Mesta dýpi gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnunnar og myndaðist sennilega við árekstur smástirnis fyrir um 3,9 milljörðum ára. Áreksturinn hafði líklega nokkur áhrif á sögu Mars. Nákvæmlega hinum megin á hnettinum er eldfjallið Alba Patera sem líklega hefur orðið til vegna höggbylgnanna sem urðu til í kjölfar árekstrarins. Gígurinn er meðal stærstu gíga sólkerfisins og ásamt Marinerdölunum og Ólympsfjalli er hann eitt stærsta kennileiti Mars. Á tunglinu er að öllum líkindum stærsti gígur sólkerfisins. Hann nefnist Suðurpóls-Aitken og er meira en 2500 km í þvermál og 12 km djúpur. Heimildir og mynd:
- Vefsíða NASA um sólkerfið
- Stjörnufræðivefurinn
- Planetary Science Research