Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til efni sem storkna við hitun?

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019)

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Venjulega þarf að flytja varma inn í fast efni svo að það bráðni. Eru til efni sem storkna við aukinn hita?
Já, reyndar.

Rannsóknahópur við Fourier-háskólann í Grenoble hefur nýverið skrifað vísindagrein um efnablöndu með sérkennilega eiginleika. Í henni er alpha-cyclodextrine, sem inniheldur sameindahringi með sex glúkósasameindum, blandað við 4-methylpyridine og vatn.

Þessi undarlega blanda er gegnsær vökvi við stofuhita. Þegar hún er hituð upp í 45-75°C, storknar blandan og verður hvít á lit. Rannsóknir hópsins sýna að efnið hefur orðið fyrir hamskiptum frá vökva í storku.

Eðlisfræðin bak við þessa furðulegu storknun byggist á svokölluðum vetnistengjum. Slík tengi halda cyclodextrini saman, en það virðist brotna úr þeim viðjum við aukinn hita og hafa tækifæri til þess að bindast í fast efni. Þegar áfram er hitað upp fyrir um 95°C verður hið undarlega efni aftur vökvi!

Heimild: M. Plazanet et al. 2004, J. Chem. Phys. 121, bls. 5031.

Höfundur

prófessor í eðlisfræði

Útgáfudagur

7.1.2005

Spyrjandi

Davíð Þór Þorsteinsson

Tilvísun

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). „Eru til efni sem storkna við hitun?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4706.

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). (2005, 7. janúar). Eru til efni sem storkna við hitun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4706

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). „Eru til efni sem storkna við hitun?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4706>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til efni sem storkna við hitun?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Venjulega þarf að flytja varma inn í fast efni svo að það bráðni. Eru til efni sem storkna við aukinn hita?
Já, reyndar.

Rannsóknahópur við Fourier-háskólann í Grenoble hefur nýverið skrifað vísindagrein um efnablöndu með sérkennilega eiginleika. Í henni er alpha-cyclodextrine, sem inniheldur sameindahringi með sex glúkósasameindum, blandað við 4-methylpyridine og vatn.

Þessi undarlega blanda er gegnsær vökvi við stofuhita. Þegar hún er hituð upp í 45-75°C, storknar blandan og verður hvít á lit. Rannsóknir hópsins sýna að efnið hefur orðið fyrir hamskiptum frá vökva í storku.

Eðlisfræðin bak við þessa furðulegu storknun byggist á svokölluðum vetnistengjum. Slík tengi halda cyclodextrini saman, en það virðist brotna úr þeim viðjum við aukinn hita og hafa tækifæri til þess að bindast í fast efni. Þegar áfram er hitað upp fyrir um 95°C verður hið undarlega efni aftur vökvi!

Heimild: M. Plazanet et al. 2004, J. Chem. Phys. 121, bls. 5031....