Við Svartsengi eru borholur sem ná nokkur hundruð metra niður í neðanjarðarkatla og er hitastigið þar um 240° C. Jarðsjó er veitt upp á yfirborðið gegnum þessar borholur. Gufan sem myndast er notuð til að drífa gufuhverfla sem framleiða rafmagn en vökvinn er hins vegar notaður til að hita kalt ferskvatn sem síðan er veitt til byggða á Suðurnesjum og notað til húshitunar. Að þessu loknu er jarðsjónum dælt út yfir aðliggjandi hraunbreiðu. Þegar hér er komið sögu er hitastig jarðsjávarins um 70° og eru það um það bil 900 rúmmetrar sem dælt er út yfir hraunbreiðuna á hverri klukkustund. Mestur hluti jarðsjávarins rennur ofan í gljúpt hraunið, en töluverður hluti gufar upp. Þegar jarðsjórinn kólnar ofurmettast vökvinn af kísli og langar keðjur af kísilsameindum myndast. Þessar kísilsameindir falla að lokum út og mynda hvíta leðju sem gestir Bláa lónsins kannast við. Leðjan lokar sprungum í hrauninu og þéttir botninn, sem stuðlar enn frekar að myndun lóns. Styrkur kísils er um 140 mg/kg, en það eru einmitt þessar kísilsameindir í vökvanum sem dreifa ljósinu sem á lónið fellur þannig að blár litur myndast og af því dregur Bláa lónið nafn sitt. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund
Við Svartsengi eru borholur sem ná nokkur hundruð metra niður í neðanjarðarkatla og er hitastigið þar um 240° C. Jarðsjó er veitt upp á yfirborðið gegnum þessar borholur. Gufan sem myndast er notuð til að drífa gufuhverfla sem framleiða rafmagn en vökvinn er hins vegar notaður til að hita kalt ferskvatn sem síðan er veitt til byggða á Suðurnesjum og notað til húshitunar. Að þessu loknu er jarðsjónum dælt út yfir aðliggjandi hraunbreiðu. Þegar hér er komið sögu er hitastig jarðsjávarins um 70° og eru það um það bil 900 rúmmetrar sem dælt er út yfir hraunbreiðuna á hverri klukkustund. Mestur hluti jarðsjávarins rennur ofan í gljúpt hraunið, en töluverður hluti gufar upp. Þegar jarðsjórinn kólnar ofurmettast vökvinn af kísli og langar keðjur af kísilsameindum myndast. Þessar kísilsameindir falla að lokum út og mynda hvíta leðju sem gestir Bláa lónsins kannast við. Leðjan lokar sprungum í hrauninu og þéttir botninn, sem stuðlar enn frekar að myndun lóns. Styrkur kísils er um 140 mg/kg, en það eru einmitt þessar kísilsameindir í vökvanum sem dreifa ljósinu sem á lónið fellur þannig að blár litur myndast og af því dregur Bláa lónið nafn sitt. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund