Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5024 svör fundust
Hvernig lifir sleggjuháfur?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvar lifir sleggjuháfur? Lifir sleggjuháfurinn við Ísland? Ef svo er ekki hefur hann flækst hingað? Hvað borðar sleggjuháfur? Sleggjuháfar (e. hammerhead sharks) eru hákarlar af ættkvíslunum Sphyrna og Eusphyrna. Þeir eru auðþekkjanlegir vegna sérkennilegrar lögunar á haus sem...
Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?
Þol og mikið úthald er eitt af helstu einkennum bjarndýra. Bjarndýr geta hlaupið nokkuð hratt og haldið hraðanum lengi og úthaldið er sennilega helsti styrkur þeirra. Ísbjörn er það bjarndýr sem best er lagað að lífi í vatni. Eins og sjá má af latneska heitinu, Ursus maritimus, er hann líka stundum kallaður sjó...
Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?
Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag. Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. f...
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...
Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?
Svarta mamban (Dendroaspis polylepis) er eitraður snákur, sá næst lengsti sem til er. Fullorðin dýr geta orðið rúmlega 4 metra löng. Svartar mömbur geta verið mjög árásargjarnar og enginn snákur fer eins hratt yfir og þær. Þær geta skriðið á allt að 23 kílómetra hraða á klst! Reyndar eru svörtu mömburnar afar kjar...
Hver er besta leiðin til að fá foreldra til að hlýða sér?
Á nýafstöðnu ársþingi íslenskra barna var þetta vandamál brotið til mergjar. Ljóst var af þeim reynslusögum sem sagðar voru að hlýðni foreldra er því miður mjög ábótavant hér á landi. Steinunn úr Grafarvoginum er til dæmis látin taka sjálf til í herberginu sínu, og það tvisvar á ári, og Palli litli á Ísafirði fær ...
Eru til drekar á Íslandi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Eru drekar skordýr? Drekar eru ekki skordýr, heldur áttfætlur (Arachnida) líkt og köngulær, langfætlur og sporðdrekar. Drekar líkjast helst sporðdrekum að því leyti að þreifararnir hafa ummyndast í öflugar griptangir. Það er líklega ástæða þess að á ensku eru þeir nefndir ge...
Hvernig hófst og endaði ísöldin?
Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum en hún hafði staðið yfir í um 2,6 milljón ár. Á þessu tímabili var gífurlegt magn vatns bundið í jöklum svo sjávarhæðin var tugum metra neðar en nú er. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökul...
Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?
Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga. Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í S...
Hvenær varð grísk heimspeki til?
Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....
Hvað eru bráðger börn?
Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...
Hvernig dó Alexander mikli?
Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...
Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?
Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...
Hvaðan kemur nafnið geitungur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu? Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn? Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðsk...