Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin?Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla malaríu, önnur en artemisínin. Artemisínin var fyrst uppgötvað í nóvember 1972, en það var teymi vísindamanna við Akademíu hefðbundinna kínverskra lækninga (e. Academy of Traditional Chinese Medicine) sem fann efnið í plöntunni Artemisia annua undir forystu Youyou Tu, en hún fékk Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar árið 2015.[1] Forn lækningarit í Kína gátu um lækningamátt Quinghasou, seyðis af plöntunni, og komu vísindamönnunum á sporið. Næstu skref fólust í að ákvarða nákvæma byggingu artemisiníns, ásamt því að rannsaka hvernig mætti hreinsa efnið og framleiða í miklu magni. Fyrstu klínísku rannsóknirnar í mönnum hófust síðla árs 1973 og héldu áfram næstu 5 ár. Artemisinín var samþykkt sem nýtt lyf árið 1986. Enn virkari afleiða, dihydroartemisinín fannst árið 1973 og var samþykkt sem lyf árið 1992. Enn öflugri afleiður, artemether og artesúnat voru síðar þróaðar frá þessu efnasambandi.[2]

Kínverska vísindakonan Youyou Tu hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- eða læknisfræði árið 2015 fyrir rannsóknir sem leiddu til nýrra lyfja við malaríu.
- ^ Magnús Gottfreðsson. Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun nýrra sýklalyfja. Læknablaðið 2015; 101:509.
- ^ Tu Youyou. Artemisinin – a gift from traditional Chinese medicine to the World. Nobel lecture, December 7, 2015. Sjá: Youyou Tu - Nobel Lecture: Artemisinin - A Gift from Traditional Chinese Medicine to the World - tu-lecture.pdf og tu-lecture-slides.pdf.
- ^ Eckstein-Ludwig U, Webb RJ, Van Goethem ID, East JM, Lee AG, Kimura M, O'Neill PM, Bray PG, Ward SA, Krishna S. Artemisinins target the SERCA of Plasmodium falciparum. Nature. 2003;424(6951):957.
- ^ Dondorp A, Nosten F, Stepniewska K, Day N, White N, South East Asian Quinine Artesunate Malaria Trial (SEAQUAMAT) group. Artesunate versus quinine for treatment of severe falciparum malaria: a randomised trial. Lancet. 2005;366(9487):717.
- ^ Dondorp AM, Fanello CI, Hendriksen IC, Gomes E, Seni A, Chhaganlal KD, Bojang K, Olaosebikan R, Anunobi N, Maitland K, Kivaya E, Agbenyega T, Nguah SB, Evans J, Gesase S, Kahabuka C, Mtove G, Nadjm B, Deen J, Mwanga-Amumpaire J, Nansumba M, Karema C, Umulisa N, Uwimana A, Mokuolu OA, Adedoyin OT, Johnson WB, Tshefu AK, Onyamboko MA, Sakulthaew T, Ngum WP, Silamut K, Stepniewska K, Woodrow CJ, Bethell D, Wills B, Oneko M, Peto TE, von Seidlein L, Day NP, White NJ, AQUAMAT group. Artesunate versus quinine in the treatment of severe falciparum malaria in African children (AQUAMAT): an open-label, randomised trial. Lancet. 2010;376(9753):1647.
- ^ World Health Organization. Guidelines for the treatment of malaria, 3rd ed, WHO, Geneva 2015. http://www.who.int/malaria/publications/atoz/9789241549127/en/ (Sótt 12. september 2018).
- ^ Tu Youyou. Artemisinin – a gift from traditional Chinese medicine to the World. Nobel lecture, December 7, 2015. Sjá: Youyou Tu - Nobel Lecture: Artemisinin - A Gift from Traditional Chinese Medicine to the World - tu-lecture.pdf og tu-lecture-slides.pdf.
- ^ Phyo AP, Ashley EA, Anderson TJ, Bozdech Z, Carrara VI, Sriprawat K, Nair S, White MM, Dziekan J, Ling C, Proux S, Konghahong K, Jeeyapant A, Woodrow CJ, Imwong M, McGready R, Lwin KM, Day NP, White NJ, Nosten F. Declining Efficacy of Artemisinin Combination Therapy Against P. falciparum Malaria on the Thai-Myanmar Border (2003-2013): The Role of Parasite Genetic Factors. Clin Infect Dis. 2016 Sep;63(6):784.
- ^ Kristján Godsk Rögnvaldsson, Sigurður Guðmundsson, Magnús Gottfreðsson. Malaría á Íslandi, sjaldgæf en stöðug ógn fyrir ferðalanga. Læknablaðið 2016;102:271.
- ^ Kristján Godsk Rögnvaldsson, Sigurður Guðmundsson, Magnús Gottfreðsson. Malaría á Íslandi, sjaldgæf en stöðug ógn fyrir ferðalanga. Læknablaðið 2016;102:271.
- Tu Youyou 5012-1-2015.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 13. 9. 2018).
- News Brief: Data Released on Drug Combinations to Treat Malaria | National Center for Advancing Translational Sciences. (Sótt 13. 9. 2018).