Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova.

Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að verða á undan Bandaríkjamönnum að senda konu út í geiminn. Reynsla af fallhlífarstökki vó þungt í vali á þessum kvennahópi þar sem væntanlegur geimfari mundi ekki koma alla leið til jarðar í geimfarinu heldur svífa síðasta spölinn í fallhlíf.

Úr þessum fimm kvenna hópi var Tereshkova valin til þess að verða fyrsti kvengeimfarinn. Þann 16. júní 1963 var henni skotið á braut umhverfis jörðu í geimfarinu Vostok 6. Alls var Tereshkova 70 klukkustundir og 50 mínútur í geimnum og fór á þeim tíma 48 hringi umhverfis jörðina.



Fyrstu konurnar sem fóru út í geiminn, Tereshkova árið 1963, þá Savitskaya árið 1982 og svo Ride 1983.

Tereshkova fór aðeins í þessa einu geimferð, en lítill áhugi var á að senda konur út í geiminn eftir þessa fyrstu ferð. Það liðu næstum tveir áratugir þar til kona fór næst út í geiminn, en sú var einnig frá Sovétríkjunum, Svetlana Savitskaya. Þann 19. ágúst 1982 var hún ein af þriggja manna áhöfn Soyuz T-7 sem fór til Salyut 7 geimstöðvarinnar. Alls stóð ferð Savitskaya yfir í tæpa 8 daga. Tveimur árum seinna, í júlí 1984 fór hún í annað sinn í Salyut 7 geimstöðina og dvaldi þá tæpa 12 daga í geimnum. Í þeirri ferð fór hún í geimgöngu fyrst kvenna.

Fyrsti bandaríski kvengeimfarinn var Sally Kristen Ride. Hún fór tvær ferðir með Challenger-geimskutlunni, þá fyrri 18. júní 1983 og þá síðari í október árið 1984. Samtals var hún rúma 14 sólahringa í geimnum.

Undir lok árs 2009 höfðu 510 manns farið út í geiminn, þar af 50 konur. Fjórar konur hafa farist í geimferðaslysum. Tvær konur voru í sjö manna áhöfn geimferjunnar Kólumbíu sem brotnaði á leið til jarðar árið 2003 með þeim afleiðingum að allir um borð létust. Tvær konur voru einnig um borð í geimferjunni Challenger sem sprakk skömmu eftir að hafa verið skotið á loft árið 1986. Önnur þeirra, Christa McAuliffe, átti að verða fyrsti almenni borgarinn til að fara út í geiminn. Hún náði þó aldrei að komast í 100 km hæð sem eru þau mörk sem miðað er við til þess að geta talist hafa komið út í geiminn samkvæmt Fédération Aéronautique Internationale (FAI).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getið þig gefið mér einhverjar upplýsingar um fyrsta kvengeimfarann?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.1.2010

Spyrjandi

Sveinhildur Vilhjálmsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2010, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31367.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 20. janúar). Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31367

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2010. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31367>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?
Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova.

Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að verða á undan Bandaríkjamönnum að senda konu út í geiminn. Reynsla af fallhlífarstökki vó þungt í vali á þessum kvennahópi þar sem væntanlegur geimfari mundi ekki koma alla leið til jarðar í geimfarinu heldur svífa síðasta spölinn í fallhlíf.

Úr þessum fimm kvenna hópi var Tereshkova valin til þess að verða fyrsti kvengeimfarinn. Þann 16. júní 1963 var henni skotið á braut umhverfis jörðu í geimfarinu Vostok 6. Alls var Tereshkova 70 klukkustundir og 50 mínútur í geimnum og fór á þeim tíma 48 hringi umhverfis jörðina.



Fyrstu konurnar sem fóru út í geiminn, Tereshkova árið 1963, þá Savitskaya árið 1982 og svo Ride 1983.

Tereshkova fór aðeins í þessa einu geimferð, en lítill áhugi var á að senda konur út í geiminn eftir þessa fyrstu ferð. Það liðu næstum tveir áratugir þar til kona fór næst út í geiminn, en sú var einnig frá Sovétríkjunum, Svetlana Savitskaya. Þann 19. ágúst 1982 var hún ein af þriggja manna áhöfn Soyuz T-7 sem fór til Salyut 7 geimstöðvarinnar. Alls stóð ferð Savitskaya yfir í tæpa 8 daga. Tveimur árum seinna, í júlí 1984 fór hún í annað sinn í Salyut 7 geimstöðina og dvaldi þá tæpa 12 daga í geimnum. Í þeirri ferð fór hún í geimgöngu fyrst kvenna.

Fyrsti bandaríski kvengeimfarinn var Sally Kristen Ride. Hún fór tvær ferðir með Challenger-geimskutlunni, þá fyrri 18. júní 1983 og þá síðari í október árið 1984. Samtals var hún rúma 14 sólahringa í geimnum.

Undir lok árs 2009 höfðu 510 manns farið út í geiminn, þar af 50 konur. Fjórar konur hafa farist í geimferðaslysum. Tvær konur voru í sjö manna áhöfn geimferjunnar Kólumbíu sem brotnaði á leið til jarðar árið 2003 með þeim afleiðingum að allir um borð létust. Tvær konur voru einnig um borð í geimferjunni Challenger sem sprakk skömmu eftir að hafa verið skotið á loft árið 1986. Önnur þeirra, Christa McAuliffe, átti að verða fyrsti almenni borgarinn til að fara út í geiminn. Hún náði þó aldrei að komast í 100 km hæð sem eru þau mörk sem miðað er við til þess að geta talist hafa komið út í geiminn samkvæmt Fédération Aéronautique Internationale (FAI).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getið þig gefið mér einhverjar upplýsingar um fyrsta kvengeimfarann?
...