Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er einræðisríki?

Sigurður Helgason

Í einræðisríki eru öll völd ríkisins í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið sporni við.

Einn af þekktustu einræðisherrum dagsins í dag er Fidel Castro. Castro fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurreyrsekrunum þegar hann var drengur, og sótti skóla til jesúíta og var líka í Belén-framhaldsskólanum í Havana.

Eftir að hafa starfað sem lögfræðingur og boðið sig fram til þings í kosningum 1952 sem einsræðisherrann Batista ógilti, lét Castro sverfa til stáls gegn einræðisstjórn Batista, en hann hafði ríkt síðan 1933. Ásamt bróður sínum Raul, notaði Castro eigið fé til að kaupa vopn fyrir 150 manna herlið. 26. júlí 1953 stóðu Castro-bræðurnir fyrir árás á Moncadaherstöðina í Santiago de Cuba, en hún varð árangurslaus og þeir bræður voru fangelsaðir. Árásin gaf þó hreyfingu Castro-anna nafn, „26. júlí hreyfingin”.

Castro-bræður voru látnir lausir árið 1955. Þeir dvöldu landflótta í New York og Mexíkó þar sem þeir endurskipulögðu hreyfinguna. Næstu tvö árin stunduðu þeir skæruhernað á Kúbu með þeim árangri að Batista flúði frá Kúbu í janúar 1959 og Castro-herinn lagði Havana undir sig.

Castro gaf strax út yfirlýsingu um að Kúba yrði aldrei einræðisríki aftur. Hins vegar kom fljótt í ljós að stjórn hans var ekkert annað en kommúnísk einræðisstjórn. Hann lét taka óvini sína af lífi og fyllti öll fangelsi af fólki, sem hann grunaði um óhollustu.

Annar frægur einræðisherra er Saddam Hussein. Saddam fæddist 28. april 1937, nálægt Tikrit, norður af Baghdad. Hann lærði í Kaíró-háskóla og Mustanseriya-háskóla í Bagdad, en kláraði aldrei skólagöngu.

Hussein stóð fyrir stjórnarbyltingu Baath-flokksins 1968 og og var síðan aðalvaldhafi flokksins ásamt A.H. Bakhr. Hann varð forseti 1979 og hefur verið nánast einráður eftir það. Hussein hefur stefnt að því að gera Írak að forysturíki Arabaheimsins og stóð fyrir innárás Íraka í Íran 1980, og Kúveit árið 1990, til að ná völdum á Persaflóa.

Innrás Bandaríkjamanna, Breta og bandamanna þeirra inn í Írak, sem hófst 20. mars 2003, boðaði endalok einræðisstjórnar Saddams Hussein. Þegar þetta er skrifað hafa ekki allar afleiðingar Íraksstríðins þó komið fram í dagsljósið.

Heimildir:Myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Fossvogsskóla

Útgáfudagur

29.11.2002

Spyrjandi

Hlynur Sigurðsson, f. 1987

Tilvísun

Sigurður Helgason. „Hvað er einræðisríki?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2923.

Sigurður Helgason. (2002, 29. nóvember). Hvað er einræðisríki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2923

Sigurður Helgason. „Hvað er einræðisríki?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2923>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er einræðisríki?
Í einræðisríki eru öll völd ríkisins í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið sporni við.

Einn af þekktustu einræðisherrum dagsins í dag er Fidel Castro. Castro fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurreyrsekrunum þegar hann var drengur, og sótti skóla til jesúíta og var líka í Belén-framhaldsskólanum í Havana.

Eftir að hafa starfað sem lögfræðingur og boðið sig fram til þings í kosningum 1952 sem einsræðisherrann Batista ógilti, lét Castro sverfa til stáls gegn einræðisstjórn Batista, en hann hafði ríkt síðan 1933. Ásamt bróður sínum Raul, notaði Castro eigið fé til að kaupa vopn fyrir 150 manna herlið. 26. júlí 1953 stóðu Castro-bræðurnir fyrir árás á Moncadaherstöðina í Santiago de Cuba, en hún varð árangurslaus og þeir bræður voru fangelsaðir. Árásin gaf þó hreyfingu Castro-anna nafn, „26. júlí hreyfingin”.

Castro-bræður voru látnir lausir árið 1955. Þeir dvöldu landflótta í New York og Mexíkó þar sem þeir endurskipulögðu hreyfinguna. Næstu tvö árin stunduðu þeir skæruhernað á Kúbu með þeim árangri að Batista flúði frá Kúbu í janúar 1959 og Castro-herinn lagði Havana undir sig.

Castro gaf strax út yfirlýsingu um að Kúba yrði aldrei einræðisríki aftur. Hins vegar kom fljótt í ljós að stjórn hans var ekkert annað en kommúnísk einræðisstjórn. Hann lét taka óvini sína af lífi og fyllti öll fangelsi af fólki, sem hann grunaði um óhollustu.

Annar frægur einræðisherra er Saddam Hussein. Saddam fæddist 28. april 1937, nálægt Tikrit, norður af Baghdad. Hann lærði í Kaíró-háskóla og Mustanseriya-háskóla í Bagdad, en kláraði aldrei skólagöngu.

Hussein stóð fyrir stjórnarbyltingu Baath-flokksins 1968 og og var síðan aðalvaldhafi flokksins ásamt A.H. Bakhr. Hann varð forseti 1979 og hefur verið nánast einráður eftir það. Hussein hefur stefnt að því að gera Írak að forysturíki Arabaheimsins og stóð fyrir innárás Íraka í Íran 1980, og Kúveit árið 1990, til að ná völdum á Persaflóa.

Innrás Bandaríkjamanna, Breta og bandamanna þeirra inn í Írak, sem hófst 20. mars 2003, boðaði endalok einræðisstjórnar Saddams Hussein. Þegar þetta er skrifað hafa ekki allar afleiðingar Íraksstríðins þó komið fram í dagsljósið.

Heimildir:Myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...