Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 179 svör fundust
Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?
Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin. Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost...
Hvernig læknar artemisínin malaríu og hvenær var lyfið fundið upp?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin? Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla m...
Hvað er bakflæði?
Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...
Hvað er andremma og af hverju stafar hún?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður maður andfúll? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu? Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður? Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjö...
Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband: Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og s...
Hvað getið þið sagt mér um höfrunga?
Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti). Hinar fjórar eru vatnahöfrungar (Platanistidae), nefjungar (Ziphiidae), hvíthveli (Monodontidae) og búrhveli (Physeteridae). Höfrungar eru fjölskipaðasta ættin, í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Flestir höfrungar er...
Hvert er bræðslumark og suðumark allra frumefnanna?
Frumefnin eru 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Frumefni númer 114 og 116 hlutu nöfnin flerovín (e. flerovinium) og livermorín (e. livermorium) árið 2012 og eru þau fru...
Af hverju eru til rándýr?
Það er í raun nánast óhugsandi annað en að rándýr komi fram á sjónarsviðið í heimi þar sem jurtaætur eru til. Þetta má útskýra með dæmi. Ímyndum okkur einfaldan heim þar sem aðstæður eru þannig að allar tegundir spendýra eru jurtaætur og drepa ekki önnur dýr. Helstu dánarorsakir eru þá sjúkdómar og elli þar til...
Er hunangsfluga og býfluga það sama?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um býflugur og hunangsflugur. Þær eru meðal annars:Hvað éta býflugur?Hvað geta býflugur lifað lengi?Leggjast býflugur í dvala? Ef svo er, hversu lengi? Af hverju suða býflugur?Hvernig gera býflugur bú sín? Hvar gera hunangsflugur oftast búin? Hvernig fjölga býflugnadro...
Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?
Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...
Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?
Áður en þessu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. Fornleifar finnast á öllu þessu svæði og skipta hundruðum. Þær eru mjög fjölbreytilegar og margar afar merkilegar, þær elstu frá því um landnám. Flestar m...
Hver var Finnur Jónsson og hvert var framlag hans til norrænna fræða?
Finnur Jónsson prófessor var einn afkastamesti og virtasti fræðimaður á sviði norrænna fræða í upphafi 20. aldar, ekki síst sem útgefandi norrænna miðaldatexta en einnig ritaði hann merk yfirlitsrit um norrænar bókmenntir fyrri alda. Finnur Jónsson (1858-1934).Finnur Jónsson var fæddur á Akureyri 29. maí 1858. ...
Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?
Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming...
Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...
Hvaða frumefni inniheldur demantur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða frumefni inniheldur demantur og af hverju er hann svona harðgerður og verðmætur? Demantur er hreint kolefni en kolefni er frumefni sem hefur efnatáknið C og er númer 6 í lotukerfinu. Kolefni telst til málmleysingja og getur bundist saman á nokkra mismunandi vegu og my...