Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Kvosin er lægð, eins og Fossvogur og Kópavogur, sem ísaldarjöklar hafa sorfið niður í Reykjavíkurgrágrýtið en það liggur yfir öllu svæðinu frá Mosfellssveit suður fyrir Hafnarfjörð. Tjörnin er í þessari dæld og afmarkast af Vatnsmýri annars vegar og sjávarkambi (þar sem Alþingishúsið stendur) hins vegar.
Í ísaldarlok, þegar sjávarstaða var miklu hærri en nú eins og malarhjallarnir í Ártúnshöfða sýna, voru þarna margar eyjar: Valhúsahæð, holtið þar sem Landakotskirkja stendur, Skólavörðuholt, Öskjuhlíð. Eftir að land reis hefur gengið dálítill fjörður inn úr norðri, þar sem Kvosin er nú, og sjávargangur síðan lokað honum með malarrifi. Innar í voginum myndaðist mýri, Vatnsmýrin. Úr henni rennur vatn í Tjörnina og úr Tjörninni rann Lækurinn til sjávar en hann er fyrir löngu orðinn að ræsi undir Lækjargötu.
Þess má geta að malarrif tengja/tengdu margar þessar eyjar við land, til dæmis Örfirisey, Geldinganes og Valhúsahæð.
Frekari útskýringar og dæmi um rofmátt jökla er að finna í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað er jökulrof?, Hvernig varð Fossvogsdalurinn til? og Hvernig myndaðist Hvalfjörður?
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3965.
Sigurður Steinþórsson. (2004, 23. janúar). Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3965
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3965>.