Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Vilborg Ása Guðjónsdóttir

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjórnarskrárbreytingar sem þyrfti ef til vill að gera í tengslum við fullgildingu aðildarsamnings.

***

Í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur verið rætt um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í tvenns konar samhengi. Annars vegar var á sínum tíma rætt um að vísa því í þjóðaratkvæði hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ef niðurstaðan yrði jákvæð átti að gera aðildarsamning og vísa síðan fullgildingu hans í þjóðaratkvæði, og þannig yrði þjóðaratkvæðagreiðslan tvöföld. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru einna helst fylgjandi þessari tilhögun sem var til umræðu frá miðju ári 2008 þar til 16. júlí 2009 þegar Alþingi hafnaði þingsályktunartillögu um tvöfalt þjóðaratkvæði og samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Hins vegar hefur verið rætt um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í tengslum við þær stjórnarskrárbreytingar sem þyrfti ef til vill að gera til þess heimila það framsal á ríkisvaldi til alþjóðastofnunar sem aðild að ESB felur í sér. Aðildarsamningi Íslands yrði þannig fyrst vísað í leiðbeinandi þjóðaratkvæði. Þó að stjórnmálaflokkar hafi bundið sig pólitískt til að hlíta vilja þjóðarinnar um þetta, að meira eða minna leyti, er rætt um að vísa aðildarsamningi aftur í þjóðaratkvæði eftir að gerðar hefðu verið nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar, sem fælu í sér heimild til valdframsals og til að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig yrði fyrri atkvæðagreiðslan leiðbeinandi en hin síðari bindandi. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að ESB, sem lagt er til grundvallar í aðildarviðræðum stjórnvalda við sambandið, er þessi möguleiki ræddur sérstaklega (bls. 33 í prentaðri útgáfu).

Sú ríkisstjórn sem nú situr áætlar að vísa einungis fullgildingu aðildarsamningsins í þjóðaratkvæði. Ef útkoman verður jákvæð er gert ráð fyrir að fara í nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar en til að þær gangi í gegn þarf til samþykki sitjandi Alþingis, þingrof og kosningar, og þá samþykkt nýs Alþingis. Hið nýja þing mundi þannig veita ríkisstjórninni heimild til að fullgilda aðildarsamninginn við ESB.

Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að stjórnlagaráð starfar nú að endurritun stjórnarskrárinnar. Vinna við kaflann um utanríkismál stendur enn yfir en í drögum segir að heimilt verði að gera alþjóðasamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahags-samvinnu (skv. heimasíðu Stjórnlagaráðs þann 16. júní 2011).

Ef svo færi að niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB yrði jákvæð er þannig ekki fulljóst á þessari stundu hvort þörf yrði á sérstökum stjórnarskrárbreytingum í framhaldinu; það færi eftir því hvernig stjórnarskrá okkar liti út þegar þar að kemur.

Heimildir og mynd:

Höfundur

alþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef

Útgáfudagur

21.6.2011

Spyrjandi

Davíð Michelsen

Tilvísun

Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53167.

Vilborg Ása Guðjónsdóttir. (2011, 21. júní). Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53167

Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53167>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?
Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjórnarskrárbreytingar sem þyrfti ef til vill að gera í tengslum við fullgildingu aðildarsamnings.

***

Í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur verið rætt um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í tvenns konar samhengi. Annars vegar var á sínum tíma rætt um að vísa því í þjóðaratkvæði hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ef niðurstaðan yrði jákvæð átti að gera aðildarsamning og vísa síðan fullgildingu hans í þjóðaratkvæði, og þannig yrði þjóðaratkvæðagreiðslan tvöföld. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru einna helst fylgjandi þessari tilhögun sem var til umræðu frá miðju ári 2008 þar til 16. júlí 2009 þegar Alþingi hafnaði þingsályktunartillögu um tvöfalt þjóðaratkvæði og samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Hins vegar hefur verið rætt um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í tengslum við þær stjórnarskrárbreytingar sem þyrfti ef til vill að gera til þess heimila það framsal á ríkisvaldi til alþjóðastofnunar sem aðild að ESB felur í sér. Aðildarsamningi Íslands yrði þannig fyrst vísað í leiðbeinandi þjóðaratkvæði. Þó að stjórnmálaflokkar hafi bundið sig pólitískt til að hlíta vilja þjóðarinnar um þetta, að meira eða minna leyti, er rætt um að vísa aðildarsamningi aftur í þjóðaratkvæði eftir að gerðar hefðu verið nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar, sem fælu í sér heimild til valdframsals og til að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig yrði fyrri atkvæðagreiðslan leiðbeinandi en hin síðari bindandi. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að ESB, sem lagt er til grundvallar í aðildarviðræðum stjórnvalda við sambandið, er þessi möguleiki ræddur sérstaklega (bls. 33 í prentaðri útgáfu).

Sú ríkisstjórn sem nú situr áætlar að vísa einungis fullgildingu aðildarsamningsins í þjóðaratkvæði. Ef útkoman verður jákvæð er gert ráð fyrir að fara í nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar en til að þær gangi í gegn þarf til samþykki sitjandi Alþingis, þingrof og kosningar, og þá samþykkt nýs Alþingis. Hið nýja þing mundi þannig veita ríkisstjórninni heimild til að fullgilda aðildarsamninginn við ESB.

Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að stjórnlagaráð starfar nú að endurritun stjórnarskrárinnar. Vinna við kaflann um utanríkismál stendur enn yfir en í drögum segir að heimilt verði að gera alþjóðasamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahags-samvinnu (skv. heimasíðu Stjórnlagaráðs þann 16. júní 2011).

Ef svo færi að niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB yrði jákvæð er þannig ekki fulljóst á þessari stundu hvort þörf yrði á sérstökum stjórnarskrárbreytingum í framhaldinu; það færi eftir því hvernig stjórnarskrá okkar liti út þegar þar að kemur.

Heimildir og mynd:...