Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ástráður Eysteinsson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku, en jafnframt rannsakað alþjóðlega virkni og vægi lykilhugtaka eins og módernisma, framúrstefnu, raunsæis og póstmódernisma.

Rannsóknir Ástráðs hafa einnig beinst að þýðingum – hann var brautryðjandi í þýðingafræði í íslensku samhengi og beitti sér fyrir því að þýðingafræði var tekin upp sem sérstök námsgrein við Háskóla Íslands. Hann hefur jafnframt verið virkur þýðandi og meðal annars þýtt stóran hluta af höfundarverki Franz Kafka á íslensku í samstarfi við Eystein Þorvaldsson.

Ástráður Eysteinsson hefur meðal annars fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku.

Fyrrnefnd tvö megináhugasvið hafa fléttast saman í skrifum Ástráðs um bókmenntasögu og heimsbókmenntahugtakið sem og um þau tengsl menningarheima sem finna má á slóðum erlendra rithöfunda í íslensku bókmenntalífi. Sem námsgrein við Háskóla Íslands óx menningarfræði, líkt og þýðingafræði og kvikmyndafræði, upp úr almennu bókmenntafræðinni. Ástráður hefur skrifað um hið fjölbreytta umdæmi menningarfræðinnar en jafnframt lagt áherslu á þá menningarkönnun sem felst í bókmenntaverkum, til dæmis við sköpun og endursköpun rýmis og staða. Í því samhengi hefur hann skrifað um Snæfellsjökul og hugað að eyjabókmenntum.

Ástráður er úr Borgarnesi, fæddur árið 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976, BA-prófi í þýsku og ensku við Háskóla Íslands 1979, MA-prófi í samanburðabókmenntum („Comparative Literature“) við Warwick University 1981, stundaði um tveggja ára skeið doktorsnám í þýskum, enskum og norrænum fræðum við Kölnarháskóla en lauk doktorsnámi í samanburðarbókmenntum við University of Iowa 1987. Kennsluferill hans hófst í Breiðholtsskóla í ársbyrjun 1977 og meðfram námi sínu kenndi hann við grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands 1988, síðar dósent og loks prófessor 1994.

Ástráður hefur sinnt fræðaverkum sínum – fræðilegri ritstjórn, samningu nokkurra bóka og fjölda greina – jöfnum höndum á íslensku og ensku. Hann hlaut Hvatningarverðlaun Rannís, fyrstur hug- og félagsvísindamanna, árið 1996. Hann hefur verið gestaprófessor við ýmsa erlenda háskóla og verið virkur í alþjóðlegri rannsóknasamvinnu, auk þess að hafa sinnt margskonar stjórnunarstörfum við Háskóla Íslands, meðal annars sem formaður vísindanefndar skólans og stjórnarformaður Hugvísindastofnunar. Hann var forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá tilurð þess á haustmisseri 2008 til ársloka 2015.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

10.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75858.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. júní). Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75858

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75858>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?
Ástráður Eysteinsson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku, en jafnframt rannsakað alþjóðlega virkni og vægi lykilhugtaka eins og módernisma, framúrstefnu, raunsæis og póstmódernisma.

Rannsóknir Ástráðs hafa einnig beinst að þýðingum – hann var brautryðjandi í þýðingafræði í íslensku samhengi og beitti sér fyrir því að þýðingafræði var tekin upp sem sérstök námsgrein við Háskóla Íslands. Hann hefur jafnframt verið virkur þýðandi og meðal annars þýtt stóran hluta af höfundarverki Franz Kafka á íslensku í samstarfi við Eystein Þorvaldsson.

Ástráður Eysteinsson hefur meðal annars fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku.

Fyrrnefnd tvö megináhugasvið hafa fléttast saman í skrifum Ástráðs um bókmenntasögu og heimsbókmenntahugtakið sem og um þau tengsl menningarheima sem finna má á slóðum erlendra rithöfunda í íslensku bókmenntalífi. Sem námsgrein við Háskóla Íslands óx menningarfræði, líkt og þýðingafræði og kvikmyndafræði, upp úr almennu bókmenntafræðinni. Ástráður hefur skrifað um hið fjölbreytta umdæmi menningarfræðinnar en jafnframt lagt áherslu á þá menningarkönnun sem felst í bókmenntaverkum, til dæmis við sköpun og endursköpun rýmis og staða. Í því samhengi hefur hann skrifað um Snæfellsjökul og hugað að eyjabókmenntum.

Ástráður er úr Borgarnesi, fæddur árið 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976, BA-prófi í þýsku og ensku við Háskóla Íslands 1979, MA-prófi í samanburðabókmenntum („Comparative Literature“) við Warwick University 1981, stundaði um tveggja ára skeið doktorsnám í þýskum, enskum og norrænum fræðum við Kölnarháskóla en lauk doktorsnámi í samanburðarbókmenntum við University of Iowa 1987. Kennsluferill hans hófst í Breiðholtsskóla í ársbyrjun 1977 og meðfram námi sínu kenndi hann við grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hann var ráðinn lektor við Háskóla Íslands 1988, síðar dósent og loks prófessor 1994.

Ástráður hefur sinnt fræðaverkum sínum – fræðilegri ritstjórn, samningu nokkurra bóka og fjölda greina – jöfnum höndum á íslensku og ensku. Hann hlaut Hvatningarverðlaun Rannís, fyrstur hug- og félagsvísindamanna, árið 1996. Hann hefur verið gestaprófessor við ýmsa erlenda háskóla og verið virkur í alþjóðlegri rannsóknasamvinnu, auk þess að hafa sinnt margskonar stjórnunarstörfum við Háskóla Íslands, meðal annars sem formaður vísindanefndar skólans og stjórnarformaður Hugvísindastofnunar. Hann var forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá tilurð þess á haustmisseri 2008 til ársloka 2015.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

...