gætu þær lifað í náttúru Íslands?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mér leikur forvitni á að vita hvaðan koma hinar svokölluðu "bananaflugur". Eru egg þessara flugu í hýðinu sem klekjast svo út þegar búið er að afhýða banana? Hvað getið þið sagt mér um þessa er virðist saklausu en hvimleiðu flugu, þ.e.a.s. heiti og fl.? Hin svokallaða bananaflu...

category-iconVísindi almennt

Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Kæri viðtakandi. Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og getið er um í bók Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af sólskini. Fyrir fram þökk. Talan 78.470 kemur víða fyrir yfir íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember 1901, til að mynda í þessari skýrslu um hagtölur landb...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?

Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...

category-iconLögfræði

Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?

Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:Óheimilt er að flytja til landsins hvers k...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er bergrisi, sem táknar eitthvað vont í norrænni goðafræði, verndari Íslands?

Með verndara Íslands er í spurningunni sennilega átt við bergrisa þann sem í Heimskringlu segir að óð út á sjóinn fyrir sunnan land til móts við sendimann Haralds konungs Gormssonar, en sá fór í hvalslíki. Risinn var reyndar einn af fjórum helstu landvættum í sögunni, en hinar voru griðungur, gammur og dreki. Auk ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?

Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?

Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...

category-iconHugvísindi

Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?

Um ævi og gjörðir Leifs Eiríkssonar höfum við fáar heimildir og allar eru þær ungar, miðað við að hann á að hafa verið uppi um árið 1000. Meginheimildirnar um hann eru Eiríks saga, en elsta handrit hennar (Hauksbók) er ritað skömmu eftir 1300, og Grænlendinga saga, sem ekki finnst í eldra handriti en frá því um 13...

category-iconLandafræði

Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?

Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum la...

category-iconStærðfræði

Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?

Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni?

Það er ekki gott að segja til um hvað gerist ef fuglaflensa berst til Íslands. Það fer væntanlega eftir því hvort um verður að ræða veiruna eins og hún er í dag eða hugsanlega stökkbreytt afbrigði. Og ef hún stökkbreytist þá fara áhrifin af því hverjir eiginleikar veirunnar verða. Algengasta smitleið fuglaflen...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni? Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á s...

Fleiri niðurstöður