Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna telst helín eðallofttegund þegar það hefur bara 2 rafeindir?

Sigþór Pétursson

Eðallofttegundirnar eru sjö talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe), radon (Rn) og frumefni númer 118 (Uuo) en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Eðallofttegundirnar eru í 18. flokki lotukerfisins (áður kallað 8. flokkur), það er frumefnin lengst til hægri innan hverrar lotu lotukerfisins. Eðallofttegundirnar eru allar einfrumeinda, litarlausar lofttegundir sem auk þess eru mjög óhvarfgjarnar. Óhvarfgirni þessara frumefna er vegna þess að ystu svigrúm þeirra, svokölluð gildissvigrúm, eru fullskipuð rafeindum.

Svokölluð „neonljós“ er oft að finna í ljósaskiltum en þau innihalda oft aðrar eðallofttegundir en neon.

Úr því að spurt er um af hverju helín með aðeins tvær róteindir og þar af leiðandi tvær rafeindir í óhlöðnu ástandi teljist eðallofttegund virðist vera að gengið sé út frá því að einhver annar fjöldi rafeinda einkenni hinar eðallofttegundir. Svo er ekki, fjöldi rafeinda hjá eðallofttegundunum vex niður lotukerfið og því hafa engar þeirra sama heildarfjölda rafeinda.

Spyrjandi er þó líklega að hugsa um svokallaða áttureglu. Allar hinar eðallofttegundirnar eiga það nefnilega sameiginlegt að gildissvigrúm þeirra eru fullskipuð með átta rafeindir. Þessi gildissvigrúm eru svokölluð s-svigrúm, sem taka við tveimur rafeindum, og p-svigrúm en þau eru þrjú innan hverrar lotu og geta hýst samtals sex rafeindir. Í fyrstu lotu lotukerfisins eru bara vetni og helín en þar fara rafeindir í fyrsta aðalhvolfið sem inniheldur aðeins eitt s-svigrúm. Þetta eina og þar af leiðandi ysta svigrúm er fullt hjá helín með aðeins tvær rafeindir. Helín, sem er stöðugasta eðallofttegundin, passar því vel inn í hóp eðallofttegundanna.

Mynd:

Höfundur

prófessor í efnafræði við HA

Útgáfudagur

6.9.2013

Síðast uppfært

22.6.2017

Spyrjandi

Rökkvi Hljómur Kristjánsson

Tilvísun

Sigþór Pétursson. „Hvers vegna telst helín eðallofttegund þegar það hefur bara 2 rafeindir?“ Vísindavefurinn, 6. september 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61026.

Sigþór Pétursson. (2013, 6. september). Hvers vegna telst helín eðallofttegund þegar það hefur bara 2 rafeindir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61026

Sigþór Pétursson. „Hvers vegna telst helín eðallofttegund þegar það hefur bara 2 rafeindir?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61026>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna telst helín eðallofttegund þegar það hefur bara 2 rafeindir?
Eðallofttegundirnar eru sjö talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe), radon (Rn) og frumefni númer 118 (Uuo) en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Eðallofttegundirnar eru í 18. flokki lotukerfisins (áður kallað 8. flokkur), það er frumefnin lengst til hægri innan hverrar lotu lotukerfisins. Eðallofttegundirnar eru allar einfrumeinda, litarlausar lofttegundir sem auk þess eru mjög óhvarfgjarnar. Óhvarfgirni þessara frumefna er vegna þess að ystu svigrúm þeirra, svokölluð gildissvigrúm, eru fullskipuð rafeindum.

Svokölluð „neonljós“ er oft að finna í ljósaskiltum en þau innihalda oft aðrar eðallofttegundir en neon.

Úr því að spurt er um af hverju helín með aðeins tvær róteindir og þar af leiðandi tvær rafeindir í óhlöðnu ástandi teljist eðallofttegund virðist vera að gengið sé út frá því að einhver annar fjöldi rafeinda einkenni hinar eðallofttegundir. Svo er ekki, fjöldi rafeinda hjá eðallofttegundunum vex niður lotukerfið og því hafa engar þeirra sama heildarfjölda rafeinda.

Spyrjandi er þó líklega að hugsa um svokallaða áttureglu. Allar hinar eðallofttegundirnar eiga það nefnilega sameiginlegt að gildissvigrúm þeirra eru fullskipuð með átta rafeindir. Þessi gildissvigrúm eru svokölluð s-svigrúm, sem taka við tveimur rafeindum, og p-svigrúm en þau eru þrjú innan hverrar lotu og geta hýst samtals sex rafeindir. Í fyrstu lotu lotukerfisins eru bara vetni og helín en þar fara rafeindir í fyrsta aðalhvolfið sem inniheldur aðeins eitt s-svigrúm. Þetta eina og þar af leiðandi ysta svigrúm er fullt hjá helín með aðeins tvær rafeindir. Helín, sem er stöðugasta eðallofttegundin, passar því vel inn í hóp eðallofttegundanna.

Mynd:

...