Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 217 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvað eru tundurdufl?

Tundurdufl (mine á ensku og dönsku) er nafn á sprengjum sem lagðar eru í sjóinn til þess að granda skipum og kafbátum. Herskipin sem leggja tundurduflin kallast tundurduflaleggjarar (e. minelayer). Sprengjurnar springa ef þær verða fyrir höggi vegna áreksturs, hljóðs, segulsviðs eða þrýstings. Tundurdufl eru oft l...

category-iconVeðurfræði

Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?

Skýin eru mismunandi hátt frá yfirborði jarðar. Hvernig þau líta út og hve hátt þau eru fer eftir því hve heitt var þegar þau mynduðust. Talið er að til séu um það bil 100 ólíkar tegundir skýja. Ský teygja sig yfirleitt hærra í hlýrri beltum jarðar. Ský er raki sem gufað hefur upp frá yfirborði jarðar og færst...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?

Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...

category-iconSálfræði

Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?

Tilraunasálfræði er sú undirgrein sálfræði sem beitir tilraunaaðferð náttúruvísinda til að rannsaka huga, heila og hegðun manna og jafnvel dýra. Með tilraunum er átt við kerfisbundnar raunprófanir þar sem reynt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo hægt sé að álykta um orsakasamband milli þeirra breyta sem skoða ...

category-iconHugvísindi

Hver voru systkini Seifs?

Seifur var yngstur sex systkina. Hin fimm voru Hera kona Seifs en hún var drottning himinsins og verndari hjónabandsins og kvenna, Póseidon sem var sjávarguð Grikkja, Hades guð undirheima, Demetra gyðja akuryrkju og móðurgyðja Grikkja og Hestía sem var heimilisgyðja en hún var lítið dýrkuð í Grikklandi. Seifur o...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp skíðin?

Elstu skíðin sem fundist hafa eru um 4.500 ára gömul. Aðeins annað skíðið fannst reyndar, í Svíþjóð, en það er stutt og breitt, ólíkt löngu og mjóu skíðunum sem tíðkast í dag. Mörg forn skíði hafa fundist á Norðurlöndum, mismunandi að lögun, en reglan hefur verið sú að þau mjókki og lengist eftir því sem norðar dr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er einræðisríki?

Í einræðisríki eru öll völd ríkisins í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið sporni við. Einn af þekktustu einræðisherrum dagsins í dag er Fidel Castro. Castro fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurreyrs...

category-iconSálfræði

Er það satt að líkur sæki líkan heim?

Já, menn dragast að jafnaði fremur að þeim sem svipar til þeirra sjálfra (Byrne, Ervin og Lamberth, 1970). Fólki líkar best við aðra á sama aldri, af sama kynþætti og með svipaða hæfileika og það sjálft í listum, íþróttum og bóknámi. Sömuleiðis er fólk líklegra til að velja sér maka sem er svipaður í útliti og það...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?

Svarið við þessari spurningu er jákvætt þrátt fyrir að við fyrstu sýn virðist það ómögulegt. Þegar talað er um að fólk sé í tilteknum blóðflokki þýðir það í raun að það hafi ákveðnar tegundir mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum. Fólk í A-flokki hefur A-mótefnavaka, fólk í B-flokki hefur B-mótefnavaka og AB-b...

category-iconFornfræði

Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?

Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...

category-iconMannfræði

Hver er uppruni og merking þess að 'gefa einhverjum fingurinn'?

Sperrt langatöng og krepptur hnefi mynda saman eitt kunnasta móðgunartákn sem til er nú á dögum. Þótt fingurinn sé augljóst reðurtákn ætti skírskotunin í hulinn líkamspart út af fyrir sig ekki að móðga neinn eða reita til reiði; tilhugsunin um að önnur hver manneskja sé með typpi kemur fólki ekki úr jafnvægi á okk...

category-iconVísindi almennt

Hvað getið þið sagt mér um andaglas?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?

Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?

Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft. Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gullinsnið?

Nokkrar spurningar hafa borist um gullinsnið: Hvað er "Gullna sniðið"? (Róbert og María). Hvað er gullinsnið, til hvers er það notað, hver fann það upp og hvers vegna eru ýmis líffæri í mannslíkamanum í sömu hlutföllum og það? (Súsanna). Gullinsnið er hlutfall, nánar tiltekið hlutfallið \[\left(\frac{1}{2}+...

Fleiri niðurstöður