Það sem við sjáum á myndum af Júpíter er þannig aðeins efsti hluti skýjanna í lofthjúpnum. Lofthjúpurinn er um 80% vetni og 19% helíum en einnig er þar að finna metan, ammóníak, vatnsgufu og aðrar gastegundir í litlu magni. Í iðrum Júpíters er gríðarlegur þrýstingur, um 40 milljón bör, og hitastigið er um 20.000°C við ytri mörk kjarnans. Það þýðir að kjarninn er mjög þéttur og líklega úr bergkenndu efni sem er um 10 til 15 sinnum massameira en jörðin. Næsta lag umhverfis kjarna Júpíters er úr fljótandi vetni og er það massamesta lag reikistjörnunnar.Þess má einnig geta að miklir vindar ganga um yfirborð Júpíters líkt og hjá hinum gashnöttunum og getur vindhraðinn orðið allt að 640 km/klst, en það er næstum þrisvar sinnum meiri vindhraði en mælst hefur á jörðinni. Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins: Frekara lesefni má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.- - - Ysta lag Júpíters er samansett úr vetni og helíum. Hitastigið þar er um -160°C. Litirnir eru í samræmi við hitastig og hæð skýjanna: blá lægst, svo brún, þá hvít og loks rauð sem liggja hæst. Stundum sjást lægri svæði í gegnum önnur heiðskírari svæði.
Er það satt að Júpíter sé gasský?
Útgáfudagur
12.5.2006
Spyrjandi
Egill Trausti
Tilvísun
MBS. „Er það satt að Júpíter sé gasský?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5911.
MBS. (2006, 12. maí). Er það satt að Júpíter sé gasský? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5911
MBS. „Er það satt að Júpíter sé gasský?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5911>.