Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?

Jón Már Halldórsson

Kvengórillur verða kynþroska um 7-8 ára gamlar og eignast venjulega sinn fyrsta unga þegar þær eru um 10 ára. Rannsóknir sýna að þær eignast unga á um það bil fjögurra ára fresti, þar sem unginn sem fyrir er, þarf að vera hættur á spena áður en nýr kemur til sögunnar. Þar sem villtar górillur ná vart meira en 35 ára aldri má því ætla að þær geti eignast í mesta lagi 5-6 unga um ævina, að því gefnu að allir ungarnir komist á legg.



Stolt górillumóðir með ungann sinn.

Í framhaldi af þessu má nefna að afföll górilluunga eru mikil. Aðeins um 40% þeirra ná kynþroskaaldri eða að meðaltali þrír ungar á hverja górillu. Það er því greinilegt að viðkoma hjá þessari tegund er hæg og hún er afar viðkvæm fyrir rányrkju okkar mannanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Zoo.be

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.11.2005

Spyrjandi

Edda Rún, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5410.

Jón Már Halldórsson. (2005, 16. nóvember). Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5410

Jón Már Halldórsson. „Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5410>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?
Kvengórillur verða kynþroska um 7-8 ára gamlar og eignast venjulega sinn fyrsta unga þegar þær eru um 10 ára. Rannsóknir sýna að þær eignast unga á um það bil fjögurra ára fresti, þar sem unginn sem fyrir er, þarf að vera hættur á spena áður en nýr kemur til sögunnar. Þar sem villtar górillur ná vart meira en 35 ára aldri má því ætla að þær geti eignast í mesta lagi 5-6 unga um ævina, að því gefnu að allir ungarnir komist á legg.



Stolt górillumóðir með ungann sinn.

Í framhaldi af þessu má nefna að afföll górilluunga eru mikil. Aðeins um 40% þeirra ná kynþroskaaldri eða að meðaltali þrír ungar á hverja górillu. Það er því greinilegt að viðkoma hjá þessari tegund er hæg og hún er afar viðkvæm fyrir rányrkju okkar mannanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Zoo.be ...