Þrátt fyrir nafngiftina eru þær ekki svartar, heldur brúngráar að ofan en mun ljósari að neðan. Nafngiftin er tilkomin af svörtum lit umhverfis kjaftinn. Heimkynni svörtu mömbunnar eru í austurhluta Afríku, frá suðurhluta Eþíópíu í norðri til Suður-Afríku á opnum gresjum og staktrjáarsléttum. Mömburnar lifa á litlum spendýrum, aðallega nagdýrum og einnig eru eðlur og fuglar á matseðli þeirra. Um nætur heldur svarta mamban til í holum og göngum í klettum og í urð. Hún fer á stjá á morgnana í fæðuleit. Oftast eru mömburnar nokkrar saman, stundum fjórar til fimm í hóp. Svartar mömbur geta haldið hausnum í allt að 1 metra hæð áður en þær leggja til atlögu við bráðina. Þá dugir oftast að ná einu biti og láta baneitrað taugaeitrið ljúka verkinu. Æxlun á sér stað á vorin. Þá fara karldýrin á stjá og þurfa oftast að fara um langan veg til að leita sér að kvendýri. Eftir mökun snúa kynin til síns heima og stuttu síðar verpir kvendýrið um 10-25 eggjum. Yfirleitt eru eggin skilin eftir í rotnandi plöntuleifum í skóglendi. Rotnandi jurtir gefa frá sér hita og það hraðar fósturþroskanum. Við klak eru ungarnir um 50 cm langir, grágrænir á lit en fá dekkri lit síðar. Helstu óvinir svörtu mömbunnar eru ránfuglar eins og til dæmis sekretarafuglinn og stórir ernir. Í villtri náttúrunni getur svarta mamban orðið allt að 25 ára gömul og býr yfir þeim hæfileika að endurnýja höggtennur sínar alla sína ævi. Mynd: Swissherp.org.
Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?
Þrátt fyrir nafngiftina eru þær ekki svartar, heldur brúngráar að ofan en mun ljósari að neðan. Nafngiftin er tilkomin af svörtum lit umhverfis kjaftinn. Heimkynni svörtu mömbunnar eru í austurhluta Afríku, frá suðurhluta Eþíópíu í norðri til Suður-Afríku á opnum gresjum og staktrjáarsléttum. Mömburnar lifa á litlum spendýrum, aðallega nagdýrum og einnig eru eðlur og fuglar á matseðli þeirra. Um nætur heldur svarta mamban til í holum og göngum í klettum og í urð. Hún fer á stjá á morgnana í fæðuleit. Oftast eru mömburnar nokkrar saman, stundum fjórar til fimm í hóp. Svartar mömbur geta haldið hausnum í allt að 1 metra hæð áður en þær leggja til atlögu við bráðina. Þá dugir oftast að ná einu biti og láta baneitrað taugaeitrið ljúka verkinu. Æxlun á sér stað á vorin. Þá fara karldýrin á stjá og þurfa oftast að fara um langan veg til að leita sér að kvendýri. Eftir mökun snúa kynin til síns heima og stuttu síðar verpir kvendýrið um 10-25 eggjum. Yfirleitt eru eggin skilin eftir í rotnandi plöntuleifum í skóglendi. Rotnandi jurtir gefa frá sér hita og það hraðar fósturþroskanum. Við klak eru ungarnir um 50 cm langir, grágrænir á lit en fá dekkri lit síðar. Helstu óvinir svörtu mömbunnar eru ránfuglar eins og til dæmis sekretarafuglinn og stórir ernir. Í villtri náttúrunni getur svarta mamban orðið allt að 25 ára gömul og býr yfir þeim hæfileika að endurnýja höggtennur sínar alla sína ævi. Mynd: Swissherp.org.
Útgáfudagur
15.12.2003
Spyrjandi
Svavar Skúli, f. 1992
Þorgerður Þorleifsdóttir, f. 1992
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3916.
Jón Már Halldórsson. (2003, 15. desember). Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3916
Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3916>.