Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1214 svör fundust
Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?
Kvengórillur verða kynþroska um 7-8 ára gamlar og eignast venjulega sinn fyrsta unga þegar þær eru um 10 ára. Rannsóknir sýna að þær eignast unga á um það bil fjögurra ára fresti, þar sem unginn sem fyrir er, þarf að vera hættur á spena áður en nýr kemur til sögunnar. Þar sem villtar górillur ná vart meira en 35 ...
Hvaðan kemur orðið frímerki?
Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...
Hvaða spendýr er með minnstu augun?
Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?
Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr. Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi ...
Hvernig mælir maður magn nitursambanda í jarðvegi?
Algengustu mælingar á nitursamböndum (köfnunarefnissamböndum) í jarðvegi eru mælingar á heildarmagni niturs (N) og ólífræns niturs (ammóníum og nítrat). Auk þess eru margvísleg nitursambönd í lífrænum efnum í jarðvegi, allt frá plöntuleifum til moldarefna. Í stuttu máli er hér greint frá nokkrum algengum mæliaðfe...
Hvað er smættarkenning?
Smættun (e. reduction) er þegar hugtak eða kenning er skýrð eða skilgreind með öðru hugtaki eða kenningu sem er talin liggja henni til grundvallar. Tæmandi grein er gerð fyrir lögmálum á einu sviði með lögmálum á öðru sviði eða ákveðnum hlut eða fyrirbæri lýst sem fyrirbæri á öðru sviði. Dæmi um setningar sem fela...
Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?
Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd): Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá). Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). 1. mynd. Þrjár gerðir misge...
Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka? Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá:...
Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?
Steingervingar eru steinrunnar leifar eða för dýra eða plantna sem varðveittar eru í jarðlögum. Sagt er að Leonardó da Vinci (dagbók frá um 1500) hafi fyrstur manna áttað sig á því að steingerðar skeljar í jarðlögum á Ítalíu séu menjar lifandi dýra – almennt var talið að skeljarnar hefðu vaxið í berginu. Hins v...
Getur kannabis læknað krabbamein?
Upprunaleg spurning Helgu var: Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu? Og Kristinn spurði: Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur? Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að ly...
Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?
Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...
Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?
Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin f...
Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið?
Vísindamenn telja að það dýr sem hafi besta lyktarskynið sé fiðrildi af ættbálknum Lepidoptera. Fremstur á meðal jafningja í ættbálknum hvað lyktarskyn varðar er karldýr keisarafiðrildisins (Eudia pavonia) en lyktarskyn þess er gríðarlega næmt. Keisarafiðrildið hefur 55 til 75 millimetra vænghaf en kvendýrin er...
Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp?
Um þessar mundir, í febrúar 2004, skína tvær reikistjörnur skært í suðvestri á kvöldin og morgnana. Á kvöldhimninum birtist Venus björt og fögur stuttu áður en húmar að og er á himninum talsvert frameftir kvöldi. Á morgunhimninum er það hins vegar Júpíter sem sést skína bjartur. Júpíter kemur upp um rétt fyrir klu...
Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?
Við viljum leynt og ljóst hvetja lesendur okkar til að afla sér meiri þekkingar en unnt er að birta í svörum okkar. Þetta gerum við með því að geta heimilda og nefna lesefni þegar svo ber undir, en einnig með því að vísa til annarra svara hjá okkur, ýmist með því að birta aðra spurningu í heild í texta eða þá með ...