Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2514 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Er einhver möguleiki á að olía finnist innan efnahagslögsögu Íslands?

Sagt er að snemma á öldinni hafi breskur jarðfræðingur, sem var að störfum í Austurlöndum nær, lýst því yfir að þar væri engin olía og að „hann skyldi sjálfur drekka hvern þann olíudropa sem þar kæmi úr jörðu." Yfirlýsing hins ógetspaka jarðfræðings var vafalaust í samræmi við þáverandi þekkingu manna, og út frá n...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?

Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...

category-iconHugvísindi

Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?

Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þór...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? - Myndband

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

category-iconHagfræði

Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu?

Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?

Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?

Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig komst fólk til útlanda árið 1918?

Aðeins ein flutningaleið var frá Íslandi til útlanda, sú eina sem hafði verið frá upphafi Íslandsbyggðar, að sigla á skipi. Á tímum danskrar einokunarverslunar önnuðust verslanirnar allar samgöngur milli Danmerkur og Íslands. En þegar einokunin var afnumin, árið 1787, skipulögðu dönsk stjórnvöld svokallaðar póstsk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil? Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki fl...

category-iconFélagsvísindi

Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?

Í þjóðarétti er það meginregla í samskiptum ríkja að ekkert ríki hefur lögsögu yfir öðru. Í því felst að lausn ágreiningsmála og deilumála fer allajafna fram með öðrum hætti en í samskiptum einstaklinga. Málsóknir fyrir dómstólum eru til dæmis háðar því að samkomulag milli ríkjanna sé um slíkt og eitt ríki verður ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Komið þið sæl. Geta komið nýjar tegundir af snákum á Íslandi sem eru með heitt blóð? Kv. Mikael, sem hefur mikinn áhuga á snákum. Þrátt fyrir að ekki sé leyfilegt að flytja snáka til Íslands er ljóst að þeim er af og til smyglað hingað og flestir þeirra eru væntanlega...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?

Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Gervihnettir gegndu hlutverki varaleiðar fyrir landið til ársins 2004 en voru þá orðnir of afkastalitlir og nýr sæstrengur FARICE-1 tók við með Cantat-3. Afköst gervihnatta hafa aukist eitthv...

category-iconHugvísindi

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...

category-iconHagfræði

Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...

category-iconVísindavefurinn

Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett sér einhver tímamörk?

Við þökkum þann staðfasta áhuga á Vísindavefnum sem lýsir sér í þessari spurningu. Svarið er nei: Við settum okkur ekki nein sérstök tímamörk í upphafi - og það var kannski eins gott því að við hefðum aldrei getað haldið þau! Við héldum að við mundum fá nokkrar spurningar á dag, kannski 20 á viku, og við mundum...

Fleiri niðurstöður