Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er ekki gott að segja til um hvað gerist ef fuglaflensa berst til Íslands. Það fer væntanlega eftir því hvort um verður að ræða veiruna eins og hún er í dag eða hugsanlega stökkbreytt afbrigði. Og ef hún stökkbreytist þá fara áhrifin af því hverjir eiginleikar veirunnar verða.
Algengasta smitleið fuglaflensu í menn er talin vera bein snerting við sjúka fugla eða frá hlutum menguðum með fuglaskít. Þau fáu tilfelli þar sem sýking hefur borist í menn hafa yfirleitt átt sér stað meðal þeirra sem halda lítil hænsnabú nærri heimilum sínum í sveitum Asíu. Afar ólíklegt er talið að almennir borgarar verði fyrir smiti. Smiti frá villtum fuglum yfir í menn hefur ekki verið lýst og líkur á því eru hverfandi. Eins er ekkert sem bendir til þess að fuglaflensa smitist manna á milli né heldur frá gæludýrum yfir í menn.
Á meðan fuglaflensan smitast ekki á milli manna stendur okkur ekki nein sérstök hætta af henni sé varúðar gætt í umgengni við fugla. Ef veiran breytist, aðlagast mönnum og fer að smitast þeirra á milli gæti það hins vegar mögulega leitt til heimsfaraldurs sem mun þá væntanlega ná til Íslands líka. Það er hins vegar ekki vitað hvort það gerist eða hvenær, né heldur hvaða eiginleika veiran muni hafa eftir að hún hefur breyst. Það er því ekki hægt að segja til um hver áhrifin verða.
Ekki er til bóluefni gegn fuglaflensu ætlað mönnum enn sem komið er en unnið er að þróun þess. Hins vegar er hægt að bregðast við fuglainflúensu í mönnum þar sem veirulyfin zanamivir (Relenza®) og oseltamivir (Tamiflu®) eru virk gegn henni en þau þarf að gefa snemma eftir að einkenna verður vart.
Þessar upplýsingar og frekari fróðleik um fuglaflensu er hægt að nálgast á heimasíðu Landlæknisembættisins.
Hægt er að lesa meira um fluglaflensu á Vísindavefnum í svörnum:
EDS. „Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5759.
EDS. (2006, 30. mars). Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5759
EDS. „Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5759>.