Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1740 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Gylfi Magnússon stundað?
Gylfi Magnússon er dósent í fjármálum í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og síðan M.A., M.Phil. og Ph.D. prófum í hagfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann útskrifaðist frá...
Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?
Húsdrekar (Chelifer cancroides) eru áttfætlur (Arachnida) og tilheyra ættbálki dreka (Pseudoscorpiones). Í útliti minna þeir um margt á sporðdreka en á þá vantar halann eða sporðinn sem er svo áberandi hjá sporðdrekum. Auk þess eru drekar miklu minni en sporðdrekar, en húsdrekar eru aðeins 2,5-4,5 mm á lengd. ...
Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?
Ástráður Eysteinsson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku, en jafnframt rannsakað alþjóðlega virkni og vægi lykilhugtaka eins og módernism...
Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað?
Andri Steinþór Björnsson er prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum kannað þætti sem stuðla að því að geðraskanir viðhaldist, og hvernig megi bæta sálræna meðferð. Jafnframt hefur Andri tekið þátt í langtímarannsóknum á ferli kvíðaraskana. Þær geðraskanir sem Andri hefur ...
Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað?
Spurning Fjólu hljóðaði svona: Góðan dag! Börnin mín eru fædd á árunum 1963 - 1970. Man ekki hvort þau fengu mislingasprautur en fór með þau í allar sprautur sem þá voru tiltækar. Var sprautað gegn mislingum á þessum árum? Hjá Embætti landlæknis kemur þetta fram um almennar bólusetningar gegn mislingum á Ís...
Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?
Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...
Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...
Er hafragrautur hollur?
Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna. Hafrar. Einn helsti...
Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos? Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum. Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars....
Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?
Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...
Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út? (Björn Reynisson)Hvað er hlutur lengi að finna fyrir þyngdaráhrifum annars hlutar? „Samstundis“ eða með hraða ljóssins? (Jón Pétursson)Hversu hratt ferðast þyngdarkrafturinn? (Benjamín Sigurgeirsson)Verkar þyngdarafl í geimnum samstun...
Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumsendur í stærðfræði, án þess að sanna þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumreglur í stærðfræði, án þess að sanna þær? Sem fræðigrein er stærðfræði byggð upp þannig að nýjar niðurstöður eru leiddar út (sannaðar) á grundvelli þeirra niðurstaðna sem þegar eru komnar. Í upphafi byrjar maður því með tvær hen...
Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?
Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...
Hvað er djúpberg og hvernig myndast það?
Berg er flokkað eftir myndunarhætti í þrennt: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast úr glóandi bergbráð (1200-700°C), setberg við hörðnun sets (leir, sandur, skeljasandur og svo framvegis) ofarlega í jarðskorpunni, og myndbreytt berg við umkristöllun eldra bergs yfirleitt djúpt í jörðu. Or...
Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?
Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...