Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?

Sævar Helgi Bragason

Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti.

Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merkúr til að segja til um hvort þar sé eldvirkni eða ekki. Greining á gögnum Magellan-geimfarsins þykja benda til þess að einhver eldvirkni hafi eða kunni að vera til staðar. Yfirborðið er hins vegar mjög gígótt og því gamalt og svipar nokkuð til tunglsins. Líkt og á tunglinu finnast þar sléttari svæði sem gætu verið merki um forna eldvirkni.

Á Venusi er hins vegar að finna mikil eldfjöll en ekki er vitað hvort þau séu virk. Þar er að finna stórar dyngjur eins og Sif Mons, en það fjall er dyngja eins og Skjaldbreiður hér á landi og Ólympsfjall á Mars. Sumir vísindamenn telja líkur á að Venus sé enn eldvirkur hnöttur, en að þar gjósi einungis á fáeinum heitum reitum. Elstu landsvæði Venusar virðast vera um 800 milljón ára gömul, en mikil eldvirkni frá þeim tíma hefur hulið eldra yfirborð og fyllt marga gíga sem hafa myndast á Venusi.

Á mörgum myndum sem teknar hafa verið af Venusi, sjást ýmis athyglisverð kennileiti, þar á meðal hin svonefndu pönnukökueldfjöll. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þessi einkennilegu fjöll hafa myndast, en svo virðist sem þau séu útbrot mjög þykks hrauns og umgjörð þess virðist vera samfallin kúpa yfir stórar kvikuþrær.

Á tunglinu hefur nánast örugglega gosið nokkrum sinnum. Dökku svæðin eða höfin eru fornar hraunbreiður sem bera þess glögg merki að þar hafi eldgos átt sér stað. Nánar má lesa um tunglhöfin með því að smella hér.

Mars er eða var eldvirkur staður. Gríðarhá eldfjöll bera þess merki. Á Mars er til dæmis að finna hæsta fjall sólkerfisins, Ólympsfjall sem er 25 km há dyngja. Það hefur oft gosið í sögu Mars eins og lesa má um hér. Eldfjöllin á Mars eru flest gríðarlega há. Ástæðan er sú að á Mars eru engar flekahreyfingar (þótt þær gætu hafa verið þar einu sinni) og því eru heitu reitirnir alltaf undir sömu stöðunum. Á jörðinni færast eldfjöll úr heita reitnum, kulna og önnur myndast í staðinn, og verða þess vegna ekki svona há. Lágur þyngdarkraftur á Mars á einnig sinn þátt í hve eldfjöllin þar verða stór.

Við vitum ekki hvort eldfjöllin á Mars séu enn virk, en það kemur líklega í hlut fyrstu mannanna sem fara til Mars að skera úr um það. Þar eru gos í það minnsta mun fátíðari en á jörðinni og líklegt þykir að eldgos hafi ekki átt sér stað þar í allt að 150 milljón ár. Ósennilegt verður að teljast að við eigum nokkurn tíma eftir að verða vitni að eldgosi á Mars, en það myndi þó vafalaust vera afar fróðlegt og spennandi.

Af tunglum Júpíters vitum við að Íó er eldvirkt. Sé haf að finna undir ísnum á yfirborði tunglsins Evrópu, gæti vel verið að eldvirkni sé þar að finna og hver veit nema líf leynist í neðansjávarhverunum þar?

Tunglið Íó er jarðfræðingum afar heillandi staður. Þegar Voyager 1. flaug framhjá Júpíter kom það vísindamönnum í opna skjöldu að finna þar virk eldfjöll. Á þeim tíma voru átta eldgos í gangi og fjórum mánuðum síðar, þegar Voyager 2. flaug framhjá, voru sjö þeirra enn í gangi. Myndirnar sem teknar voru sýndu gríðarlega kvikustróka sem risu 300 km frá yfirborðinu, en til samanburðar má geta þess að það er svipuð hæð og geimferjur Bandaríkjamanna eru oftast í. Þessi uppgötvun var einhver sú merkasta í ferðum Voyager geimfaranna vegna þess að þarna voru komnar fram fyrstu sannanir þess efnis að innviðir annarra hnatta sólkerfisins væru í raun heitir og virkir. Eldvirkni er óvíða í sólkerfinu meiri en á Íó og ef miðað er við stærð hnattarins er þetta litla tungl eldvirkasti hnöttur sólkerfisins. Talið er að Íó dæli um einu tonni af gosefnum á sekúndu út í geiminn, og bera jafnvel önnur tungl Júpíters þess merki. Til dæmis telja menn að gosefnin liti Amalþeu sínum appelsínugula lit.

Eldvirkni Íós kemur til vegna flóðkrafta í iðrum hnattarins. Íó er mjög nálægt Júpíter og flóðkraftar sem verka milli þeirra og nágrannatunglsins Ganýmedesar valda því að mikill núningur verður í iðrum Íós. Þessi núningur veldur hinni gríðarlegu eldvirkni á Íó og ef þetta ástand væri ekki til staðar, hefði eldvirknin dáið út fyrir löngu. Nánar má lesa um Íó og eldvirknina með því að smella hér eða hér.

Flest tunglin umhverfis Satúrnus, Úranus og Neptúnus eru það lítil að þau hafa líklega ekki fljótandi kjarna. Þó er þar að finna nokkurs konar eldvirkni á stöku stað. Athyglisverðasta tunglið í ytra sólkerfinu, þegar kemur að jarðfræðilegri virkni, er stærsta tungl Neptúnusar, Tríton. Á Tríton er nefnilega að finna sérkennilega goshveri sem kalla mætti íseldfjöll. Slík íseldfjöll gæti einnig verið að finna á Enkeladusi og Díónu, tunglum Satúrnusar, og Míröndu og ef til vill Óberon, tunglum Úranusar.

Talið er að víða á yfirborði Trítons sé tiltölulega gagnsær niturís, um metri að þykkt, sem hvílir ofan á öðru dekkra lagi. Sólarljósið skín auðveldlega í gegnum þennan ís og hitar dökka lagið svo að ísinn ofan á því bráðnar, þrátt fyrir að hitastigið þar sé um -235°C. Fljótandi köfnunarefni af stóru svæði rennur þá til undir ísnum og myndar nokkurs konar kvikuþró. Þegar þrýstingurinn eykst brestur ísinn og niturstrókur gýs upp ásamt hluta af dökka undirlaginu. Þessi efni berast síðan undan vindi og falla aftur niður. Á einni mynd Voyagers 2. sést gosstrókur sem rís 8 km frá yfirborðinu. Hægt er að fræðast meira um Tríton með því að smella hér.

Hvort eldfjöll sé að finna á Plútó og Karon skal ósagt látið. En ef allt gengur að óskum munum við bráðum komast að því, þar sem NASA áætlar að senda geimfar til Plútó árið 2006. Þá mun þekking okkar á þessari fjarlægu og einu ókönnuðu reikistjörnu sólkerfisins, aukast til mikilla muna.

Hér að ofan var aðeins stiklað á stóru um þekkingu okkar á eldvirkni annars staðar í sólkerfinu en á jörðinni. Eins og lesa má vitum við lítið sem ekkert um alla þessa áhugaverðu og spennandi hnetti. Við skulum vona að menn bæti úr því sem fyrst.

Myndir af : Ólympusi, gígum Merkúrs, Sif, Íó og Sólinni af vefsetrinu: NASA - The Planetary Data System

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

29.10.2002

Spyrjandi

Anna Hafliðadóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 29. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2824.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 29. október). Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2824

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2824>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?
Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti.

Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merkúr til að segja til um hvort þar sé eldvirkni eða ekki. Greining á gögnum Magellan-geimfarsins þykja benda til þess að einhver eldvirkni hafi eða kunni að vera til staðar. Yfirborðið er hins vegar mjög gígótt og því gamalt og svipar nokkuð til tunglsins. Líkt og á tunglinu finnast þar sléttari svæði sem gætu verið merki um forna eldvirkni.

Á Venusi er hins vegar að finna mikil eldfjöll en ekki er vitað hvort þau séu virk. Þar er að finna stórar dyngjur eins og Sif Mons, en það fjall er dyngja eins og Skjaldbreiður hér á landi og Ólympsfjall á Mars. Sumir vísindamenn telja líkur á að Venus sé enn eldvirkur hnöttur, en að þar gjósi einungis á fáeinum heitum reitum. Elstu landsvæði Venusar virðast vera um 800 milljón ára gömul, en mikil eldvirkni frá þeim tíma hefur hulið eldra yfirborð og fyllt marga gíga sem hafa myndast á Venusi.

Á mörgum myndum sem teknar hafa verið af Venusi, sjást ýmis athyglisverð kennileiti, þar á meðal hin svonefndu pönnukökueldfjöll. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þessi einkennilegu fjöll hafa myndast, en svo virðist sem þau séu útbrot mjög þykks hrauns og umgjörð þess virðist vera samfallin kúpa yfir stórar kvikuþrær.

Á tunglinu hefur nánast örugglega gosið nokkrum sinnum. Dökku svæðin eða höfin eru fornar hraunbreiður sem bera þess glögg merki að þar hafi eldgos átt sér stað. Nánar má lesa um tunglhöfin með því að smella hér.

Mars er eða var eldvirkur staður. Gríðarhá eldfjöll bera þess merki. Á Mars er til dæmis að finna hæsta fjall sólkerfisins, Ólympsfjall sem er 25 km há dyngja. Það hefur oft gosið í sögu Mars eins og lesa má um hér. Eldfjöllin á Mars eru flest gríðarlega há. Ástæðan er sú að á Mars eru engar flekahreyfingar (þótt þær gætu hafa verið þar einu sinni) og því eru heitu reitirnir alltaf undir sömu stöðunum. Á jörðinni færast eldfjöll úr heita reitnum, kulna og önnur myndast í staðinn, og verða þess vegna ekki svona há. Lágur þyngdarkraftur á Mars á einnig sinn þátt í hve eldfjöllin þar verða stór.

Við vitum ekki hvort eldfjöllin á Mars séu enn virk, en það kemur líklega í hlut fyrstu mannanna sem fara til Mars að skera úr um það. Þar eru gos í það minnsta mun fátíðari en á jörðinni og líklegt þykir að eldgos hafi ekki átt sér stað þar í allt að 150 milljón ár. Ósennilegt verður að teljast að við eigum nokkurn tíma eftir að verða vitni að eldgosi á Mars, en það myndi þó vafalaust vera afar fróðlegt og spennandi.

Af tunglum Júpíters vitum við að Íó er eldvirkt. Sé haf að finna undir ísnum á yfirborði tunglsins Evrópu, gæti vel verið að eldvirkni sé þar að finna og hver veit nema líf leynist í neðansjávarhverunum þar?

Tunglið Íó er jarðfræðingum afar heillandi staður. Þegar Voyager 1. flaug framhjá Júpíter kom það vísindamönnum í opna skjöldu að finna þar virk eldfjöll. Á þeim tíma voru átta eldgos í gangi og fjórum mánuðum síðar, þegar Voyager 2. flaug framhjá, voru sjö þeirra enn í gangi. Myndirnar sem teknar voru sýndu gríðarlega kvikustróka sem risu 300 km frá yfirborðinu, en til samanburðar má geta þess að það er svipuð hæð og geimferjur Bandaríkjamanna eru oftast í. Þessi uppgötvun var einhver sú merkasta í ferðum Voyager geimfaranna vegna þess að þarna voru komnar fram fyrstu sannanir þess efnis að innviðir annarra hnatta sólkerfisins væru í raun heitir og virkir. Eldvirkni er óvíða í sólkerfinu meiri en á Íó og ef miðað er við stærð hnattarins er þetta litla tungl eldvirkasti hnöttur sólkerfisins. Talið er að Íó dæli um einu tonni af gosefnum á sekúndu út í geiminn, og bera jafnvel önnur tungl Júpíters þess merki. Til dæmis telja menn að gosefnin liti Amalþeu sínum appelsínugula lit.

Eldvirkni Íós kemur til vegna flóðkrafta í iðrum hnattarins. Íó er mjög nálægt Júpíter og flóðkraftar sem verka milli þeirra og nágrannatunglsins Ganýmedesar valda því að mikill núningur verður í iðrum Íós. Þessi núningur veldur hinni gríðarlegu eldvirkni á Íó og ef þetta ástand væri ekki til staðar, hefði eldvirknin dáið út fyrir löngu. Nánar má lesa um Íó og eldvirknina með því að smella hér eða hér.

Flest tunglin umhverfis Satúrnus, Úranus og Neptúnus eru það lítil að þau hafa líklega ekki fljótandi kjarna. Þó er þar að finna nokkurs konar eldvirkni á stöku stað. Athyglisverðasta tunglið í ytra sólkerfinu, þegar kemur að jarðfræðilegri virkni, er stærsta tungl Neptúnusar, Tríton. Á Tríton er nefnilega að finna sérkennilega goshveri sem kalla mætti íseldfjöll. Slík íseldfjöll gæti einnig verið að finna á Enkeladusi og Díónu, tunglum Satúrnusar, og Míröndu og ef til vill Óberon, tunglum Úranusar.

Talið er að víða á yfirborði Trítons sé tiltölulega gagnsær niturís, um metri að þykkt, sem hvílir ofan á öðru dekkra lagi. Sólarljósið skín auðveldlega í gegnum þennan ís og hitar dökka lagið svo að ísinn ofan á því bráðnar, þrátt fyrir að hitastigið þar sé um -235°C. Fljótandi köfnunarefni af stóru svæði rennur þá til undir ísnum og myndar nokkurs konar kvikuþró. Þegar þrýstingurinn eykst brestur ísinn og niturstrókur gýs upp ásamt hluta af dökka undirlaginu. Þessi efni berast síðan undan vindi og falla aftur niður. Á einni mynd Voyagers 2. sést gosstrókur sem rís 8 km frá yfirborðinu. Hægt er að fræðast meira um Tríton með því að smella hér.

Hvort eldfjöll sé að finna á Plútó og Karon skal ósagt látið. En ef allt gengur að óskum munum við bráðum komast að því, þar sem NASA áætlar að senda geimfar til Plútó árið 2006. Þá mun þekking okkar á þessari fjarlægu og einu ókönnuðu reikistjörnu sólkerfisins, aukast til mikilla muna.

Hér að ofan var aðeins stiklað á stóru um þekkingu okkar á eldvirkni annars staðar í sólkerfinu en á jörðinni. Eins og lesa má vitum við lítið sem ekkert um alla þessa áhugaverðu og spennandi hnetti. Við skulum vona að menn bæti úr því sem fyrst.

Myndir af : Ólympusi, gígum Merkúrs, Sif, Íó og Sólinni af vefsetrinu: NASA - The Planetary Data System...