Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 665 svör fundust
Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?
Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...
Hversu oft er fullt tungl í mánuði?
Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér á landi. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er f...
Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga?
Það er rétt að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl eru yfirleitt sem næst kúlulaga, að minnsta kosti ef við sleppum áhrifum möndulsnúnings og sjávarfallakrafta. Þetta svar fjallar eingöngu um þessa hnöttóttu hluti himingeimsins. Stjörnur eru gerðar úr gasi. Yfirborð tungla og reikistjarna eins og jarðarinnar er...
Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?
Landslag Mars er geysilega fjölbreytt þótt reikistjarnan sé tiltölulega lítil. Á yfirborðinu eru stórir gígar, risavaxin eldfjöll, hraunsléttur, gljúfur og vatnssorfnir dalir, svo fátt eitt sé nefnt. Frá jörðu séð má skipta yfirborðinu í tvennt, ljós og dökk svæði. Ljósu slétturnar eru þaktar ryki og sandi og voru...
Hvað veldur því að við sjáum speglun sólarinnar í tunglinu?
Fyrirbærinu speglun var lýst að nokkru á Vísindavefnum í svari við spurningunni Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?. Þar var greint á milli speglunar frá gljáandi fleti og dreifðrar speglunar eða endurkasts frá möttum fleti. Við dreifða speglun dreifast ljósgeislarnir í allar áttir frá speglunarfletinu...
Af hverju eru holur á tunglinu?
Holurnar á tunglinu eru gígar sem hafa orðið til þegar loftsteinar hafa rekist á tunglið. Einhverjir gíganna kunna þó að vera komnir til við eldvirkni. Minnstu gígarnir á tunglinu eru agnarsmáir, þeir hafa fundist í tunglgrjóti sem geimfarar hafa komið með til jarðarinnar. Stærsti gígurinn á tunglinu er um 360 ...
Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?
Neil Armstrong var bandarískur geimfari sem öðlaðist frægð þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann fæddist þann 5. ágúst árið 1930 á bóndabæ ömmu sinnar og afa í Auglazie-sýslu í Ohio-fylki. Um 13 ára aldur fluttist fjölskylda hans til bæjarins Wapakoneta sem er einnig í Ohio. Sá bær hefu...
Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?
Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...
Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?
Tunglið lýsir ekki af eigin rammleik heldur er það sólin sem lýsir upp þá hlið tunglsins sem að henni snýr á hverjum tíma. Við sjáum síðan misjafnlega mikið af þessari upplýstu hlið, eftir því hvernig hún snýr miðað við okkur. Þegar tungl er fullt snýr upplýsta hliðin öll að okkur. Jörðin er þá milli sólar og tung...
Hefur einhver farið til Plútó?
Það hefur enginn maður heimsótt Plútó, hins vegar hefur ómannað geimfar flogið þar hjá. Árið 2006 var skotið á loft ómönnuðu geimfari sem nefnist New Horizons. Geimfarið flaug fram hjá Plútó þann 14. júlí 2015 og var það í fyrsta sinn sem reikistjarnan er skoðuð í návígi. Nánast öll könnun geimsins fer fram ...
Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?
Steinar og margir aðrir hlutir virðast mun dekkri á litinn þegar þeir eru blautir en liturinn sjálfur er í raun sá sami. Dæmigerður steinn er grár eða grá-svartur, ögn hrjúfur og með mattri áferð. Ef yfirborð steinsins er skoðað með stækkunargleri sést að það er alls ekki spegilslétt og einsleitt. Ef við skerum...
Af hverju er sólin heit?
Sólin er heit vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Í svari við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir: Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðst...
Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?
Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...
Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?
Þetta er góð spurning sem sýnir að spyrjandi hugsar um það sem fyrir augu ber. Margir hugsa til dæmis aldrei út í svona hluti! Auðvitað er vatnið í sjónum varðveitt og getur ekki eyðst eða orðið að engu við venjulegar aðstæður. Sjávarbotninn er heill og breytist ekki heldur þannig að það getur ekki lækkað í sjó...
Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana?
Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig varð tunglið til? er fjallað um svonefnda árekstrarkenningu: Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum. Til eru að minnsta kosti fjórar kenningar um uppruna þess. ... Fjórða kenningin, árekstrarkenningin, kom fram árið 1975 þeg...