Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?

Heiða María Sigurðardóttir

Tilraunasálfræði er sú undirgrein sálfræði sem beitir tilraunaaðferð náttúruvísinda til að rannsaka huga, heila og hegðun manna og jafnvel dýra. Með tilraunum er átt við kerfisbundnar raunprófanir þar sem reynt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo hægt sé að álykta um orsakasamband milli þeirra breyta sem skoða á. Tilraunasálfræðingar notast lítið sem ekkert við aðrar rannsóknaraðferðir svo sem viðtöl, spurningakannanir og ferilsathuganir (e. case studies).

Tilraunasálfræði er jafngömul sálfræðinni sjálfri. Upphaf beggja greina er yfirleitt miðað við árið 1879 þegar Þjóðverjinn Wilhelm Wundt setti á stofn fyrstu tilraunastofuna í sálfræði. Þar gerði hann ásamt samstarfsmönnum sínum ýmsar rannsóknir á skynjun fólks. Á fyrri hluta 20. aldar fóru tilraunasálfræðingar í meira mæli að rannsaka atferli fremur en hugarstarf. Nú á dögum starfa tilraunasálfræðingar yfirleitt innan annarra undirgreina eins og hugrænnar sálfræði, skynjunarsálfræði, atferlisgreiningar og lífeðlislegrar sálfræði. Þar kanna þeir þætti eins og hegðun, minni, skynjun, hugsun, athygli, tilfinningar og nám ásamt líffræðilegum undirstöðum þeirra. Tilraunasálfræði hefur líka snertifleti við ýmsar fleiri undirgreinar sálfræðinnar, svo sem þroskasálfræði, félagssálfræði og klíníska sálfræði, þótt í þeim sé einnig stuðst við aðrar aðferðir en tilraunir.


Wilhelm Wundt, sem sést hér með félögum sínum, er yfirleitt bæði talinn upphafsmaður nútímasálfræði og fyrsti tilraunasálfræðingurinn.

Þar sem tilraunasálfræði vísar einungis til þeirrar aðferðafræði sem fólk notar en síður til ákveðinna viðfangsefna er orðið sjaldgæft að háskólar bjóði upp á sérstakt nám í tilraunasálfræði. Fremur er ætlast til að fólk innritist í nám í öðrum undirgreinum og tileinki sér þar rannsóknaraðferðir tilraunasálfræðinnar. Hér á Íslandi er boðið upp á rannsóknartengt mastersnám í sálfræði. Einnig fer fólk gjarnan í nám erlendis, svo sem til Bandaríkjanna, Bretlands og annarra Norðurlanda.

Framhaldsnám í sálfræði

Sálfræðitilraunir á netinu

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

5.10.2005

Spyrjandi

Auður Ösp Guðjónsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?“ Vísindavefurinn, 5. október 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5310.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 5. október). Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5310

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5310>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tilraunasálfræði, hvað er rannsakað í þeirri grein og hvert fer maður að læra hana?
Tilraunasálfræði er sú undirgrein sálfræði sem beitir tilraunaaðferð náttúruvísinda til að rannsaka huga, heila og hegðun manna og jafnvel dýra. Með tilraunum er átt við kerfisbundnar raunprófanir þar sem reynt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo hægt sé að álykta um orsakasamband milli þeirra breyta sem skoða á. Tilraunasálfræðingar notast lítið sem ekkert við aðrar rannsóknaraðferðir svo sem viðtöl, spurningakannanir og ferilsathuganir (e. case studies).

Tilraunasálfræði er jafngömul sálfræðinni sjálfri. Upphaf beggja greina er yfirleitt miðað við árið 1879 þegar Þjóðverjinn Wilhelm Wundt setti á stofn fyrstu tilraunastofuna í sálfræði. Þar gerði hann ásamt samstarfsmönnum sínum ýmsar rannsóknir á skynjun fólks. Á fyrri hluta 20. aldar fóru tilraunasálfræðingar í meira mæli að rannsaka atferli fremur en hugarstarf. Nú á dögum starfa tilraunasálfræðingar yfirleitt innan annarra undirgreina eins og hugrænnar sálfræði, skynjunarsálfræði, atferlisgreiningar og lífeðlislegrar sálfræði. Þar kanna þeir þætti eins og hegðun, minni, skynjun, hugsun, athygli, tilfinningar og nám ásamt líffræðilegum undirstöðum þeirra. Tilraunasálfræði hefur líka snertifleti við ýmsar fleiri undirgreinar sálfræðinnar, svo sem þroskasálfræði, félagssálfræði og klíníska sálfræði, þótt í þeim sé einnig stuðst við aðrar aðferðir en tilraunir.


Wilhelm Wundt, sem sést hér með félögum sínum, er yfirleitt bæði talinn upphafsmaður nútímasálfræði og fyrsti tilraunasálfræðingurinn.

Þar sem tilraunasálfræði vísar einungis til þeirrar aðferðafræði sem fólk notar en síður til ákveðinna viðfangsefna er orðið sjaldgæft að háskólar bjóði upp á sérstakt nám í tilraunasálfræði. Fremur er ætlast til að fólk innritist í nám í öðrum undirgreinum og tileinki sér þar rannsóknaraðferðir tilraunasálfræðinnar. Hér á Íslandi er boðið upp á rannsóknartengt mastersnám í sálfræði. Einnig fer fólk gjarnan í nám erlendis, svo sem til Bandaríkjanna, Bretlands og annarra Norðurlanda.

Framhaldsnám í sálfræði

Sálfræðitilraunir á netinu

Heimildir og mynd

...