Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?

Jón Már Halldórsson

Rannsóknir á fæðuháttum vesturláglendisgórillunnar (Gorilla gorilla gorilla), einnar af fimm deilitegundum górilluapa, sýna að górillur leggja fjölda tegunda plantna og ávaxta sér til munns. Hlutfallsleg skipting milli fæðuflokka, samkvæmt vistfræðirannsóknum, gefur til kynna að 67% fæðunnar séu ávextir. Er þá um að ræða fjölmargar tegundir stórra ávaxta, raunar einna minnst af banönum!

Rannsóknirnar leiða ennfremur í ljós að 17% fæðunnar eru fræ, laufblöð og aðrir plöntuhlutar, en afgangurinn ýmsar tegundir hryggleysingja, aðallega skordýr sem górillurnar tína upp af jörðinni, svo sem termítar og maurar.

Þess má geta að prímatafræðingar hafa tekið flokkunarfræði górilluapa til gagnvirkrar endurskoðunar og teljast górillur nú til tveggja tegunda: Gorilla gorilla og Gorilla berengei. Lengi vel voru fræðimenn sammála um að górilluapar teldust til einnar tegundar sem greindist síðan í þrjár deilitegundir: Vesturláglendisgórilluna (Gorilla gorilla gorilla), austurláglendisgórilluna (Gorilla gorilla grauerei) og fjallagórilluna (Gorilla gorilla berengei).

Laust fyrir síðustu aldamót greindu fræðimenn hinsvegar górilluapa Mið-Afríku í tvær aðskildar tegundir. Stofninum í vesturhlutanum, tegundin Gorilla gorilla (vesturláglendisgórillan), er skipt niður í tvær deilitegundir: Vesturláglendisgórilluna (Gorilla gorilla gorilla) og deilitegund sem Cross-fljótið skilur frá vesturláglendisgórillöpunum. Sú deilitegund er nefnd eftir fljótinu og heitir crossfljótsgórillur (e. Cross-river gorilla, Gorilla gorilla diehli). Af þessari deilitegund eru aðeins um 150 einstaklingar eftir og þeir búa á mjög skertum svæðum í Nígeríu og Kamerún.

Sú tegund górilluapa sem lifir í austurhluta Mið-Afríku, nefnist nú á fræðimáli austurgórillur (Gorilla berengei) og er enn deilt um flokkunarfræði hennar. Deilitegundirnar eru að minnsta kosti tvær: Austurláglendisgórillan (Gorilla berengei grauerei) og fjallagórillan (Gorilla berengei berengei). Ágreiningur fræðimanna snýst um það hvort fjallagórillan sé ein deilitegund eða tvær.

Sumir líffræðingar halda því fram að útlitsmunur tveggja stofna fjallagórillunnar sé svo mikill að þörf sé á að greina þær í tvær deilitegundir, þá sem lifir í Virunga (virungafjallagórillur) og þá sem lifir í Bwindi-fjalllendinu í Úganda (bwindifjallagórillur). Flokkunarfræði górilluapa á því líklega eftir að breytast nokkuð á komandi árum.

Mynd:

exZOOberance

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.4.2003

Spyrjandi

Dagný Ösp, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3365.

Jón Már Halldórsson. (2003, 28. apríl). Hvað éta górillur (fyrir utan banana)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3365

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3365>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?
Rannsóknir á fæðuháttum vesturláglendisgórillunnar (Gorilla gorilla gorilla), einnar af fimm deilitegundum górilluapa, sýna að górillur leggja fjölda tegunda plantna og ávaxta sér til munns. Hlutfallsleg skipting milli fæðuflokka, samkvæmt vistfræðirannsóknum, gefur til kynna að 67% fæðunnar séu ávextir. Er þá um að ræða fjölmargar tegundir stórra ávaxta, raunar einna minnst af banönum!

Rannsóknirnar leiða ennfremur í ljós að 17% fæðunnar eru fræ, laufblöð og aðrir plöntuhlutar, en afgangurinn ýmsar tegundir hryggleysingja, aðallega skordýr sem górillurnar tína upp af jörðinni, svo sem termítar og maurar.

Þess má geta að prímatafræðingar hafa tekið flokkunarfræði górilluapa til gagnvirkrar endurskoðunar og teljast górillur nú til tveggja tegunda: Gorilla gorilla og Gorilla berengei. Lengi vel voru fræðimenn sammála um að górilluapar teldust til einnar tegundar sem greindist síðan í þrjár deilitegundir: Vesturláglendisgórilluna (Gorilla gorilla gorilla), austurláglendisgórilluna (Gorilla gorilla grauerei) og fjallagórilluna (Gorilla gorilla berengei).

Laust fyrir síðustu aldamót greindu fræðimenn hinsvegar górilluapa Mið-Afríku í tvær aðskildar tegundir. Stofninum í vesturhlutanum, tegundin Gorilla gorilla (vesturláglendisgórillan), er skipt niður í tvær deilitegundir: Vesturláglendisgórilluna (Gorilla gorilla gorilla) og deilitegund sem Cross-fljótið skilur frá vesturláglendisgórillöpunum. Sú deilitegund er nefnd eftir fljótinu og heitir crossfljótsgórillur (e. Cross-river gorilla, Gorilla gorilla diehli). Af þessari deilitegund eru aðeins um 150 einstaklingar eftir og þeir búa á mjög skertum svæðum í Nígeríu og Kamerún.

Sú tegund górilluapa sem lifir í austurhluta Mið-Afríku, nefnist nú á fræðimáli austurgórillur (Gorilla berengei) og er enn deilt um flokkunarfræði hennar. Deilitegundirnar eru að minnsta kosti tvær: Austurláglendisgórillan (Gorilla berengei grauerei) og fjallagórillan (Gorilla berengei berengei). Ágreiningur fræðimanna snýst um það hvort fjallagórillan sé ein deilitegund eða tvær.

Sumir líffræðingar halda því fram að útlitsmunur tveggja stofna fjallagórillunnar sé svo mikill að þörf sé á að greina þær í tvær deilitegundir, þá sem lifir í Virunga (virungafjallagórillur) og þá sem lifir í Bwindi-fjalllendinu í Úganda (bwindifjallagórillur). Flokkunarfræði górilluapa á því líklega eftir að breytast nokkuð á komandi árum.

Mynd:

exZOOberance...