Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 333 svör fundust
Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?
Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við ...
Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?
Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...
Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?
Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...
Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?
Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinna...
Hvernig fara geimfarar í sturtu?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Theodórs Sigurðssonar (f. 1989):Hvernig losna geimfarar við úrgang sinn? Er það satt að hlandið harðni út í geimnum?Eftirfarandi svar er byggt á heimildum um aðbúnað geimfara í bandarísku geimskutlunum en gefur góða hugmynd um aðbúnað geimfara almennt. Þess má geta að spu...
Hvað þýðir spútnik?
Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist...
Hvernig urðu orkulindirnar til?
Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...
Hvað hafa margir farið í geimferðir?
Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...
Hvað gerist þegar vatni er hellt úr íláti í þyngdarleysi?
Fleiri spurningar:Er hægt að hella vatni í þyngdarleysi? Og ef sú er raunin er þá hægt að lepja það úr loftinu? Hvað verður um vatn þegar að kemst út í geiminn? Flýtur það eða eitthvað annað? Hvað gerist ef þú hellir úr vatnsfötu úti í geimnum? Í geimstöðvum sem hringsóla um jörðina er nánast algjört þyngdarl...
Eru til hægri og vinstri úti í geimnum?
Hægri og vinstri eru orð sem við notum yfir afstöðu hluta í umhverfinu til líkama okkar. Í Íslenskri orðabók (ritstjóri Árni Böðvarsson) segir um orðið hægri í þessari merkingu: ‘um þá hlið líkamans þar sem hjartað er ekki: h. fótur, h. hönd; um átt eða stefnu sem miðast við hægri hlið líkamans’. Vinstri er svo á ...
Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?
Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulby...
Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?
Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...
Hvað er útvarpssjónauki og hvernig er hann notaður?
Á fjórða áratug tuttugustu aldar uppgötvaði bandaríski eðlisfræðingurinn Karl Jansky fyrir slysni að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum. Hluti útvarpsbylgnanna hafa sömu tíðni og ýmsar útvarpsstöðvar en þær eru daufar og að sjálfsögðu er þar ekkert að heyra annað en snark og suð. Til þess að geta numið útv...
Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?
Þegar við heyrum hljóð hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Hljóðnemi breytir líka hljóði í rafstraum. Þegar hljóðinu er útvarpað er rafmerkinu breytt í mótaðar rafsegulbylgjur eins og lýst er í svari SIV við spurni...
Er það satt að Júpíter sé gasský?
Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...