Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að Júpíter sé gasský?

MBS

Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg.

Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fast yfirborð heldur verður gasið aðeins þéttara eftir því sem nær dregur miðju. Um þetta segir Sævar Helgi Bragason í svari sínu við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Það sem við sjáum á myndum af Júpíter er þannig aðeins efsti hluti skýjanna í lofthjúpnum. Lofthjúpurinn er um 80% vetni og 19% helíum en einnig er þar að finna metan, ammóníak, vatnsgufu og aðrar gastegundir í litlu magni.

Í iðrum Júpíters er gríðarlegur þrýstingur, um 40 milljón bör, og hitastigið er um 20.000°C við ytri mörk kjarnans. Það þýðir að kjarninn er mjög þéttur og líklega úr bergkenndu efni sem er um 10 til 15 sinnum massameira en jörðin.

Næsta lag umhverfis kjarna Júpíters er úr fljótandi vetni og er það massamesta lag reikistjörnunnar.

- - -

Ysta lag Júpíters er samansett úr vetni og helíum. Hitastigið þar er um -160°C. Litirnir eru í samræmi við hitastig og hæð skýjanna: blá lægst, svo brún, þá hvít og loks rauð sem liggja hæst. Stundum sjást lægri svæði í gegnum önnur heiðskírari svæði.
Þess má einnig geta að miklir vindar ganga um yfirborð Júpíters líkt og hjá hinum gashnöttunum og getur vindhraðinn orðið allt að 640 km/klst, en það er næstum þrisvar sinnum meiri vindhraði en mælst hefur á jörðinni.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Frekara lesefni má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Egill Trausti

Tilvísun

MBS. „Er það satt að Júpíter sé gasský?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5911.

MBS. (2006, 12. maí). Er það satt að Júpíter sé gasský? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5911

MBS. „Er það satt að Júpíter sé gasský?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5911>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að Júpíter sé gasský?
Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg.

Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fast yfirborð heldur verður gasið aðeins þéttara eftir því sem nær dregur miðju. Um þetta segir Sævar Helgi Bragason í svari sínu við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Það sem við sjáum á myndum af Júpíter er þannig aðeins efsti hluti skýjanna í lofthjúpnum. Lofthjúpurinn er um 80% vetni og 19% helíum en einnig er þar að finna metan, ammóníak, vatnsgufu og aðrar gastegundir í litlu magni.

Í iðrum Júpíters er gríðarlegur þrýstingur, um 40 milljón bör, og hitastigið er um 20.000°C við ytri mörk kjarnans. Það þýðir að kjarninn er mjög þéttur og líklega úr bergkenndu efni sem er um 10 til 15 sinnum massameira en jörðin.

Næsta lag umhverfis kjarna Júpíters er úr fljótandi vetni og er það massamesta lag reikistjörnunnar.

- - -

Ysta lag Júpíters er samansett úr vetni og helíum. Hitastigið þar er um -160°C. Litirnir eru í samræmi við hitastig og hæð skýjanna: blá lægst, svo brún, þá hvít og loks rauð sem liggja hæst. Stundum sjást lægri svæði í gegnum önnur heiðskírari svæði.
Þess má einnig geta að miklir vindar ganga um yfirborð Júpíters líkt og hjá hinum gashnöttunum og getur vindhraðinn orðið allt að 640 km/klst, en það er næstum þrisvar sinnum meiri vindhraði en mælst hefur á jörðinni.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Frekara lesefni má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....