Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?

Ari Páll Kristinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka?

Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá: Helín, natrín, kalín og svo framvegis. Enn fremur orðmyndir eins og úran og plúton. Þetta má til að mynda sjá í Orðaskrá um eðlisfræði og skyldar greinar. Ákvörðun þessi var byggð á heildstæðum tillögum frá Þorsteini Sæmundssyni.

Þjálla er að nota til dæmis úran og plúton en -íum-orðin í þeim tilvikum. Á myndinni sjást kjarnaofnar en svonefnt auðgað úran er notað sem eldsneyti í þá.

Frá upphafi hefur Vísindavefurinn leitast við að nota þessar orðmyndir en hver textahöfundur eða þýðandi tekur síðan væntanlega sína ákvörðun um hvað hann notar eða mælir með. Í orðabók teljum við hins vegar réttast að sýna báðar gerðir, það er plúton/plútoníum, helín/helíum og svo framvegis. Það er gert í bæði Stafsetningarorðabókinni og Íslenskri orðabók. Aftur á móti má benda á að í Hugtakasafni þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins er farið bil beggja. Þar er úran og plúton notað í stað úraníum og plútoníum en helíum, natríum og kalíum notað í stað helín, natrín og kalín.

Í orðabók teljum við réttast að sýna báðar gerðir, það er plúton/plútoníum, helín/helíum og svo framvegis.

Heimildir:
  • Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. (Skoðað 23.09.2016).
  • Íslensk orðabók. 2007. Mörður Árnason (ritstjóri), 4. útgáfa, byggð á 3. prentun frá 2005 með allnokkrum breytingum. Reykjavík: Edda.
  • Orðaskrá um eðlisfræði og skyldar greinar. 1996. Viðar Guðmundsson og Þorsteinn Vilhjálmsson (ritstjórar), Orðanefnd Eðlisfræðifélags Íslands. Reykjavík: Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar.
  • Stafsetningarorðabókin. 2006. Dóra Hafsteinsdótir (ritstjóri). Reykjavík: Íslensk málnefnd: JPV útgáfa.
  • Þorsteinn Sæmundsson. Nöfn frumefnanna. (Skoðað 23.09.2016).

Myndir:

Höfundar

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.9.2016

Spyrjandi

Helgi Haraldsson

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?“ Vísindavefurinn, 23. september 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70285.

Ari Páll Kristinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2016, 23. september). Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70285

Ari Páll Kristinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70285>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka?

Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá: Helín, natrín, kalín og svo framvegis. Enn fremur orðmyndir eins og úran og plúton. Þetta má til að mynda sjá í Orðaskrá um eðlisfræði og skyldar greinar. Ákvörðun þessi var byggð á heildstæðum tillögum frá Þorsteini Sæmundssyni.

Þjálla er að nota til dæmis úran og plúton en -íum-orðin í þeim tilvikum. Á myndinni sjást kjarnaofnar en svonefnt auðgað úran er notað sem eldsneyti í þá.

Frá upphafi hefur Vísindavefurinn leitast við að nota þessar orðmyndir en hver textahöfundur eða þýðandi tekur síðan væntanlega sína ákvörðun um hvað hann notar eða mælir með. Í orðabók teljum við hins vegar réttast að sýna báðar gerðir, það er plúton/plútoníum, helín/helíum og svo framvegis. Það er gert í bæði Stafsetningarorðabókinni og Íslenskri orðabók. Aftur á móti má benda á að í Hugtakasafni þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins er farið bil beggja. Þar er úran og plúton notað í stað úraníum og plútoníum en helíum, natríum og kalíum notað í stað helín, natrín og kalín.

Í orðabók teljum við réttast að sýna báðar gerðir, það er plúton/plútoníum, helín/helíum og svo framvegis.

Heimildir:
  • Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. (Skoðað 23.09.2016).
  • Íslensk orðabók. 2007. Mörður Árnason (ritstjóri), 4. útgáfa, byggð á 3. prentun frá 2005 með allnokkrum breytingum. Reykjavík: Edda.
  • Orðaskrá um eðlisfræði og skyldar greinar. 1996. Viðar Guðmundsson og Þorsteinn Vilhjálmsson (ritstjórar), Orðanefnd Eðlisfræðifélags Íslands. Reykjavík: Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar.
  • Stafsetningarorðabókin. 2006. Dóra Hafsteinsdótir (ritstjóri). Reykjavík: Íslensk málnefnd: JPV útgáfa.
  • Þorsteinn Sæmundsson. Nöfn frumefnanna. (Skoðað 23.09.2016).

Myndir:

...