Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru holur á tunglinu?

JGÞ

Holurnar á tunglinu eru gígar sem hafa orðið til þegar loftsteinar hafa rekist á tunglið. Einhverjir gíganna kunna þó að vera komnir til við eldvirkni.

Minnstu gígarnir á tunglinu eru agnarsmáir, þeir hafa fundist í tunglgrjóti sem geimfarar hafa komið með til jarðarinnar. Stærsti gígurinn á tunglinu er um 360 km í þvermál, hann er nærri suðurpól tunglsins.


Gígarnir á tunglinu hafa orðið til við árekstur loftsteina.

Loftsteinar lenda ekki bara á tunglinu heldur einnig á jörðinni. Flestir steinanna eru þó það smáir að þeir brenna upp í lofthjúpnum. Líklega ná þó um 500 loftsteinar til jarðar daglega en fæstir finnast.

Á stöðum þar sem veðrun er hæg eða engin, eins og á tunglinu og Mars, varðveitast ummerki um árekstur loftsteina mjög vel.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Rebekka Jóhönnudóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru holur á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59776.

JGÞ. (2011, 23. maí). Af hverju eru holur á tunglinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59776

JGÞ. „Af hverju eru holur á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59776>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru holur á tunglinu?
Holurnar á tunglinu eru gígar sem hafa orðið til þegar loftsteinar hafa rekist á tunglið. Einhverjir gíganna kunna þó að vera komnir til við eldvirkni.

Minnstu gígarnir á tunglinu eru agnarsmáir, þeir hafa fundist í tunglgrjóti sem geimfarar hafa komið með til jarðarinnar. Stærsti gígurinn á tunglinu er um 360 km í þvermál, hann er nærri suðurpól tunglsins.


Gígarnir á tunglinu hafa orðið til við árekstur loftsteina.

Loftsteinar lenda ekki bara á tunglinu heldur einnig á jörðinni. Flestir steinanna eru þó það smáir að þeir brenna upp í lofthjúpnum. Líklega ná þó um 500 loftsteinar til jarðar daglega en fæstir finnast.

Á stöðum þar sem veðrun er hæg eða engin, eins og á tunglinu og Mars, varðveitast ummerki um árekstur loftsteina mjög vel.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....