Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?

GrH

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin.

Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost landsmanna og niðurstöðurnar síðan birtar í Landshagsskýrslum 1912. Næstu áratugina var skráningu húsakosts haldið áfram með þeim manntölum sem á eftir komu og með tímanum urðu skýrslurnar æ ítarlegri.

Árið 1910 voru torfbæir á Íslandi 5354 (eða 52,4% íbúðarhúsnæðis), timburhús voru 4488 (43,9%) og steinsteypu- eða steinhús voru 371 talsins (3,6%). Árið 1920 hafði torfbæjunum fækkaði niður í 5007 (eða 44,5%) á móti 5196 timburhúsum (46,1%) og steinsteypu- eða steinhús voru orðin 1061 (9,4%). Það er því nokkuð ljóst að árið 1918 var að minnsta kosti 45% íbúðarhúsnæðis gert úr torfi að öllu eða mestu leyti.

Torfbær með bárujárnsþaki í Húsafelli.

Fjöldi torfbæja árið 1920 skiptist þannig eftir búsetu: 54 bæir (2% húsa) í kaupstöðum, 250 bæir í kauptúnum[1] (15% húsa) og 4703 í sveitum (68,5% húsa).

Torfbæjunum fækkaði svo jafnt og þétt, og árið 1960 voru ekki nema 249 íbúðarhæfir torfbæir eftir á landinu öllu, eða 1% íbúðarhúsa. Í svari Gunnars Karlssonar um torfbæi kemur fram að Litla-Brekka í Grímsstaðaholtinu hafi verið síðasti torfbærinn í Reykjavík. Bærinn var rifinn árið 1980 og var búið í honum fram á það ár.

Ýmsar ástæður voru fyrir fækkun torfbæja. Á 19. öld voru hús úr steypu eða steyptum steinum farin að ryðja sér rúms og kunnátta í byggingu timburhúsa hafði aukist. Flestum þótti augljóst að torfbæir ættu sér ekki langan aldur framundan. Það varð til þess að menn hættu að leggja alúð við gerð þeirra og tæknin við að reisa og viðhalda torfhúsum glataðist milli kynslóða. Helst voru það gamlir menn sem kunnu að hlaða vandaða veggi þrátt fyrir að reynt væri að stemma stigu við glötun verkkunnáttunnar með útgáfu góðra leiðbeininga.

Torfhleðslur gátu verið margskonar. Þessi veggur er líklegast klömbruhlaðinn.

Jarðskjálftarnir 1896 flýttu svo mjög fyrir brotthvarfi torfbæja á Suðurlandi því torfbæirnir reyndust mjög ótryggir í jarðskjálftum. Torfhleðsla hefur litla samloðun og þolir illa jarðskjálfta, torfbæir skemmdust því oft mikið eða hreinlega féllu saman í jarðskjálftum.

Ýmislegt um torfbæi:

Heimildir:
  • Guðmundur Hannesson: „Húsagerð á Íslandi.“ Iðnsaga Íslands I. Ritstjóri Guðm. Finnbogason. Reykjavík, Iðnaðarmannafélagið, 1943, 219-220.
  • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland . Ritstjórar Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magnússon. Reykjavík, Hagstofa Íslands, 1997, 369-375.

Myndir:

Tilvísun:
  1. ^ Kauptún er með 300 íbúa og þar yfir.

Höfundur

Útgáfudagur

14.6.2018

Spyrjandi

Þórhallur Jóhannsson

Tilvísun

GrH. „Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75836.

GrH. (2018, 14. júní). Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75836

GrH. „Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75836>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?
Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin.

Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost landsmanna og niðurstöðurnar síðan birtar í Landshagsskýrslum 1912. Næstu áratugina var skráningu húsakosts haldið áfram með þeim manntölum sem á eftir komu og með tímanum urðu skýrslurnar æ ítarlegri.

Árið 1910 voru torfbæir á Íslandi 5354 (eða 52,4% íbúðarhúsnæðis), timburhús voru 4488 (43,9%) og steinsteypu- eða steinhús voru 371 talsins (3,6%). Árið 1920 hafði torfbæjunum fækkaði niður í 5007 (eða 44,5%) á móti 5196 timburhúsum (46,1%) og steinsteypu- eða steinhús voru orðin 1061 (9,4%). Það er því nokkuð ljóst að árið 1918 var að minnsta kosti 45% íbúðarhúsnæðis gert úr torfi að öllu eða mestu leyti.

Torfbær með bárujárnsþaki í Húsafelli.

Fjöldi torfbæja árið 1920 skiptist þannig eftir búsetu: 54 bæir (2% húsa) í kaupstöðum, 250 bæir í kauptúnum[1] (15% húsa) og 4703 í sveitum (68,5% húsa).

Torfbæjunum fækkaði svo jafnt og þétt, og árið 1960 voru ekki nema 249 íbúðarhæfir torfbæir eftir á landinu öllu, eða 1% íbúðarhúsa. Í svari Gunnars Karlssonar um torfbæi kemur fram að Litla-Brekka í Grímsstaðaholtinu hafi verið síðasti torfbærinn í Reykjavík. Bærinn var rifinn árið 1980 og var búið í honum fram á það ár.

Ýmsar ástæður voru fyrir fækkun torfbæja. Á 19. öld voru hús úr steypu eða steyptum steinum farin að ryðja sér rúms og kunnátta í byggingu timburhúsa hafði aukist. Flestum þótti augljóst að torfbæir ættu sér ekki langan aldur framundan. Það varð til þess að menn hættu að leggja alúð við gerð þeirra og tæknin við að reisa og viðhalda torfhúsum glataðist milli kynslóða. Helst voru það gamlir menn sem kunnu að hlaða vandaða veggi þrátt fyrir að reynt væri að stemma stigu við glötun verkkunnáttunnar með útgáfu góðra leiðbeininga.

Torfhleðslur gátu verið margskonar. Þessi veggur er líklegast klömbruhlaðinn.

Jarðskjálftarnir 1896 flýttu svo mjög fyrir brotthvarfi torfbæja á Suðurlandi því torfbæirnir reyndust mjög ótryggir í jarðskjálftum. Torfhleðsla hefur litla samloðun og þolir illa jarðskjálfta, torfbæir skemmdust því oft mikið eða hreinlega féllu saman í jarðskjálftum.

Ýmislegt um torfbæi:

Heimildir:
  • Guðmundur Hannesson: „Húsagerð á Íslandi.“ Iðnsaga Íslands I. Ritstjóri Guðm. Finnbogason. Reykjavík, Iðnaðarmannafélagið, 1943, 219-220.
  • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland . Ritstjórar Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magnússon. Reykjavík, Hagstofa Íslands, 1997, 369-375.

Myndir:

Tilvísun:
  1. ^ Kauptún er með 300 íbúa og þar yfir.

...