Loftsteinar lenda ekki bara á tunglinu heldur einnig á jörðinni. Flestir steinanna eru þó það smáir að þeir brenna upp í lofthjúpnum. Líklega ná þó um 500 loftsteinar til jarðar daglega en fæstir finnast. Á stöðum þar sem veðrun er hæg eða engin, eins og á tunglinu og Mars, varðveitast ummerki um árekstur loftsteina mjög vel. Heimildir og frekara lesefni:
- Hvað eru margir gígar á tunglinu? eftir HMH
- Hyperphysics - Moon Craters
- Wikipedia - Moon
- Wikipedia - Lunar craters
- Moon Craters. Sótt 23.5.2011.
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.