Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lifir sleggjuháfur?

Jón Már Halldórsson

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
Hvar lifir sleggjuháfur? Lifir sleggjuháfurinn við Ísland? Ef svo er ekki hefur hann flækst hingað? Hvað borðar sleggjuháfur?




Sleggjuháfar (e. hammerhead sharks) eru hákarlar af ættkvíslunum Sphyrna og Eusphyrna. Þeir eru auðþekkjanlegir vegna sérkennilegrar lögunar á haus sem er útflattur og líkist sleggju með augun yst á endunum (sleggjusköllunum). Þekktar eru átta tegundir sleggjuháfa sem finnast nær eingöngu í hlýjum sjó við miðbaug jarðar, þar af telst aðeins ein tegund til ættkvíslarinnar Eusphyrna. Ein tegund teygir þó útbreiðslu sína á tempruð hafsvæði. Það er tegundin Sphyrna zygaena sem finna má undan ströndum Nova Scotia, suður við Galapagosseyjar og undan ströndum Argentínu.

Stærst er tegundin Sphyrna mokarran (e. great hammerhead shark) sem einfaldlega mætti kalla á íslensku stóra sleggjuháfinn. Hann getur orðið rúmir 5,5 metrar á lengd og finnst við miðbaug um alla jarðarkringluna. Aðrar tegundir sleggjuháfa eru á stærðarbilinu 1-5 metrar.

Þegar fæðuval sleggjuháfa er skoðað, blasir við að þeir éta allt sem að kjafti kemur og þeir ráða við. Stóri sleggjuháfurinn virðist éta hvað mest af ýmsum tegundum skata og beinfiska.

Sleggjuháfar gjóta lifandi seiðum (eru það sem á ensku kallast viviparous) og er fjöldinn mismunandi eftir tegundum. Stóri sleggjuháfurinn gýtur til dæmis 13-42 seiðum eftir um 7 mánaða meðgöngu og eru þau um 50-70 cm á stærð.

Félagskerfi sleggjuháfa er fjölbreytt. Sumar tegundir eru algerir einfarar nema á fengitíma, en aðrar eiga sér sína farhegðun og synda í átt að pólunum yfir vetrartímann.



Höfuðlag þriggja tegunda sleggjuháfa. Lengst til vinstri er „bonnet“ sleggjuháfur, fyrir miðju er „scalloped“ sleggjuháfur og til hægri stóri sleggjuháfurinn

Stóri sleggjuháfurinn er talinn hættulegur mönnum enda hafa sleggjuháfar almennt mjög breitt fæðusvið. Sá stóri er alveg eins líklegur til að ráðast á menn og hefur það reynst raunin. Samt sem áður hafa margir sportkafarar kafað innan um stóra sleggjuháfa án þess að verða fyrir nokkurri ógnun. Aðrar tegundir sleggjuháfa eru ekki á lista yfir hættulega hákarla, flestar eru smáar og lifa einungis á krabbadýrum, eins og til dæmis „bonnet“ slegguháfurinn (Sphyrna tiburo) sem er smæstur sleggjuháfa eða 70-100 cm að stærð.

Sérstök lögun höfuðsins á sér líffræðilega skýringu. Flatvaxinn hausinn eykur flotvægi háfsins auk þess sem að fjarlægðin á milli augnanna víkkar sjónsviðið. Meira yfirborð haussins gerir sleggjuháfum kleift að hafa fleiri rafskynfæri en aðrir háfar/hákarlar og gefur þeim mun næmari skynjun á umhverfi sínu, til dæmis við að skynja bráð.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.3.2003

Spyrjandi

Hrafnkatla Eiríksdóttir, f. 1988

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig lifir sleggjuháfur?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3275.

Jón Már Halldórsson. (2003, 25. mars). Hvernig lifir sleggjuháfur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3275

Jón Már Halldórsson. „Hvernig lifir sleggjuháfur?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3275>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lifir sleggjuháfur?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

Hvar lifir sleggjuháfur? Lifir sleggjuháfurinn við Ísland? Ef svo er ekki hefur hann flækst hingað? Hvað borðar sleggjuháfur?




Sleggjuháfar (e. hammerhead sharks) eru hákarlar af ættkvíslunum Sphyrna og Eusphyrna. Þeir eru auðþekkjanlegir vegna sérkennilegrar lögunar á haus sem er útflattur og líkist sleggju með augun yst á endunum (sleggjusköllunum). Þekktar eru átta tegundir sleggjuháfa sem finnast nær eingöngu í hlýjum sjó við miðbaug jarðar, þar af telst aðeins ein tegund til ættkvíslarinnar Eusphyrna. Ein tegund teygir þó útbreiðslu sína á tempruð hafsvæði. Það er tegundin Sphyrna zygaena sem finna má undan ströndum Nova Scotia, suður við Galapagosseyjar og undan ströndum Argentínu.

Stærst er tegundin Sphyrna mokarran (e. great hammerhead shark) sem einfaldlega mætti kalla á íslensku stóra sleggjuháfinn. Hann getur orðið rúmir 5,5 metrar á lengd og finnst við miðbaug um alla jarðarkringluna. Aðrar tegundir sleggjuháfa eru á stærðarbilinu 1-5 metrar.

Þegar fæðuval sleggjuháfa er skoðað, blasir við að þeir éta allt sem að kjafti kemur og þeir ráða við. Stóri sleggjuháfurinn virðist éta hvað mest af ýmsum tegundum skata og beinfiska.

Sleggjuháfar gjóta lifandi seiðum (eru það sem á ensku kallast viviparous) og er fjöldinn mismunandi eftir tegundum. Stóri sleggjuháfurinn gýtur til dæmis 13-42 seiðum eftir um 7 mánaða meðgöngu og eru þau um 50-70 cm á stærð.

Félagskerfi sleggjuháfa er fjölbreytt. Sumar tegundir eru algerir einfarar nema á fengitíma, en aðrar eiga sér sína farhegðun og synda í átt að pólunum yfir vetrartímann.



Höfuðlag þriggja tegunda sleggjuháfa. Lengst til vinstri er „bonnet“ sleggjuháfur, fyrir miðju er „scalloped“ sleggjuháfur og til hægri stóri sleggjuháfurinn

Stóri sleggjuháfurinn er talinn hættulegur mönnum enda hafa sleggjuháfar almennt mjög breitt fæðusvið. Sá stóri er alveg eins líklegur til að ráðast á menn og hefur það reynst raunin. Samt sem áður hafa margir sportkafarar kafað innan um stóra sleggjuháfa án þess að verða fyrir nokkurri ógnun. Aðrar tegundir sleggjuháfa eru ekki á lista yfir hættulega hákarla, flestar eru smáar og lifa einungis á krabbadýrum, eins og til dæmis „bonnet“ slegguháfurinn (Sphyrna tiburo) sem er smæstur sleggjuháfa eða 70-100 cm að stærð.

Sérstök lögun höfuðsins á sér líffræðilega skýringu. Flatvaxinn hausinn eykur flotvægi háfsins auk þess sem að fjarlægðin á milli augnanna víkkar sjónsviðið. Meira yfirborð haussins gerir sleggjuháfum kleift að hafa fleiri rafskynfæri en aðrir háfar/hákarlar og gefur þeim mun næmari skynjun á umhverfi sínu, til dæmis við að skynja bráð.

Myndir:...