Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?

Einar Árnason

Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við S-laga pípu. Loft getur því leikið um næringarlausnina en bakteríur falla til botns í neðsta hluta pípunnar. Ekkert líf hefur kviknað í þeim. Líf kviknar því ekki af sjálfu sér þótt allar aðstæður til að það fái þrifist séu til staðar. (Kolburnar eru enn til sýnis á Pasteur stofnuninni og enn hefur ekkert líf kviknað í þeim).

Önnur staðreynd þróunarfræðinnar er að allt líf á jörðinni er einstofna. Einhvern veginn kviknaði því líf á jörðinni. Einhvern tíma varð því frávik frá reglu Pasteur. Hvernig gerðist það, hver var fyrsta lífveran?

Fyrst þarf að svara því hvað er líf? Við gætum svarað því með ábendingarskilgreiningu sem heimspekin kallar svo. Bendum á sandinn í fjörunni, hann er dauður; bendum á tjaldinn sem stingur nefinu í sandinn, hann er lifandi. En þessi aðferð er ekki fullnægjandi af ýmsum ástæðum. Til dæmis leggja mismunandi menn mismunandi hluti til grundvallar dómi um hvað ætti að teljast lifandi. Þannig eru til þeir sem segja að veirur séu ekki lífverur --- þær eru bara kjarnsýra með próteinhjúp og þær gætu ekki fjölgað sér þótt þær væru settar beint í næringarsúpuna hans Pasteur.

Þróunarfræðin getur svarað spurningunni um hvað er líf? með því að ganga út frá lögmálum Darwins sem frumsetningum eða ,,axiom`` Athugið samt að með beitingu þessara frumsetninga er einungis verið að svara spurningunni um hvað er líf. Líffræði er raunvísindi og verður ekki leidd af frumsetningum eins og rúmfræði Evklíðs. Sjá hér fyrri skýringar á Vísindavefnum á lögmálum Darwins.

Lögmál Darwins eru þrjú, um breytileika, erfðir, og mishraða æxlun. Samkvæmt þessu er líf hvert það kerfi sem fullnægir skilyrðum frumsetninganna, allra í senn. Líf er það kerfi sem sýnir breytileika, erfðir, og mishraða æxlun.

Með þessa skilgreiningu að vopni getum við svarað spurningunni. Fyrsta lífveran á jörðinni var það sem fyrst hafði þetta þrennt til að bera, hvað svo sem það var. Það hefði til dæmis getað verið RNA-sameind. RNA-sameindir hafa þá eiginleika að geta verið breytilegar í röð kirna, þær hafa stöðugleika (erfðir), þær geta verkað sem efnahvatar og þær gætu því hugsanlega hafa hvatt sjálfseftirmyndun sína (mishröð æxlun).

Á þennan hátt veitir þróunarfræðin svör við spurningunni um fyrstu lífveruna á jörðinni, spurningunni um hvernig líf varð til. Að fyrstu lífverur hafi verið RNA-sameindir er hinsvegar tilgáta.

Um RNA og DNA má lesa nánar á Vísindavefnum í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningu um það efni.

Sjá einnig svör Guðmundar Eggertssonar við Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? og Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

9.3.2000

Síðast uppfært

11.7.2017

Spyrjandi

Erik Christianson Chaillot, f. 1987

Tilvísun

Einar Árnason. „Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=204.

Einar Árnason. (2000, 9. mars). Hver var fyrsta lífveran á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=204

Einar Árnason. „Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=204>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?
Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við S-laga pípu. Loft getur því leikið um næringarlausnina en bakteríur falla til botns í neðsta hluta pípunnar. Ekkert líf hefur kviknað í þeim. Líf kviknar því ekki af sjálfu sér þótt allar aðstæður til að það fái þrifist séu til staðar. (Kolburnar eru enn til sýnis á Pasteur stofnuninni og enn hefur ekkert líf kviknað í þeim).

Önnur staðreynd þróunarfræðinnar er að allt líf á jörðinni er einstofna. Einhvern veginn kviknaði því líf á jörðinni. Einhvern tíma varð því frávik frá reglu Pasteur. Hvernig gerðist það, hver var fyrsta lífveran?

Fyrst þarf að svara því hvað er líf? Við gætum svarað því með ábendingarskilgreiningu sem heimspekin kallar svo. Bendum á sandinn í fjörunni, hann er dauður; bendum á tjaldinn sem stingur nefinu í sandinn, hann er lifandi. En þessi aðferð er ekki fullnægjandi af ýmsum ástæðum. Til dæmis leggja mismunandi menn mismunandi hluti til grundvallar dómi um hvað ætti að teljast lifandi. Þannig eru til þeir sem segja að veirur séu ekki lífverur --- þær eru bara kjarnsýra með próteinhjúp og þær gætu ekki fjölgað sér þótt þær væru settar beint í næringarsúpuna hans Pasteur.

Þróunarfræðin getur svarað spurningunni um hvað er líf? með því að ganga út frá lögmálum Darwins sem frumsetningum eða ,,axiom`` Athugið samt að með beitingu þessara frumsetninga er einungis verið að svara spurningunni um hvað er líf. Líffræði er raunvísindi og verður ekki leidd af frumsetningum eins og rúmfræði Evklíðs. Sjá hér fyrri skýringar á Vísindavefnum á lögmálum Darwins.

Lögmál Darwins eru þrjú, um breytileika, erfðir, og mishraða æxlun. Samkvæmt þessu er líf hvert það kerfi sem fullnægir skilyrðum frumsetninganna, allra í senn. Líf er það kerfi sem sýnir breytileika, erfðir, og mishraða æxlun.

Með þessa skilgreiningu að vopni getum við svarað spurningunni. Fyrsta lífveran á jörðinni var það sem fyrst hafði þetta þrennt til að bera, hvað svo sem það var. Það hefði til dæmis getað verið RNA-sameind. RNA-sameindir hafa þá eiginleika að geta verið breytilegar í röð kirna, þær hafa stöðugleika (erfðir), þær geta verkað sem efnahvatar og þær gætu því hugsanlega hafa hvatt sjálfseftirmyndun sína (mishröð æxlun).

Á þennan hátt veitir þróunarfræðin svör við spurningunni um fyrstu lífveruna á jörðinni, spurningunni um hvernig líf varð til. Að fyrstu lífverur hafi verið RNA-sameindir er hinsvegar tilgáta.

Um RNA og DNA má lesa nánar á Vísindavefnum í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningu um það efni.

Sjá einnig svör Guðmundar Eggertssonar við Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? og Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?...